Stjarnan - 01.12.1939, Blaðsíða 1
STJARNAN
DESEMBER 1939 LUNDAR, MAN.
Samkvœmi, gjafir og lofsöngur
JólafríiÖ er sérstaklega velkomiÖ, af því
þá er liöinn svo langur tími frá sumarfríinu.
kemur þegar dagarnir eru styztir og
veðrið oft ikaldast, svo menn vilja náttúrlega
halda sig heima í hlýindunum og skemta sér
þar.
Af þessu leiðir að jólasamkvæmi eru svo
ahnenn, þar sem vinir og ættingjar geta skemt
ser saman og hafið 'hugann yfir erfiðleika
lífsins. Þetta á vel við því Jesús, í hvers
Minning hátíðin er haldin, var félagslyndur.
Vér vitum af frásögunni um hið undra-
verða líf hans að hann óx í vizku og náð hjá
Guði og mönnum. Um leið og hann tók and-
legum þroska þá ávann hann sér líka hylli
•iianna. Vér megum ekki hugsa um hann að-
ein'S sem harmkvæmlamann, heldur einnig
minnast þess, að hann var “smuíður
gleðinnar olíu fram yfir sína jafningja,” þótt
tlökkur manna, sem hafði svo mikið álit á
sjálfum sér hafi fyrirlitið hann, þá hlustaði
almúginn á hann með gleði. Fjöldi fólksins
heiðraði hann.
Hann var enn fremur velkominn gestur á
morgu heiimiili hinna ríku. Rétt í byrjun
starfs síns sat hann á brúðkaupsveizlu og
framleiddi þar hið bezta vín, sem á borð var
borið, og hefir eflaust átt sinn þátt í gleði
gestanna. Hann sá ekkert á móti því að
sameina kristindómsstarf og skemtilegan fé-
lagsskap. En hann sýndi með kenningu sinni
og dæmi, að gjafir og félagslegar skemtanir
eiga að vera mannkyninu til blessunar.
Við eitt tækifæri sagði hann húsbóndanum,
sem var ríkur og ánægður imieð sjálfan sig,
hvað hann áleit væri bezta veizlugleðin.
“Þegar þú heldur miðdegisverð, eða
kvöldverð,” sagði hann, “bjóð þú þá hvorki
vinum þínum né bræðrum þínum, néi ættingj-
um þínum, ekki heldur ríkum nágrönnum
þínum, svo að þeir séu ekki að bjóða þér
aftur og þú fáir endurgjald. En þegar þú
gjörir heimboð, þá bjóð þú fátækum, van-
heiluimi, höltum og blindum, og þá munt þú
verða sæll, því þeir hafa ekkert að endur
gjalda þér með, en þér mun verða endur-
goldið það í upprisu hinna réttlátu” Lúk.
14:12-14.
Það væri misskilningur að taka þetta
þannig að Jesús væri mótfallinn félagsskap
vina og ættingja. Vér vitum að hann hafði
sína sérstöku vini, sem hann hafði ánægju
af að vera sarnan með. Faríseinn, sem hann
talaði við í þetta skifti þurfti að víkka sjón-
deildarhring sinn. Hann hefir að líkindum
verið vanafastur, sjálfselsku fullur og eigin-
gjarn í eðli sínu, og það hefir komið fram í
félagsskap hans við aðra, þess vegna var hon-
um gefin þessi áminning af Jesú, sem elskaði
alla menn, svo hann gekk um kring og gjörði
gott, af því hann elskaði mannkynið.
Jesús lítur því án efa með velþóknun á
félagss'kap og vinarhug, sem sérstaklega ein-
kennir jólahátíðina hjá fólki. Kristið fólk
og líiknarfélög út um allan heim fylgja hinni
góðu ráðleggingu, sem Jesús gaf hinum ríka
Farísea, og það er virðingarvert svo langt
sem það nær. En jólin koma aðeins einu
sinni á ári, og eins og Jesús sagði höfurn
vér fátæka altaf á irraeðal vor, ef því þessi
vinarhugur, sainhygð og hjálpsemi, við þá
sem eru einmana, veikir eða fátækir, leiðir
oss til að halda uppi slíkri starfsemi gegnum
komandi ár, þá hefir hátíðahaldið komið ná-
iægt því að mæta tilgangi sínum, sem er sá
að feta í fótspor hans, sem altaf meðan hann
dvaldi hér “gekk uim kring og gjörði gott.
Jólagjafir.
í sambandi við heimsóknir og félagsskap
jólanna er það siður iað gefa gjafir ættingjum,
vinum og nágrönnum. Þetta á sérstaklega
vel við þegar vér hugsum til þeirra kostu-
legu gjafa, sem vitringarnir færðu barninu í
Betlehem, hvers fæðingu vér höldum hátíðlega
á jólunum. Þeir færðu honum gjafir, gull,