Stjarnan - 01.12.1937, Side 8
STJARNAN
104
umi, er eitthvað svo opið að mínúturnar geti
týnst? Ástæðan fyrir því að vér höfum svo
lítinn tíma er sú að vér glötum mínútunum,
gætum ekki smápeninganna, ef eg má svo að
orði kveða. Gættu þess að tapa ekki mínút-
unum. Þær eru svo litlar að hætta er á að þeitn
sé of lítill gaumur gefinn.
The Wellspring.
Smávegis
Síðasta þjóðþing Bandaríkjanna var hið
lengsta, sem verið hefir í mörg ár. Það kostaði
12 miljón dollara, eða 500,000 dollara á dag.
Stærstu upphæðirnar ,eru laun meðlimanna
skrifara, lögmanna, lögregluþjóna, dyravarða,
sendisveina og annara, kaup þessara allra til
samans nemur 10,900,000 dollurum fyrir árið.
Verkamannadeild Bandaríkj anna skýrir frá
því að í júnímánuði í ár hafi tapast 4,500,000
dagsverk sem afleiðing af verkföllunum.
Flestir af stráhöttum þeim, sem nefndir eru
Panama hattar, eru búnir til í Ecuador, Col-
umbia og Venezuela í Suður-Ameríku.
Nálægt helmingur af öllu því hunangi sem
framleitt er í Bandaríkjunum er notað til bök-
unar og brjóstsykurgerðar.
Menn semi unnu í dýragarðinum í Phila-
delphiu notuðu gúmmí hanska meðan þeir voru
að eiga við 5 ála, sem nýlega komu frá Suður-
Ameríku. Álarnir framleiða nálega 300 “volts”
af rafmagni, svo menn verða að gæta sín þegar
þeir fara með þá.
Samkvæmt skýrslu, sem nýlega var send
ameríska efnafræðisfélaginu hefir. Delaware
ríkið fleiri uppfyndingamenn en nokkurt ann-
að riki. Á síðastliðnum tveimur árum, hefir
einn af hverjum 870 manns þar fengið einka-
leyfi fyrit uppfyndingu. ,
Danskur fulltrúi, Dr. Erick Fischer veiddi
nýlega við strendur Ástralíu hákarl, sem vigt-
aði 1,049 pund.
Þegar Wisconsin ríki lýkur við trjáplönt-
un siina nú um árslokin 1937, þá hefir það
plantað 10 tré á mann að tiltölu fyrir alt ríkið.
STJARNAN -kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Útgefendur : The Canadian Union Con-
ference of S.D.A.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOHNSON, Lutular, Man., Can.
Kálið á sykurrófunum framleiðir sykur, en
sendir það svo ofan í rótina til geymslu.
Dr. Horatio M. Pollock frá Albany stað-
hæfði nýlega að ef menn ekki fyndu upp varn-
armeðul þá mundi geðveiki eða vitfirring brátt
verða erfiðasta og alvarlegasta viðfangsefni
lækna og heilbrigðisnefnda í Bandaríkjunum.
Samkvæmt skýrslum hans Rostar brjál og
geðveiki þjóðina nær því biljón dollara á ári.
Sýning á músum er orðin almenn á Bret-
landseyjum. Á sýningum þessum hefir komið
fyrir að 750.00 dollara verðlaun hafa verið gef-
in fyrir óvenjulega litfagra mús. Verðlauna-
mýsnar geta verið af ýmsum litum eða marglit-
ar, rauðar, bláar, brúnar, ljósmórauðar, ljós-
fjólulitar o. s. frv. Margir af þeimi, sem ala
mýs þessar eru læknar sem nota þær til að reyna
næringargildi fæðuefna. Það er líka eftirsókn
eftir músaskinnum í kvenkápur. Hér um bil
400 skinn þarf í fullsíða kápu og verð hennar
er 350.00 dollarar.
Göfugu vinir rnínir og viðskiftamenn, eg
treysti því að þér sendið Stjörnunni dollar í
innlögðu umslagi, ef þér ekki þegar hafið sent
inn andvirði blaðsins. Það getur verið erfitt
að spara dolíar, en með blessun Guðs er það
flestum mögulegt. Eg þarf ennþá hátt á annað
hundrað dollara fyrir áramótin til þess að blaðið
geti sjálft borgað fyrir prentunina og pappír-
inn, sem í það fer. Hjartans þakklæti mitt til
allra, sem þegar hafa borgað blaðið og einnig
til hinna mörgu, sem munu gjöra það nú fyrir
áramótin. Með samvizkusemi yðar og góðum
skilum léttið þið mér áhyggjur og erfiði, sem
mér er ofvaxið. Blessun Drottins hvíli yfir
ykkur öllum.
Ykkar alls góðs unnandi,
F. Johnson.