Stjarnan - 01.05.1940, Blaðsíða 7
STJARNAN
niunu ekki GuSs ríki erfa.” I. Kor. 6:9.
‘Xaun syndarinnar er dauði.” “Alls ekk-
ert óhreint skal inn í hana ganga, né sá, sem
fremur viðurstygð eða fer með lýgi, enginn
nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsbók
lambsins.” Róm. 6:23; Opinb. 21:27.
Þannig sjáum vér af Guðs orði að allir
hafa syndgað, og að syndin útilokar mann frá
Guðs ríki og leiðir af sér eilífan dauða. En
vér lærum líka í þessari blessuðu bók að “Svo
elskaði Guð hehninn, að hann gaf sinn ein-
getinn son, til þess að hver sem, á hann trúir
ekki glatist heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3:16.
Guð hefir af náð sinni og kærleika fundið
ráð til að frelsa mannkynið, með því að
senda sinn eingetinn son til jarðarinnar til að
líða dauðann fyrir oss.
Jesús er vor eina frelsisvon.
“Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið,
enginn kemur til föðursins nemia fyrir mig.”
Jóh. 14:6.
“Jesú Krists, sem gaf sjálfan sig fyrir oss,
til þess hann leysti oss frá öillu ranglæti.”
Tít. 2:14.
“Beinum sjónum vorum til Jesú, höfund-
ar og fullkomnara trúarinnar, til hans, sem í
stað þeirrar gleði, sem hann átti kost á, leið
J’oliniinóðlega á krossi, mat smán einkis, og
hefir sezt til hægri handar hástóli Guðs.”
Heb. 12 -.2.
“Til þess birtist Guðs sonur að hann
skyldi niðurbrjóta verk djöfulsins.” “Hann
bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp
á tréð.” “Sjá J>að Guðs lamb, sem ber
beimsins synd.” “Og ekki er hjálpræðið í
neinum öðrum, því eigi er heldur annað nafn
undir himninum, er menn kunna að' nefna, er
oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.” I. Jóh.
3:8; I. Pét. 2:24; Jóh. 1:29; Post. 4:12.
Af þessu sjáum vér að laun syndarinnar
er dauðinn. Guð er réttlátur, svo hann getur
ekki látið synd óhegnda. Þess vegna kom
Jesús, sonur Guðs og ímynd hans veru, og
fórnaði sjálfum sér á krossinum fyrir vorar
syndir, svo vér mættum frelsast frá dauðan-
um, með því að tileinka oss fórnardauða hans,
og taka móti honum til að frelsa oss frá
synd. Með öðrum orðum, ef vér trúum að
Jesús dó fyrir vonar syndir og reis upp frá
dauðum, þá þurfum vér að viðurkenna fyrir
Guði að vér trúulmi á hann sem vorn persónu-
lega frelsara. Þannig verðum vér frelsaðir af
39
Guðs náð, fyrir trúna á Krist. Vér getum
ekkert gjört til að frelsa oss sjálfir.
Nádargjöf Guðs.
"Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir
trúna, það er ekki yður að þakka, heldur er
það Guðs gjö-f, ekki af verkum, til þess að
enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum.”
Efes. 2 ;8, 9.
“Öllum, sem tóku við honum,. gaf hann
rétt til að verða Guðs börn, þeim, sem trúa
á nafn hans. Jóh. 1:12.
"Ef þú játar með munni þínum og trúir
með hjiarta þínu að Guð hafi uppvakið hann
frá dauðuim, muntu hólpinn verða.” Róm. 10:9.
“Sá, sem trúir á soninn hefir eilíft líf, en
sá sem ekki hlýðnast syninum skal ekki sjá
lífið heldur varir Guðs reiði yfir honum.”
Jóh. 3:36.
Af þessu sér þú, vinur minn, að þú þarft
persónuiegan frelsara, sem getur afmáð og
burttekið syndir þínar, og Jesús er sá eini,
sem getur það. Veittu honurn viðtökur nú,
áður en það verður of seint. Viðurkendu
syndir þínar fyrir Guði. Kannastu við að þú
sért glataður, fordæmdur syndari, og að þú
vilt taka á móti Jesú og tileinka þér forþén-
ustu hans til fyrirgefningar syndanna, þá munt
þú öðlast frið og gleði og verða unnnyndað-
ur í hugsun og hjiartalagi eftir Jesú elskulegu
mynd, og blessun Guðs mun hvíla yfir þér i
ríkum mæli. W. S.
Hversvegna lesa Guðs orð ?
Af því það geylmir dýrmæta fjársjóðu,
sem þú getur eignast ef þú sækist eftir þeim.
Jesús segir: “Sá finnur sem leitar.”
Þegar menn heyra að gull liafi fundist þá
fá þeir áhuga fyrir að ná í það. Þegar það
fréttist 1849 að gull hefði fundist í Californíu
þá flyktist fólkið vestur; menn voru fúsir til
að mæta allskoniar hættum og . erfiðleikum til
að eignast gullið.
Gimsteinar, gull og silfur liggur ekki á
yfirborðinu svo letingjar geti týnt það upp.
Nei, menn verða að erfiða og grafa til að
finna hinia huldu fjársjóði í dýpi jarðarinnar.
Þannig er það einnig með Guðs orð. “Leitið
í bók Drottns og lesið.” Jes. 34:16. “Ef þú
leitar að þeim sem að silfri, og grefst eftir
þekra eins og fólgnum fjársjóðum þá munt
þú skilja hvað ótti Drottins er og öðlast þekk-
ing á Guði.” Orðskv. 214, 5.