Stjarnan - 01.12.1941, Page 4
100
S TJARNA N
þeirra, svo sjúkdómar hafa verið rændir
þeirri skelfingu, er þeir áður höfðu í för
með sér.
Hið undraverðasta af öllu er það þess-
ar framfarir hafa átt sér stað á hinum
síðustu rúmum 100 áimm og þær mikil-
vægustu þeirra á síðustu 30 árum. Nú á
dögum sýnist enginn endir á uppfynding-
um og nýjungum. En það undraverðasta
er að þúsundir ára liðu án þess þær byrj-
uðu. Undraverk þessara síðustu tíma
verða ekki skýrð með því að rannsaka
mannkynssöguna eða framþrá mannsand-
ans. Það er einungis ein leið að skýra
þau. Allar þessar undraframfarir eru yfir-
náttúrlegs eðlis, þær eru kraftaverk.
Allar þessar framfarir og uppgötvanir
eru beinlinis eða óbeinlínis gagnlegar fyrir
mannkynið, jafnvel þó sumar þeirra séu
misbrúkaðar mönnum til eyðileggingar.
Alt gott kemur frá Guði. Hann hefir gefið
nútíðarmönnum meiri visku og hugsjónir
beldur en fyrri tíma kynslóðum. En hvers
vegna hefir hann gjört það?
Það eru margir spádómar í Biblíunni,
sem benda á að sá sami Jesús, sem sagn-
fræðingar kannast við að einu sinni hafi
lifað hér á jörðunni muni koma aftur, og
þá sem konungur dýrðarinnar. Hann mun
gjöra fullkominn enda á synd og syndur-
um, innleiða réttlæti, skapa nýjan himin,
og nýja jörð, þar sem réttlætið mun búa
að eilífu. Bæði Jesús sjálfur og margir
spámannanna sögðu fyrir endurkomu
Krists og þeir hafa lýst tímanum þegar
hann mundi koma. Mörg tákn eru gefin
til að benda á nálægð komu hans. “Þegar
þetta tekur að koma fram þá vitið hann
er i nánd', fyrir dyrum,” segir Jesús. Hvað
var það þá, sem hann talar um að komi
fram? Vér skulum hér benda á nokkia
af þeim spádómum. Jesús sagði við læri-
sveina sína: “Þá mun ein þjóð risa upp
gegn annari, og eitt riki gegn öðru, þá
munu á ýmsum stöðum verða miklir land-
skjálftar, hallæri og drepsóttir.” “Tákn
munu verða á sólu, tungli og' stjörnum og
á jörðunni angist rneðal þjóðanna í ör-
vinglun. Sjór og haf mun þá þjóta og
menn munu þá deyja af angistarfullri eftir-
vænting þess er yfir allan heiminn mun
koma.” Lúk. 21:10.11.25.26. vers.
Einhver gæti sagt að slíkt hafi áður
komið fyrir. Það er rétt, en athugið það.
að innan þess tíma, sem áðurnefndar fram-
farir hafa átt sér stað þá hefir “þetta” sem
spádómarnir tala um, komið víðar fyrir
og oftar, og valdið miklu meiri eyðilegg-
ingum en fyr. Stundum margfalt meiri.
Þessi spádómur, sem Jesús bar fram
var svar upp á spurningu lærisveina hans:
“Hvað mun verða merki tilkomu þinnar
og endi heimsins?” Matt. 24:3. Það er
víðar í spádómunum talað um endir heims-
ins. Daníel spámanni var sagt: “Haltu
þessum orðum leyndum og innsigla bókina
þar til að endalokunum líður, margir munu
rannsaka hana og verða vísari hins sanna.”
Þessi texti á sérstaklega við aukna
þekkingu á Biblíunni eða spádómum henn-
ar og' rannsókn þeirra, það virðist aðal-
hugsunin^ en hann felur einnig i sér al-
menna þekkingu, því fyrir hina undra-
verðu framför manna í þekkingu á nátt-
úrunni og öflum hennar er það mögulegt
að flytja gleðiboðskapinn með hraða.
Vér lifum á tíma endisins. Guð hefir
gefið mönnunum hugvit og framfarir þess-
arar aldar til þess sérstaklega að vara þá
við, svo þeir geti verið undirbúnir þegar
endirinn kemur. Aðrir spádómar benda á
að tími endisins verði skelfingartími; ef
vér því daufheyrumst við aðvöruninni að
vera viðbúnir, þá erum vér í hættu að
missa, ekki eiungis þetta, heldur einnig
hið leilífa lífið.
Guð talar til vor með þrumurödd gegn-
um þessar undraverðu framfarir vorra
tíma, og aðvörun og áminning hans til vor
er að vér snúum oss til hans af öllu hjarta
meðan ennþá er tími og tækifæri, því innan
iítils tíma, já, mjög litils tíma, mun eyði-
legging ganga yfir íbúa heimsins. Vér
getum orðið frelsaðir frá þessar eyðilegg-
ingu sálar og líkama, ef vér nú viljum snúa
oss að Guðs orði, trúa á hann sem einn
getur frelsað oss, Jesúm Krist, Guðs son,
og með hans hjálp hlýða öllum Guðs
blessuðu boðum.
R. B. Th.
Bindindismálið er að fá meira fylgi í
suðurhluta Bandaríkjanna. Mississippi er
hið eina af suðurríkjunum sem hefir á-
fengisbann en það er ráðgjört að koma því
á í Norður og Suður Karolína og í Georgia.