Stjarnan - 01.12.1939, Page 8
104
STJARNAN
Ahrifamikil prédikun
Herprestur einn gekk út á vígvollinn, þar
sá hann særðan hermann liggja á jörðinni.
Presturinn hafði Biblíu sína undir hendinni.
Iíann ibeygði sig niður að særða manninum
og sagði: “Viltu eg lesi dálítið fyrir þig í
Guðs orði?”
Hinn særði svaraði: “Eg er svo þreyttur,
eg vildi heldur biðja )>ig að útvega mér vatn
að drekka.”
Presturinn flýtti sér sem mest hann mátti
að sækja vatn. Þegar maðurinn var búinn að
drekka sagði hann: “Getur þú lyft höfðinu
á mér dálítið og iagt eitthvað undir það?”
Presturinn fór nú úr regnkápu, sem hann
var í, vafði hana saman og lagði gætilega
undir höfuð hermannsins svo hann hvíldist
betur.
Þá sagði imaðurinn: “Eg vildi óska eg
hefði eitthvað ofan á mér, því mér er svo
kalt.”
Nú fór presturinn úr yfirhöfn sinni og
breiddi hana ofan á manninn. Meðan hann
var að því sagði særði maðurinn: “Ef það
er nókkuð i þessari bók, sem getur leitt menn
til að gjöra það, sem þú hefir gjört fyrir
mig, þá vil eg gjarnan fá að heyra það.”
E. S.
Smávegis
Á eyjunni Singapore hefir brezka stjórn-
in 2 apa í þjónustu sinni. Þeir safna cocoa-
hnetum og öðrum ávöxtum af háum trjám.
Þeir hafa lært að skilja 20 orð á Malaya-
málinu og 'hafa reynst svo nytsamir að það
á að teimja fleiri á sama hátt.
-f ♦ -f
Eitt varnarmeðal móti árásum óvina er
að hafa niðamyrkur á kvöldin og nóttunni.
En þetta hindrar umferð á gö.tum og stræt-
um, 0g gjörir borgarbúum ómögulegt að fá
flutning út á land í myrkrinu ’hvað sem á
liggur. Til að bæta úr þessu hefir Oxford-
efnafræðingur A. V. Rhead að nafni fundið
upp lampa imeð svörtu ljósi. Eldspýtuljós
sem kveikt er getur sézt mílu vegar, en ljósið
frá lampa Rheads sendir fjólubláa geisla um
500 fet, sem ekki geta sézt frá loftbátum
uppi í loftinu. •
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Publishers: The Canadian Union Con-
ference of S. D. A., Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOHNSON, Ltmdar, Man., Can.
Atvinnuleysi hefir að undanförnu verið
allmikið á Frakklandi, en til að létta stjórn-
inni byrðina er nú hægt að senda verkamenn-
ina hvert sem er innanríkis þar sem vinna
fæst. Áður voru verkamenn ekki skyldugir að
flytja úr bygðarlagi sínu til að fá atvinnu,
heldur imáttu þeir fara á atvinnuleysingjalist-
ann og njóta stjórnarstyrks. Nú tekur
stjórnin sér fyrir hendur að útvega þeim
atvinnu, og þegar þeim býðst hún, verða þeir
að taka hana þótt hún sé í öðrum landshluta
og jafnvel þó það sé annars konar vinna
heldur en þeir eru vanir við. Ef þeir hafna
vinnunni, missa þeir atvinnuleysingjastyrkinn.
-f -f -f
Franska skipið “Normandie” kvað vera
stærsta skipið sem til er í heiminum. Það er
83,423 lesta skip.
-f -f -f
Kristnir menn í heiminum eru um 737,-
000,000 að tölu, en íbúatala heiimsins er um
2,200,000,000.
-f -f -f
Rósir eru í mestu uppáhaldi af öllum
Blómum í Canada. Árið sem leið, 1938,
voru rósir seldar hér upp á 744,518 dollara.
-f -f -f
Eftir að hafa spurst fyrir um ósk al-
mennings í Ameríku hafa menn fundið að
4 af hverjum 10 Ameríkumanna vildu gjarnan
læra að stýra loftiskipi.
-f -f -f
Nú er nýlega búið að fá einkaleyfi fyrir
þakplötum úr gleri. Glerþák er sagt að stand-
ist betur áhrif veðráttunnar, það dregur engan
raka að sér og haglsteinar brjóta það ekki.
Gler þetta bognar, en það tekur ákaflegt högg
til að brjóta það.
-f -f -f
Samkvæmt skýrslum frá verzlunardeild
Bandaríkjanna hafa gjafir Ameríkumanna
stigið frá 35 miljónum dollara upp í 40 milj-
ónir frá árinu 1937 til 1938. Kína fékk
craeiri hjálp en nokkur önnur útlend þjóð.