Stjarnan - 01.12.1937, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.12.1937, Qupperneq 3
STJARNAN 99 r* * Lögmál föðursins Þetta orðatiltæki, “L,ögmál föðursins,” finst ekki í Ritningunni. Sumir nota það til að leggja áherzlu á ævarandi gildi io boðorðanna, en aðrir til að reyna að sýna mismun á sið- ferðisskyldum þeim, sem Faðirinn leggur fyrir menn og þeim sem sonurinn heldur fram. En þó :menn rannsaki Bi'blíuna spjaldanna á milli, þá finst hvergi að Kristur hafi ein lög og Faðirinn önnur. Orð Krists: “Eg og Fað- irinn erum eitt,” kemur fullkomlega fram þegar Guð sjálfur gaf io boðorðin á Sínaíf jalli. Flettum upp 2. Mós. 20:1,2. vers: “Og Guð talaði öll þessi orð og sagði: “Eg er Drott- inn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.” Móses var hinn sýnilegi leiðtogi Israels- manna frá Egyptalandi til fyrirheitna landsins. En hver var hinn ósýnilegi leiðtogi þeirra finnum vér í 1. Korinubréfi 10:1-4 vers: “Því að ekki vil eg bræður, að yður skuli vera ó- kunnugt um það, að feður vorir voru allir undir skýinu, og fóru allir yfir um hafið, og voru allir skírðir til Móse í skýinu og hafinu, og neyttu allir hinnar sömu andlegu fæðu, og drukku allir hinn sama andlega drykk, því að þeir drukku af hinum andlega kletti, sem fylgdi þeim, en kletturinn var hinn Smurði, ((Krist- ur).” Vér höfum ekki þrjá guði í þremur persón- um, heldur einn Guð í þremur persónum. Föður, Son og Heilagan Anda. “Þessir þrír eru eitt.” I. Jóh. 5 :J. Guðleg lög. Af þessu leiðir að boðorðin gefin á Sínaí- fjalli geta ekki kallast lögmál Föðursins, eða lögmál Sonarsins, eða lögmál Heilags Anda, heldur er það Guðs lögimál, alveg eins og sköp- unin í öndverðu var Guðs verk. “í upphafi skapaði Guð himin og jörð.” 1. Mós. 1:1. Eins og''það var Guð — Guðdómurinn — sem skapaði, þannig var það einnig Guðdóm- urinn, sem gaf lögmálið á Sinaíf jalli. Önnur persóna Guðdómsins talaði. Þetta er enn fremur staðfest í orðum Stefáns í Post. 7:38.: “Þessi (Móses) er sá, sem var í söfnuðinum á eyðimörkinni rneð englinum (Kristi) sem við hann talaði á Sínaífjalli og með feðrum vor- um, sem tók á móti lifandi boðum til að gefa oss.” Þessir textar benda oss á aðeins eitt sið- ferðislögmál, það er Guðs lögmál. Þessi hug- mynd um tvenn siðferðislög, eitt gefið af Föð- urnum og annað af syninumi er aðeins manna- tilbúningur. Eins og vér höfum séð, þá var það og er Guðs lögmál, sem gefið var á Sínaí- fjalli. Mörgum öldum áður en Jesús fæddist í Betlehem segir spámaðurinn fyrir um afstöðu hans gagnvart lögmálinu: “Sláturfórnir og matoffur þóknast þér ekki. Mín eyru hefir þú gegnum borað; brennifórnir og syndaoffur viltu ekki. Þá sagði eg: Sjá, eg kem með lög- málsskrána skrifaða i hjarta mitt. Mig langar til að gjöra þinn vilja, minn Guð, og þitt lög- mál er inst í rnínu hjarta.” Sálm. 40:6-8. Aftur er spáð um Krist í Jes. 42:2i.: “Fyr- ir sakir réttlætis sins hefir Drotni þóknast að gjöra kenninguna háleita og vegsamlega.” I eldri Biblíuþýðingunni stendur: “Hann vill gjöra lögmálið stórt og veglegt.” Sama orð “Lögmál” er einnig notað á enskunni. Að gjöra háleitt og vegsamlegt er ekki að breyta eða burtu nema, heldur að heiðra og halda á lofti, og það gjörði Jesú bæði í lífi sínu og kenningu. “Maður nokkur kom til hans og sagði: Meistari, hvað gott á eg að gjöra til þess að eg eignist eilíft líf ? En hann sagði við hann: Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er góð- ur. En ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá hald boðorðin.” Matt. 19:16, 17. Lógmál Krists. Nú getur einhver spurt. Áminnir ekki Páll postuli kristna menn í Gal. 6:2 með þessum orðum: “Berið hver annars byrði og uppfyll- ið þannig lögmál Krists.” Jú, vissulega. En hvað er lögmál Krists. Hvar finnum vér hans lögmál? Hvergi nema í 10 boðorðunum eins og þau eru útskýrð af honum. Hann hélt þeim á lofti, gjörði þau háleit og vegsamleg. í Matt. 22 127 finnum vér svar Krists upp á spurninguna: “Hvert er hið mikla boðorð í lögmálinu?” Hann svaraði: “Þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þinu, og af allri sálu þinn, og af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er líkt, þetta: þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum byggist alt lögmálið og spámennirnir. “Sjá einnig Lúk, 10:2S-37-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.