Stjarnan - 01.09.1938, Side 7

Stjarnan - 01.09.1938, Side 7
STJARNAN vitringar úr Austurlöndum og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi konungur GyÖinga? Vér höfum séÖ hans stjörnu í Austurlöndum og erum komnir til aÖ veita honum lotningu.” Matt. 2:1,2. Þessir menn eru nefndir vitringar. Vér vitum ekki hvaÖan þeir komu nema aÖeins þetta, aÖ þeir komu úr Austurlöndumi. ÞaÖ er ekki svo mikils um vert hvaÖan þeir komu, heldur hitt, hvert þeir voru að fara. Þeir fylgdu stjörnunni dag og nótt þar til þeir komu þangað, sem barnið var. Fylgjum dæmi þessara vitru manna. Keppum eftir að finna Krist og fylgja honum, þá mun. hann að lokum veita crss inngöngu í ríki sitt. Margir, sem kominir eru á fullorðins ár 79 óska að þeir hefðu varið æskuárunum á ann- an hátt. Eftirfarandi orð eru höfð eftir göml- um manni einum:: “Eg vildi eg væri ungur aftur. Eg vildi eg væri á þínum aldri og gæti byrjað lífið að nýju. Það var svo margt sem eg ætlaði að gjöra en hafði aldrei tíma til þess. Eg mundi haga mörgu öðruvísi ef eg gæti lif- að líf mitt upp aftur.” Yfirstandandi tími er vor, notum hann vel. Göngum ekki út af leið svo við þurfum ekki að snúa við og byrja á nýjan leik. Eáturo Guðs heilaga orð og anda stjórna stefnu vorri og öllu lífi voru, þá getum vér öruggir gengið leið vora í Drottins nafni og fengið dýrðlegar viðtökur þegar braut vor hér er á enda. C. 0. G. t f- Skósmiðurinri' sem treyáti Guði Það var í Englandi fyrir. mörgum árum síðan, sem Mr. G. H!. sagði frá hvernig Guð hefði reynt trú hans og svo bætt kjör hans. Þessi maður hafði dálitla skósmíðastofu. Hann sótti nokkrar samkomur, sem. haldnar voru í nágrenninu og lærði þar að Sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins. Þegar hann kom heim sagði hann við konu sína: “Eg hefi ekki haft meir en svo nóg til að lifa af, þó eg hafi unnið alla daga vikunnar, nú ef við förum að halda hvíldardaginn, þá veit eg ekki hvernig eg á að komast af. En það er rétt, svo eg ætla að gjöra það.” Eitlu seinna á þessum sömu samkomum heyrði hann talað um tíundina. “Nú er úti með mág, kona mín,” sagði hann, “eg hefi tæpast komist af og hefi þurft að nota hvern einasta skilding sem eg Ihefi unnið mér inn. En einn tíundi partur af öllu, sem eg vinn mér inn tilheyrir Guði. En það er rétt, og eg ætla að borga það. En hvernig við getum lifað, það skil eg ekki.” Eg heyrði hann segja frá þessu fyrir mörg- um árum síðan. Svo nokkuð nýlega mætti eg honum aftur og mintumst við á þessa reynslu hans, þá sagði hann mér hvernig hefði gengið hjá honum eftir þetta. Það var ekki úti um hann þegar hann fór að borga tíund. Þetta var endir sögunnar, sem hann sagði mér: “Eg átti í hörðu stríði við sjálfan mig með að fara að halda hvíldardaginn, en ennþá meira stríði að horga reglubundið tíunda part af tekjum pínum, og svo varð eg umtalsefni allra þorpsbúa og annara lengra í burtu. “Þetta knúði mig til að biðja til Guðs meir en nokkru sinni fyr, og Guði sé lof hann gaf ni'ér sigurinn. Hvernig hann hjálpaði mér er atvik, sem eg aldrei gleymi svo lengi sem eg lifi. “Rétt um þetta tímabil fékk eg bréf frá félagi einu í Lundúnum, þeir spurðu hvort eg byggi til vissa tegund af stígvélum, sem þeir tiltóku. Eg spurðist fyrir um þetta félag og frétti að það væri eitthvert hið stærsta skó- verzlunarfélag í Lundúnum. Mér fanst það væri ómögulegt fyrir mig að skifta við þetta félag, svo eg svaraði neitandi. Nokkrum dög- um seinna datt mér í hug að eg skyldi nú reyna þá, svo eg sendi þeim sýnishorn af skósmíði mínu. “Hér um bil fjórum dögum seinna fékk eg bréf frá þeim aftur og þar með pöntun fyrir fimm púsund pörum stígvéla. “Þú getur varla ímyndað þér tilfinningar mínar, eg iðraðist eftir að eg hafði sent þekn sýnis|horn. Eg viss ekki hvað eg átti að gjöra. Litla skósmíðastofan min var mér gagnslaus fyrir slíka pöntun, efnið í stígvélin gæti ekki rúmast þar, því siður að eg gæti setið þar við vinnuna. Húsið og smíðastofan til samans mundi varla vera nóg pláss fyrir leðrið.” Hann fék sér stærra pláss og leigði marga verkamenn til að vinna fyrir sig. Aftur og aftur sagði hann á samkomum vorum, þegar talað var unn tíund: “Eg get sagt ykkur það, bræður mínir, að það er gott fyrir fátækan mann að borga tíund.” W. A. Spicer.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.