Stjarnan - 01.05.1940, Síða 8

Stjarnan - 01.05.1940, Síða 8
40 STJARNAN Hitt og þetta Bændur í fjallabygðuin Evrópu eru hár- prúðir; og þeir þakka það því að þeir bursta hárið svo oft og að þeir drekka svo mikið af súrri geitamjólk. 4 4 > 4 Venezuela framleiðir daglega 600,000 tunn- ur af óhreinsaðri steinolíu. Þetta er meir en það, sem framleitt er í U.S.S.R. En þó hefir Rússland verið annað í röðinni í þessari frato- leiðslu í heiminum í mörg undanfarin ár. t + tt Rússneskir vísindamenn hafa auglýst að þeir hafi fundið nýtt ráð til að geyma blóð til innspýtingar án þess að frysta það. Þeir gjöra það að dufti sem má geyma í loftheld- um glerílátum, svo er það leyst upp þegar með þarf til innsprautinga. 4 4 4 -f Hið nýja landabréf Bandaríkjanna sýnir að 503,000,000 ekrur af landi eru enn þá ó- mældar eftir 150 ár. Þar af er áætlað að 127,000,000 ekrur séu á megimlandi Banda- ríkjanna og 376,000,000 ekrur í A'laska. 4 4 + 4 Menn hafa komist að því að það hefir mikil áhrif á vellíðan farþega með flugvélum hvaða litur er notaður til að mála flugvélarnar að innan. Brúnn og gulur Íitur hafa óþægileg áhrif, en grænn litur kemur í veg fyrir veik- indi eða sjósótt. Siðan stríðið byrjaði hefir Brezka og Erlenda Bibliufélagið sent út 40,000 Biblíur og Nýja Testamenti handia hermönnum og sjómönnum. 4 4 4 4 Norska þjóðþingið hefir nú í fjórtánda skiftið kosið C. J. Hambro fyrir forseta sinn. Það er sjaldgæft að menn í svo langan tíma geti haldið ábyrgðar- og trúnaðarstöðu. 4 4 4 4 Ungir menn, sem vilja ganga í herinn í Panama verða að minsta kosti að vera 5 fet og 10 þumlungar á hæð, jafnvel þó þeir seto eru við önnur ríkis- eða stjórnarstörf megi vera í minsta lagi 5 fet og 4 þumlungar. Or- sökin er sú að lágvaxnir menn geta svo hæg- lega vilst í hinu hávaxna skóggrasi í Panama. Þeir þurfa að vera svo hávaxnir að geta séð yfir það. STJARNAN kemur iit einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Bandaríkin hafa toanntal tíunda hvert ár. Idið síðasta var 1930. Eandinu er skift í héruð, svo er héruðunum skift í smærri lands- hluta svo einn maður getur hæglega talið í þeim. Menn þeir, sem eiga að taka mann- talið skifta fleiri þúsundum. Uögin leggja þunga hegningu við að gefa rangar upplýs- ingar um fæðingarstað eða þjóðerni. 4 4 4 4 Ein af sparnðaarreglum Þjóðverja er sú að skröddurum er ekki leyft að hafa nema einn vasa á karlmannabuxum, meðan stríðið stendur yfir. 4 4 4 4 Vísindamenn hafa fratoleitt nýja tegund af gleri, svo bráðum geta menn keypt gleraugu sem ekki brotna. 4 4 4 4 Altaf er tóbaksframleiðslan að færast i aukana. Árið sem leið voru búnir til i Bánda- ríkjunum 172,466,437,347 vindlingar. Yfir hálfa biljón fleiri en 1938. Vindlum fjölgaði um 3 af hundraði. 4 4 4 4 Bandai'íkja Stálfélagið, hið stærsta af Ame- rískuni stálfélögum framleiðir toeira á ári beldur en það sem framleitt er af öillum stál- félögum til samans í Þýzkalandi, Frakklandi og Bretlandi. 4 4 4 4 Það er sagt að Japanir láti hermenn sína hafa nafnspjald sitt um hálsinn og á eftir nafninu stendur einhver þessiara bókstafa, O.. A., B, eða AB. Þetta sparar tíma ef her- maðurinn verður særður og þarf innspýtingu af blóði, því stafirnir gefa til kynna blóðteg- und mannsins, sem læknar áður hafia rann- sakað. 4 4 4 4 Sagt er að loftið í námum, sem ganga 35 tnílur niður í jörðina, sé svo þungt að sumar tegundir af trjávið geti flotið í því.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.