Stjarnan - 01.02.1937, Blaðsíða 4
12
ST J ARN AN
þessi maÖur var eitthvaÖ að tala um að vér
værum ekki undir lögmáli heldur undir náÖ.
Hvernig skilur þú það?”
“Meðan eg var veikur,” svaraði Mr.
Daniells, þá hlustaði eg á víðvarpið stöku sinn-
um. Einn eftirmiðdag hlustaði eg á réttarhald
yfir í Seattle. Menn komu fram hver eftir
annan, sem brotið höfðu lögin um keyrslu á
þjóðvegunum, þar sem stundum hafði hlotist
slys af. Það er gamalt náttúrulögmál að tveir
hlutir geta ekki fylt sama pláss báðir í einu,
það er lögxnál, sem keyrslumenn hafa fundið
út að er enn í gildi. Annað lögmál er það að
áfengi og gasolín geta ekki blandast saman án
þess að orsaka einhverjum óþægindi.
“Eitt mál, sem kom fyrir dómarann, vakti
sérstaka eftirtekt ínína, það var maður, sem
hafði keyrt harðara en lögin leyfa. “Tíu doll-
ara sekt eða tíu daga fangelsi,” sagði dómar-
inn. “En eg er atvinnulaus og get ekki borg-
að,” svaraði hinn ákærði. “Það er slæmt,”
svaraði dómarinn, “það er þá tíu daga fang-
elsi.” Lögregluþjónar komu nú til að leiða
■manninn í'burtu, en rétt í samu svifum kallaði
einhver í mannþrönginni: “Herra dómari, eg
skal borga sekt hans, hann er vinur minn, og eg
vil ekki að hann þurfi að fara í fangelsi.” Það
var áhrifamikið að heyra þetta gegnum víð-
varpið hvernig maðurinn bauðst til að borga
sektina. Þegar búið var að borga út pening-
ana var hinum kærða slept og dómarinn kallaði
eftir næsta kærumáli.”
“Álítið þér nú að borgun sektarinnar hafi
gefið manninum rétt til að fara út úr réttar-
salnum, inn í bílinn sinn og keyra með 50 mílna
hraða um stræti borgarinnar ?” spurði Mr.
Daniells.
“Auðvitað ekki,” svaraði Jackson, “þá hefði
hann verið kallaður fyrir réttinn aftur og sekt-
in sjálfsagt orðið miklu hærri.”
“Það er rétt ályktað,” svaraði Mr. Daniells,
“einhver verður að borga, eða líða fyrir það, ef
vér brjótum Guðs lögmál. Vér gátum ekki
borgað, vér höfðum ekkert til að borga með.
En Jesús kom og borgaði sektina með sínu
eigin lífi. Eftir að vér höfum tekið á móti
friðþægingu hans, eða með öðrum orðum, hann
hafði borgað sekt vora, þá er það ekki rýmilegt
eða sanngjarnt, að vér megum fara og brjóta
lögmál hans aftur. Hann kom til að frelsa oss
frá vorum syndum, en ekki einungis til að fyr-
irgefa þær. Daglega getum vér séð og það á
ýmsan hátt, sannleika þessara orða: Hlýddu
eða borgaðu. Þjóðir heimsins eru í voðalegu
ástandi einmitt nú, af því Guðs lögmál er fót-
um troðið, og þér getið verið vissir um að ein-
hvern daginn kemur löggjafinn og gjörir upp
reikninginn við íbúa heimsins. Það væri gott
að hafa alla vora sekt borgaða þegar að því
kemur. Vér getum það með því að fá allar
vorar umliðnu syndir fyrirgefnar, og svo fram-
vegis hlýða Guðs boðorðum, vér getum það, en
ekki í eigin krafti, heldur með krafti Guðs
anda, sem fæst fyrir trúna á Jesúm Krist.”
H. A. Lukens.
Hefðir þú álaðiát freiátinguna ?
“Eg er svo þakklátur fyrir að þú bauðst
mér keyrslu,” sagði Edward, og hnepti jakk-
anum upp í hálsinn. “Eg hefi farið fram með
allri höfninni í dag, til að reyna að fá vinnu,
en árangurslaust, eg er glaður að geta komist
heim sem fyrst.”
“Eg veit að það er enginn hægðarleikur að
fá vinnu nú á dögum,” svaraði maðurinn, sem
hann keyrði með. “En mér sýnist þú sért of
ung.ur til að vinna á höfninni.”
“Aldurinn keniur nú ekki til greina, þegar
maður hefir móður sína.fyrir að sjá,” svaraði
drengurinn.
“Þarft þú að sjá fyrir móður þinni?”
spurði hinn.
“Já, herra minn,” svaraði Edward, “faðir
minn er ekki fær um það, af því hann drekkur.
Það hefir bakað okkur mikla erfiðleika.”
“Hefir faðir þinn alt af verið drykkfeld-
ur ?”
“Nei, herra minn. Þegar eg var 8 ára, þá
hafði hann góða stöðu. Hann var formaður
f.yrir lífsábyrgðarfélag eitt í stóru héraði. Svo
fór hann að drekka, og ekki leið á löngu að
hann misti stöðu sína. Svo tók hann aðra vinnu
en misti hana líka. Svona gekk það koll af
kolli. Loksins fór móðir min og eg frá hon-
um og þá fluttum við hingað vestur á Kyrra-
hafsströndina.”
“Það er illa farið,” sagði maðurinn, “en
fer þú ekki á skóla?”
“Eg get ekki farið í skóla í ár. Eg gekk