Stjarnan - 01.12.1941, Síða 2

Stjarnan - 01.12.1941, Síða 2
98 STJARNÁN Undur 20 Vér, seni lifum á tuttugustu öldinni er- um uppi á reglulegri undraöld. Þegar vér lesum um fortíðina og berum fram- farir hennar saman við framfarir vorra tíma; þá er þar enginn samjöfnuður. Jafn- vel fyrir aðeins hundrað árum síðan höfð- um vér fæst af þeim uppfyndingum, sem nú eru notaðar. Undur og uppfyndingar er nú orðið svo hversdagslegt að menn eru alveg hættir að furða sig á þeim. Nú dettur engum íhug' að gjöra gys að hinum fjarstæðustu uppástungum viðvíkj- andi uppfyndingum bæði í vísindum og iðnaði af því ekkert virðist ómögulegt lengur. Ef einhver teldi oss trú um að bráðum yrðu flugvélar smíðaðar, sem gætu flogið með 1000 milna hraða á klukku- stund og flogið ofar lofti því, sem um- kringir þessa jörð, þá mundum vér líta upp með undrun, en vér mundum trúa að það gæti orðið. Vér höfum þegar séð það, sem oss áður þótti jafn ómögulegt. Undraverk vísindanna. Nýlega hefir smásjá verið búin til sem stækkar miljón sinnum. Þessi uppfynd- ing getur orðið til mikillar hjálpar á ýms- an hátt. Vér höfum heyrt vísindin tala um agnir og frumlur, en þetta voru hug- myndir, sem ekki voru sýnilegar í heztu smásjám. Hin ofannefnda smásjá notar rafmagnsneista í stað ljóss og í stað stækkunarglers segulaflssvæði. og tjald, sem myndirnar koma fram á. Frumlur eru sýndar sem þumlungur að þvermáli. Loftagnir sjást hrindast áfram, og sjúk- dómsgerlar sjást greinilega. Brátt munu menn leiða í ljós gerla, sem valdið hafa veikindum, er læknar réðu ekkert við, og svo finna þeir upp ráð til að sigra þá. Þannig geta menn orðið vissari um sigur í baráttunni við sjúkdóma. Vér inegum vænta þess að mikil not verði að uppfynd- ingu þessari, sem gjörir hið ósýnilega stórt og sýnilegt. Nú hefir verið búinn til svo stór sjón- auki að glerið í honum er 200 þumlung- ar að þvermáli. Þetta gler, sem er hið verðmætasta i heimi er sett upp á umjir- stöðu úr stáli, sem vegur 500 skippund. Það hefir tekið tíma, svo árum skiftir, að fægja glerið. Svo örugglega er það sett aldarinnar upp, að það er eins sterkt og stór brú, en eins nákvæmt eins og vasaúr. Svo vel er um búið að það þarf aðeins 165 þúsund- ustu af hestafli til að hreyfa sjónaukann. Með því að nota þennan sjónauka geta J stjörnufræðingar séð mörg hundruð milj- ónir milna lengra út í himingeyminn, held- ur en nokkru sinni fyr. Hann stækkar svo tunglið eins og það væri aðeins 29 mílur frá jörðinni. Þetta mun eflaust hjálpa til að ráða fram úr mörgum leynd- ardómum, sem alt til þessa hafa staðið fyrir vísindunum, til dæmis um stjörn- urnar, sem sýnast sprengjast út í geymn- um, skurðina á Marz, og' spurninguna um það hvort hnettirnir séu bygðir. Sjónauki þessi mun sýna stjörnur, sem hrapa með 2200 mílna hraða á sekúndunni og sam- tímis framleiða 10,000 stiga hita. Framfarir í iðnaði. Hugsið yður mannlíkanið þannig til- búið að það lítur út eins og maður með * öllum limum, en tilbúið úr fleiri vélum, efnasamsetningu og ýmsum visindalegum uppfyndingum og sett saman með raf- magni. Mannlíki þetta getur sett vélar í hreyfingu og stöðvað þær, staðið vörð, fundið galla á vörum, stjórnað vinnu í verksmiðju, litið eftir uinferð á strætum eins og lögregluþjónn, og gjört nærri því hvað sem er nema hugsa, sýnist stundum geta það líka. Oss er sagt að Henry Ford búi til ýmsa parta í bíla sína úr Soy-baunum, svo sem stjórnarhjólið, seinasta málið á bilinn og dyrahnúðana, vér skiljum þetta ekki en það er satt samt. Á vorum tíma er svo margt tilbúið úr samsettum og umbreytt- um efnum. Efnafræðingarnir eru frægir orðnir. Þeir taka úrgang, sem áður var kastað í burtu, rusl, sein álitið var einkis virði, og búa til úr því marga gagnlega, varanlega og útlitsgóða hluti til ýmsrar notkunar. Þeir taka almenna hluti úr jurta, dýra og steinaríkinu og búa til úr þeim, nærri því alla hugsanlega hluti. Undraöld jarðijrkjunnar. Allur auður heimsins kemur úr jörð- ^ inni. Fjöldinn af íbúum heimsins lifa af jörðinni, annaðhvort á jarðyrkju eða

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.