Stjarnan - 01.12.1937, Qupperneq 1
STJARNAN
DESEMBER, 1937
LUNDAR, MAN.
Andrez Perez
ÞaÖ gleður mig að geta sagt ykkur frá lítt
{>ektu hetjunni í Mexico, Andrez Perez, fyrver-
andi veitingamanni. Hann var þræll syndar-
innar, en nú er hann áhugasamur starfsmaður
Drottins. Hann fann frelsara sinn fyrir 12
árum síðan, er hann las kristilegt blað, og síðan
hefir hann starfað með óþreytandi áhuga, þrátt
fyrir veika heilsu og aðrar hindranir.
Kona hans bað óaflátanlega fyrir honum
áður en hann snerist. Eftir að hann hætti við
veitingahúsið varð hann formaður í nárnu þar
sem hann fékk frí á laugardögum. En hann
var samt ekki vel ánægður, því honum fanst
Guð kalla sig til að starfa beinlínis til eflingar
Guðs ríkis. En eins og Móses forðum afsak-
aði hann sig með því að hann væri ekki fær um
það, því hann gat hvorki lesið né skrifað, og
heilsa hans var eyðilögð af drykkjuskap. Stríð
hans við sjálfan sig um þetta efni endaði þegar
eldur eyðilagði námuna, þar sem hann hafði
unnið fyrir góðu kaupi. Þá var það að Andrez
Perez ásetti sér að fara út og selja bækur, en
það var erfitt, eins og hann segir sjálfur.
“Hvernig átti eg að selja bækur, þegar eg
gat ekki lesið sjálfur? Hvernig átti eg að
mæla með þekn við mentaða menn? Hvernig
gat eg skrifað niður nöfn þeirra sem pöntuðu,
fyrst eg gat ekki skrifað mitt eigið nafn? Ó,
það var svo erfitt.
En hann hafði tekið ákvörðun sína. Hann
hafði fundið Jesúm, sem frelsaði hann frá
syndinni, og hann hafði knýjandi löngun til að
hjálpa öðrum að finna frelsarann, svo hann .tók
þá litlu peninga sem hann hafði og fór til borg-
arinnar Jalapa. Hann tók 12 ára gamla dótt-
ur sína með sér til að skrifa niður pantanirnar.
Innan skamrns hafði hann eytt öllum pen-
ingum sínum. Þau höfðu engan mat, og hann
hafði ekkert að senda heim til konu sinnar, sem
beið þess með eftirvæntingu að heyra frá hon-
um og bað stöðugt fyrir honurn og starfi hans.
Andrez Perez og litla stúlkan hans voru heila
nótt á bæn. Næsta dag seldi hann 3 bækur
og fékk þær allar útborgaðar, svo hann gat sent
konu sinni 15 pesos, og hafði nóg eftir fyrir
nauðsynjar sínar og litlu stúlkunnar. Hann
segir sjálfur:
“Þegar eg hafði engin ráð, þá sýndi Guð
sinn mikla mátt og kærleika í því að hjálpa mér.
Vegsamað sé hans nafn. Eg lofaði honum svo
lengi sem eg lifði skyldi eg flytja boðskapinn,
þrátt fyrir mína veiku heilsu, fátækt og aðra
erfiðleika, og einnig með hans hjálp kenna
börnunn mínum að vera trúfastir hermenn
Krists, svo þegar eg að síðustu legði niður
vopnin, að eg þá fyrir hans náð, gæti með
Páli postula sagt: “Eg hefi barist góðri bar-
áttu.”
Hann berst góðri baráttu trúarinnar, því
þótt hann verði að liggja í rúminu svo mánuð-
um skifti, þá hefir hann þó selt 30,000 pesos
virði af bókum í þessi síðastliðin 12 ár, og yfir
100 manns gleðjast i frelsi Guðs barna fyrir
áhrif þessa manns, sem lifir og starfar til að
leiða aðra til frelsarans.
L. L. Gramd Pre.
Hinn lati er altaf að bíða þess, að hepnin
færi honum óvænt gæði, en starfsmaðurinn hef-
ir sterkan vilja og opin augu til að ryðja sér
braut til velmegunar. Hinn fyrri liggur í rúm-
inu og vonar að pósturinn færi honum bréf
með arfleiðsluskrá innan í, en sá ötuli fer á
fætur kl. 6 og leggur grundvöll velgengni sinn-
ar með því að nota kostgæfilega pennann sinn,
hamarinn, eða annað það, sem hann vinnur með.
Hinn lati kveinar og kvartar, en hinn starf-
sami blístrar f jörugt lag. Hinn lati reiðir sig á
hepni, en hinn starfsami reiðir sig á trúmensku
og atorku.
Y. I.