Stjarnan - 01.12.1939, Blaðsíða 5
STJARNAN
IOI
spamanns gefur oss ráð og meðul við Öllum
sjúkleika líkama vors og sálar. Ef vér óskum
eftir góðri heilsu og verulega hamingjusömu
lífi þá verðum vér að fylgja reglum þeim,
sem þar eru gefnar. . . .
Vér skulum nú athuga það, sem stendur í
þessuim kapítula, því eg er sannfærður um,
vmir mínir, að vér þurfum að skilja for-
skriftina og vita hvernig að hagnýta oss hana,
því án þess getum vér aldrei læknast af mein-
um þeini, sem þjá líkama og sál, og þá verður
aldrei leyndardómur Guðs framkvæmdur í oss.
Nú lesum vér:
“Kalla þú af megni og drag ekki af. Hef
UPP raust þína seim; lúður og kunngjör lýð
mínum misgjörð þeirr,a, og húsi Jakobs syndir
þeirra. Og þó leita þeir min dag frá degi og
girnast að þekkja mína vegu; þeir heimta af
mér réttláta dóma og girnast það, að Guð
komi til, eins og væru þeir þjóð, sem iðkar
réttlæti og eigi víkur frá skipunum Guðs
sins.” Þetta lætur heldur vel í eyrurn, en
athugum svo hvað Drottinn segir til þeirra í
3-—5. versi:
k “Hví föstumi vér og þú sér það ekki, hví
þjáum vér oss og þú skeytir því ekki?” Sjá,
daginn sem þér fastið fáist þér við störf yðar
og þrælkið öll 'hjú yðar. Sjá, þér fastið til
þess að vekja deilur og þrætur, og til þess
að Ijósta með ósvífnum hnefa, en þér fastið
eigi í dag til þess að láta rödd yðar heyrast
upp í hæðirnar. Mun slíkt vera sú fasta er
mér líkar, sá dagur er menn þjá sig? Að
hengja niður höfuðið sem sef og breiða undir
sig sekk og ösku, kallar þú slíkt föstu og dag
velþóknunar fyrir Drotni?”
Þessi vers benda ekki á hvað Guð vill að
vér séum eða hvað vér gjörum, en þau sýna
hvernig vér lítum út í augum Dnottins. Og
minnist þess, vinir* mínir, að þetta er ekki
skrifað til heiðingja heldur til safnaðarins;
^ það er þeiinit mun alvarlegra og ætti að hvetja
oss því fremur til að rannsaka Guðs áform
og tilgang með líf vort. Það sem vér þurf-
um mest af öllu er kærleiki Krists í hjörtu
vor. Einungis kærleikurinn, sem streymir frá
honum getur læknað oss. Einungis sá, sem
leyfir kærleika Krists að streyma gegnum
hjarta sitt, eins og vökvinn frá trénu streymir
út í greinarnar, eða blóðið gegnuimi æðar
iíkamans, getur öðlast lækningu sinnar særðu
sálar.
Áhrif kærleikans hafa undrakraft í sér
fólginn af því þau eru guðdómleg. Það sem
sameinar himin og jörð er þjónusta kærleik-
ans. Hún samtengir Guð föður við oss börn
hans. Því Drottinn segir; “Sú fasta sem
mér Iíkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar.
láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina
hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er
að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu,
hýsir bágstadda hælislausa menn, ef þú sér
klæðlausan mann að þú þá klæðir hann og
firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð.”
“Sú fasta, seim1 mér líkar er að leysa
fjötra rangsleitninnar.” En ef vér höfum
ekki sjálfir verið leystir úr fjötrum syndar-
innar, ’hvernig getum vér þá leyst aðra? Ef
eg hefi elcki sjálfur komið til Krists og feng-
ið fyrirgefningu synda minna, hvernig .get eg
þá leitt aðra til hans?
Dulin synd.
Fyrir nokkrum árum síðan var eg beðinn
að hafa Biblíulestra með mótmælendapresti
einum sem lá á einu af sjúkrahúsum vorum.
Eg hafði þekt hann nokkurn tíma. Unga
fólkið okkar hafði haft Biblíulestra á heimili
hans. Hann þekti boðskapinn. Hann þekti
systur White, 'hann hafði mætt henni í Suður-
ríkjunum. Hann var elskulegur gamall mað-
ur, og hafði jafnvel þessi tvö eða þrjú síðustu
ár síðan eg kyntist honum leitt nokkra menn
til að taka rnóti fagnaðarerindinu um endur-
koimu Krists og hlýðni við boðorð hans. Eg
gat því hreint ekki skilið í hvers vegna hann
aldrei sjálfur hafði sameinast söfnuði vorum.
Svo varð hann veikur og þurfti að fiara á
sjúkrahús. Aðstandendur hans beiddu mig,
ef mögulegt væri að koma honum inn á
Loma Linda sjúkrahúsið, og það hepnaðist.
Vér vissum að hann átti ekki langt eftir
og eg fór tvisvar eða þrisvar á dag og hafði
bæn með honum. Sem vinahót kölluðum við
liann venjuiega afa Brown. Rvöldið, sem
hann kom varð mér ljóst hvers vegna hann
hafði aldrei veitt sannleikanunr viðtökur. Rétt
í því eg var að fara út, rétti vinur hans mér
litla tóbaksplötu og sagði: “Mr. Semmens,
viltu gefa honum þetta einhvern tima við
tækifæri, honum verður svo mikil hugfró að
því.” Eg svaraði: “Veiztu ekki að við not-
um ekkert þess háttar hér ?” “Ó, eg hélt það
mundi styrkja taugar hans.” Eg tók á móti
tóbákinu og bað hjúkrunarfólkið að vera á
verði svo honum yrði ekki fært meira tóbak.
Eg heiimisótti hann daglega, einu sinni
mintist eg á þetta við hann og spurði hvort
hann gæti ekki sigrast á tóbaksnautninni, en