Stjarnan - 01.12.1939, Page 4

Stjarnan - 01.12.1939, Page 4
xoo STJARNAN erum aðeins öruggir þegar vér fylgjum hon- um í öllu sem vini og leiðtoga. Allir menn skilja þetta að vissu leyti, því jafnvel þeir, sem annars eru óvinir 'hans, snúa sér til hans þegar neyðin er stærst. Þegar fríhyggjumaður nokkur var að ljúka við eina af bókum sínum um guðsafneitun, var hann skyndilega kall- aður inn til litlu dóttur sinnar, semi lá fyrir dauðanum: “Pabbi,” sagði hún, “nú hlýt eg að deyja. Mamrna segir að Jesús muni frelsa mig, en þú segir að enginn Guð sé til. Hvað á eg að gera?” Tárin runnu niður kinnar föðursins og hann titraði allur af geðshrær- ingu um leið og hann svaraði með ekkaþrung- inni röddu: “Elsku barnið mitt, þú skalt taka á móti Kristi eins og móðir þín og frels- ast.” Það fer fram barátta í hjarta þínu, sem ekkert mannlegt auga getur séð, og þar eru sorgir og raunir, seimi enginn mannlegur vinur getur hjálpað þér til að bera. Þú hefir erfið- leika og veikleika við að stríða, sem þú getur ekki lýst fyrir nokJkrum jarðneskum vini. En Jesús þekkir það alt og skilur. Hann elskar oss og vill SVO' gjarnan hjálpa og hugga oss. Sá, sem á Jesúm að vin, hefir frið, órask- anlegan frið í þessum heimi, sem fullur er af ófriði. í Pitti-höllinni í Elorenz er mynd af stormasömu hafi, þar sem öldurnar æða. Him- ininn er hulinn koldiimmum skýjum, og snögg- um éldinga-leiftrum bregður fyrir hér og -þar. Brot úr Skipsflaki fljóta á hinum æstu öldum, og hingað og þangað sézt í mannsandlit. En upp úr hafinu stendur klettur, sem öldurnar skella á, en hafa þó ekki .megnað að bifa honum. Þlann gnæfir hátt yfir rokið og öldu- ganginn. í sprungu einni í klettinum vaxa grænir grasskúfar og fagrar blómjurtir. Mitt á meðal þeirra situr dúfa alveg róleg, og.lætur storminn og ölduganginn efckert á sig fá. Myndin setur mönnuim skýrt fyrir sjónir frið sannkristins manns í þessum heimi sorga og rauna. I hinu eilífa bjargi finnur hann skjól, og hvílir öruggur við hið ástríka föðurhjarta hins óumbreytanlega Guðs. Hvað þér líður vel í samvistum við samúð- arfullan vin, sem þú getur borið fult traust til! Þið skiljið hver annan þó hugsanirnar séu ekki látnar í ljós með orðum nema til hálfs, og jafnvel þögnin vekur engan mis- skilning. En sá, semi ekki hefir gert Jesúm að trúnaðarvini, hefir ennþá ekki reynt dýpstu gleði vináttunnar. Davíð ségir: “Gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi' þinni að eilífu.” í dagbók Henry Martins fanst þessi setning, sem var samhljóða hugsun sálmaskáldsins: “Mesta gleði mín var að vita, að Guð var mér nálægur.” “Kriálur í yður von dýrðarinnar” “Engillinn, sem eg sá standa á jörðunni og hafinu hóf upp hægri hönd sína til himins- og sór við þann, sem lifir um aldir alda, hann sem skóp himininn og það sem í honum er, og jörðina og það sqmi á henni er, og hafið og það sem í því er, að enginn frestur mundi lengur gefinn verða, heldur þegar kæmi að rödd sjöunda engilsins og hann færi að básúna, þá mundi fram koma leyndardómur Guðs eins og hann hafði boðað þjónum sínum spámönn- unum.” Sorgarleikur alheimsins er syndin. Gleðiboðskapur Guðs, leyndardómur hans fyrir alheiimiinn er sáluihjálp manna fyrir Jesúm Krist. Hinn fyrri kom fyrir áhrif fall- ins óvinar, en frelsun mannsins kemur fyrir kærleika vors himneska föður, sem elskaði oss svo mikið, að hann gaf sinn eingetinn son til .að deyja á ikrossinum, svo að vér mættum fyrir hann öðlast eilift líf. Það gleður mig að þetta hefir verið kunngjört mannanna börn- um síðan í byrjun. Mér finst það sorglegast að eg get ekki imetið eins og vert er gjöfina, sem gefin var til að frelsa mig frá synd. Hv,að er leyndardómur Guðs ? Páll postuli segir að sér hafi verið á hendur falið að flytja “leyndardóminn, sem hefir verið hul- inn síðan aldir og kynkvíslir urðu til, en nú hefir hann verið opinberaður Guðs heilögu, er hann vildi gjöra kunnugt hvílíkur er dýrðarrík- dómur þessa leyndardóms meðalia heiðinna þjóða, sem er Kristur i yður von dýrðarinnar. Og hann boðum vér er vér áminnum sérhvern mann, og fræðuimi sérhvern mann með allri spaki, til þess að vér getum leitt hvern mann fram fullkominn fyrir samfélagið við Jesúm Krist. “Kól. i :2Ó-28. Hér höfum vér skýr- ingu leyndardómsins: “Kristur í yður von dýrðarinnar.” Nú vaknar sú spurning: Hvernig getur þessi leyndardómur Guðs komið fram? Hvernig getur hann orðið mín persónu- lega reynsla? Guð hefir af náð sinni sagt oss það. Fiimitugasti og áttundi kapítuli Jesajasar

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.