Stjarnan - 01.12.1941, Page 1

Stjarnan - 01.12.1941, Page 1
STJARNAN DESEMBER, 1941 LUNDAR, MAN. jfeSjí' (gleiiíleg: jól! Hjartkæru landar mínir og vinir, ieg heilsa yður með ávarpi Páts postula til Pilippíborgar manna: “Gleðjið yður ávalt í Drotni og enn aftur segi eg, gleðjið yður.” Nú býst eg við margir hugsi eða segi: “Já, það er nú hægt að segja manni að vera glaður þegar bræður, synir, feður og eiginmenn ef til vill eru komnir á víg- völlinn, eða húast má við að þeir verði kall- aðir nær sem er, og útlitið í heiminum slílct, sem öllum er kunnugt.” Eg veit það er margt til að hryggja oss á þessum dögum, en Guðs börn hafa þau einkaréttindi að líta fram yfir þrengingar þessa tíma til þeirrar dýrðar, sem þau brátt munu öðl- ast með Drotni vorum og frelsara. Vér eigum arfteifð, sem óforgengileg er, flekk- laus og aldrei fölnar, sem oss er geymd á himnum. (I. Pét. 1:3.4.). Um leið og vér með alúð og áhuga rækjum vorar jarð- nesku skyldur, þá þurfum vér um fram alt að hafa hugann á því, himneska en ekki hinu jarðneska. Kol. 3:2. “Þvi fegurð þessa heims hverfur.” Spádómarnir um síðustu daga heimsins uppfyllast daglega fyrir augum vorum, og Jesus kemur bráðum sem konungur kon- unganna, og Drottinn drotnanna. Hann kemur til að samansafna sínum útvöldu og gefa þeim ríkið með sér. Þar sem nú alt bendir á að koma Krists er í nánd og fyrir dyrurn, þá getum vér fagnað í voninni, fyltir óútmálanlegri dýrðlegri gleði í full- vissunni um að bráðum fáum við að sjá hann eins og hann er og verða ummyndað- ir eftir hans dýrðarmynd. Meðan vér nú bíðum uppfyllingar þessarar dýrðlegu vonar, þá látum os.s, sem trúa samverka- menn Krists gjöra alt, sem í voru valdi stendur til að leiða aðra, bæði nær og fjær, til vors elskaða frelsara, svo þeir ásamt oss megi njóta arfleifðar Guðs barna um eilífar aldir. Biðjum án afláts fyrir ástvinum vorum og öðrum. “Gleðin í Guði sé yðar styrkleiki.” “Heyrir bænir barna sinna blíður Guð og veitir svar. Ef að þú vilt fögnuð finna, l'yrst af öllu leita þar.” S. Johnson.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.