Stjarnan - 01.09.1938, Side 4

Stjarnan - 01.09.1938, Side 4
S TJARNAN 76 mikið ofsóttir og oft misþyrmt. .Líf þeirra var í hættu og laun þeirra voru mjög lítil. Eg sagði upp vinnunni, en það var ekki tekið til greina. Nokkrum mánuðumi seinna skrifaði eg aftur og kvaðst þá ætla burt úr ríkinu til að stunda nám, en tók það ekki fram að eg ætlaði.að verða prestur. Nú var upp- sögn mín tekin gild og mér voru gefin góð meðmæli, en mér voru sett þau skilyrði að eg kæmi aftur þegar eg hefði lokið námi. Eg hafði nú unnið þarna í 7 ár og ekkert var á móti mér á spjaldinu nerna trúarbrögð mín og starf mitt í samibandi við þau. Nú mætti eg annari reynslu. Foreldrar mínir vildu ekki lofa mér að fara í annað land til að ganga á skóla og sízt á kristniboðs- skóla. Prestarnir, föðurbræður inínir, hvöttu foreldra rnína til að reyna að fá mig til að ganga í grísku kirkjuna aftur. Foreldrar mínir voru vel efnuð og prest- arnir vonuð að það mundi verða hvöt fyrir mág að hætta við áfom mitt að verða Aðvent- ista prestur, svo eg misti ekki af arfinum. Þegar þau sáu að eg var ófáanlegur til að breyta áformi mínu, sviftu þau mig erfðarétti og bjuggu svo um að aðrir skyldu njóta eigna þeirra. Mér fanst ekki rriikið til þess, því mér höfðu hlotnast dýrmætari auðæfi, frelsun sál- ar minnar og Guðs eilífa ríki. Síðan daginn sem eg valdi Guð fyrir mitt athvarf í skóginum í f jallshlíðinni, hefir það verið mín æðsta gleði að þjóna honum. Og síðan eg mætti Sjöunda dags Aðventistum i litla dimma herberginu í Bucharest hefir mín stærsta gleði verið að gjöra aðra hluttakandi í þeirri himnesku von, sem hefir fylt hjarta mitt. Eg hefi reynt að nota mína eigin reynslu til að hvetja aðra unglinga til að treysta þeim Guði, sem stóð með mér í erfiðleikum æsku minnar. Ioan Reit. Áhugi, þolgæði, átaðfeáta Eg hafði einmitt verið að hugsa um hvort sá viljakraftur og staðfesta fyndist ennþá sem leiðir menn til þess að vilja heldur deyja held- ur en gefast upp, þegar eg heyrði eftirfarandi sögu: Einhver unglingavinur í borg einni hafði gefið peninga sem átti að nota til að borga skólakostnað fyrir 10 nemendur, sem sýndu afbragðs hæfilegleika fyrir hljóðfæralist, svo þeir gætu gengið á bezta hljómlistarskóla í Bandaríkjunum eitt ár, og svo tvö ár í París til að fullkomna nám sitt. Grannvaxna, litla stúlkan, sem stóð fyrir f'raman borðið var kafrjóð af feimni þegar hún sagði: “Eg á heima . . . 1717 Massa- chusetts Avenue.” Mrs. Jackson leit upp. Hún hafði verið að lita yfir spurningar, sem allir umsækjendur urðu að svara. Unga stúlkan hafði hispurs- laust gefið nafn sitt og aldur, Hún var Mary McGuire og óskaði eftir að byrja nám í píanó- spili. “Viltu gjöra svo vel að gefa mér aðgang á skólann? Eg skal stunda námið vel.” “Þér er mikið áhugamál að fá að læra hjá madömu Marche,” sagði Mrs. Jackson bros- andi, “í von um að þú verðir svo heppin að verða ein af þeim tíu, sem hljóta þriggja ára námisstyrk hér í landi og í Párís.” “Já, mig langar svo til að ná í það tæki- færi.” “Eg vona þú verðir heppin, en líttu á allan þennan bunka af umsóknarbréfum. Mrs. Brandon velur stúlkurnar sjálf, og þær verða aðeins tíu. Eg ætla að sjá hvað stendur á próflistanum þínum, hann er hér.” “Nótníalestur, ágætur; fingrastjórn, góð; hreyfing, léleg,.stífir úlfliðir.” “Taktu þér það ekki nærri. Æfing með tilsögn madömu Marche lagfærir það fljótt, ef þú ert ekki hrædd við að leggja nokkuð að þér. Við geturri gjört nærri því kraftaverk fyrir þig í þessu efni, á þremur mánuðum. Og mundu það líka, að það er ekki einungis hljóm- listarhæfileikar, semi um er að gjöra. Mrs. Brandon leggur mikla áherzlu á manngildi. Þú mátt ekki láta hugfallast. Við skulum senda rnann til að liðka til pianóið þitt. Það yrði svo mikil hjálp fyrir þig.” Unga stúlkan hrökk við og sagði: “Gjörið svo vel að senda ekki mann til þess, eg vil heldur sjá sjálf um aðgjörðina.” “Okkar maður getur betur séð hvað að er, og við setjum ekki upp borgun fyrir það. Nemendur vorir fá það kauplaust.” Af þessu var auðheyrt að hún átti að fá aðgang á skólann, en það var eins og Mary veitti því ekki eftirtekt rétt það augnablikið. Hún var kafrjóð út undir eyru og lagði áherzlu

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.