Stjarnan - 01.11.1938, Blaðsíða 7
STJARNAN
Hversu fáir eru verulega hamingjusamir. í
orðsins fylstu merkingu eru engir hamingju-
samir í þessum heimi.
Hin eilífa gleði þeirra heilögu er meira en
vér getum skiliÖ, og hin dýpsta og innilegasta
hmingja, sem vér getum notið í þessum spilta
heimi, er aðeins lítiÖ geislabrot hinnar eilífu
gleði. Dýrðlega eilífð, þar sem engin sekt
hvílir á samvizkunni, ekkert sem truflar ró-
95
semi hjart’ans eða heilsu líkamans. Hvílíkur
fögnuður sem Guðs börn þá munu njóta.
Kunnum vér að meta þessa dýrðlegu von, þenn-
an eilífa verulegleika ? Getum vér skilið þessa
óútmálanlegu dýrðlegu gleði? Nei, en vér vit-
um og getum sagt með öruggri fullvissu að
það borgar sig að vera kristinn og feta í Jesú
fótspor.
E. S.
Sorgin sneriát í gleði
Ungur maður sat á bekk úti í brennandi
sólarhita á Indlandi, hann huldi andlitið í
höndum sér og virtist vera yfirkominn af ör-
væntingu. Bókasölumaður einn, Charvet að
nafni gekk fram hjá, hann gaf sig á tal við
unga manninn og bauð honum eintak af Nýja
testamentinu.
“Eg vil það ekki,” svaraði hann, “eg hafði
eitt, en það var of stórt til að bera það með
sér, svo eg kastaði því í vatnið.”
Bókasölumaðurinn hélt að það mundi ekki
hafa verið aðalorsökin til þess að hann kastaði
því í burtu, svo hann hélt áfram að tala við
unga manninn og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar, og varð það til þess að ungi mað-
urinn opnaði hjarta sitt fyrir honum' og sagði
honum alt um kringumstæður sínar.
“Eg strauk að heiman fyrir nokkrum mán-
uðum síðan og settist að í stórborg til þess að
geta gjört eins og mér þóknaðist. En alt fór
öðruvísi en eg hafði vonast eftir. Peningar
mínir eyddust fljótt og allar vonir mínar brugð-
ust. Nú er eg allslaus. Mér kom til hugar að
fara heim, þarna er heimili foreldra minna,
hvíta 'húsið, sem þú sér niðri í dalnum, en
þegar eg komst hingað skammaðist eg mín svo
mikið að eg hafði ekki kjark í mér til að halda
lengra. Eg er líka hræddur um að foreldrar
mínir geti ekki fyrirgefið mér og þá lægi ekkert
fyrir mér nema — dauðinn.”
Mr. Charvet viknaði við þessa sorgarsögu,
og hann opnaði Nýja testamentið og las sög-
una um tapaða soninn. Ungi maðurinn sá
strax líkinguna upp á sjálfan sig og fór að
gráta.
Nú datt bókasölumanninum ráð í hug.
Hann bað unga manninn að bíða stundarkorn
þar sem hann var, en sjálfur gekk hann ofan
í dalinn að hvíta húsinu, sem honum hafði
verið bent á. Hann barði að dyrum og rétti
gamla manninum Nýja testamentið; hann opn-
aði það og kona 'hans kom líka strax fram að
dyrunum. Þau spurðu hvaða bók þetta væri,
og hann las fyrir þau dæmisöguna um týnda
soninn.
Þau viknuðu mjög er þau heyrðu þessa
sögu, sem í gegnurn aldirnar hefir hrifið svo
marga, og faðirinn opnaði hjarta sitt fyrir að-
komumanninum. “Við áttum son, sem var
okkur mjög kær,”' sagði hann, “en því miður
áttum við ekki lund saman svo hann fór í
burtu, við höfum ekkert heyrt frá honum síð-
an. Við mundum með gleði fyrirgefa honum,
ef hann aðeins vildi koma heim, en við höfum
enga hugmynd um hvar hann er.”
Nú sagði Mr. Charvet þeim frá öllu: “Eg
veit hvar sonur ykkar er,” mælti hann. Hann
er skamt héðan og er niðurbrotinn af sorg yfir
því hvernig hann hefir farið að ráði sínu, og
eg er hér til að fá fyrirgefningu yðar handa
honum. Hann kemur heim strax og þér gefið
leyfi til þess.”
Eítilli stundu seinna grét móðirin af gleði
í faðmi sonar síns, faðirinn tók hjartanlega í
hönd honum og kysti hann á báðar kinnarnar.
Svo þökkuðu þau öll Guði sameiginlega fyrir
gæzku hans, og keyptu nú með ánægju Nýja
Testamentið til þess að geta lesið í því um Guðs
fyrirgefandi náð og miskunnsemi.
Bible Society Record.
Þegar fréttaritari dagblaðanna i Tokyo fer
út úr borginni, þá tekur hann með sér tólf eða
fleiri tamdar dúfur, sem hann flytur í körfu.
Þegar hann nær í einhverjar fréttir, skrifar
hann þær á mjög þunnan pappír og smeygir
honum inn í aluminum-pípu, er hann festir við
fótinn á dúfu og sleppir henni svo út í loftið.
Hún flýgur strax ‘heim og þegar þangað kemur
er sagan eða fréttirnar teknar og settar í blað-
ið.