Stjarnan - 01.12.1941, Page 5

Stjarnan - 01.12.1941, Page 5
STJ ARN AN 101 Láttu þér ant um foreldra þína Mr. Gibbons var ríkur verzlunarmaður og vel þektur í borginni. Einu sinni fór hann inn á skrifstofu háskólans og óskaði eftir að tala við skólastjórann. “Mr. Reynolds,” sagði hann, “við þurf- um að fá mann til að hjálpa okkur við verzlunina. Við viljum fá efnilegan ungan mann, sem er fullkomlega áreiðanlegur og vandaður, sem getur unnið sig áfram. Hann má ekki hafa neinn vondan vana. Er nokkur hér á skólanum sem bráðlega ósk- ar að fá atvinnu og sem getur mætt þess- um skilyrðum ” “Eg' held vissulega vér höfum slíkan mann, en það væri bezt að spyrja Miss Adams um það. Hún kennir í hærri bekkjunum og þekkir nemendur sína bet- ur en eg.” Miss Adams var spurð að þessu óg svaraði hún strax að hún hefði tvo efnilega nemendur, sem mundu geta mætt þessum skilyrðum. “Eg veit hreint ekki hverjum eg gæti fremur mælt með. Þeir eru báðir duglegir og áhugasamir, báðir útskrifast i vor, báðir ætla að fá sér vinnu, því hvorug- ir forldranna eru tefnaðir. Þessir tveir, sem eg hefi í huga eru John Miller og Howard Jackson.” “Mér höfðu einmitt dottið í hug þess- ir tveir,” sagði skólastjórinn, “en eg vissi ekki hverjum þeirra eg skyldi gefa með- mæli.” “Hvernig er hegðun þeirra á skólan- um ” spurði Mr. Gibbons. “Báðir hegða sér ágætlega og eru skemtilegir í viðkynningu. Eg veit hreint ekki í hverju annar þeirra tekur hinum fram,” svaraði Miss Adams. “En gætir þú ekki, Mr. Gibbons, talað við þá sjálfur,” spurði skólastjórinn. “Ef til vill gætir þú fundið eitthvað sem hefir farið framhjá okkur.” Nú voru þessir ungu menn hvor eftir annan kallaðir inn á skrifstofuna til að tala við Mr. Gibbons. Þegar samtalinu var lokið, sagði Mr. Gibbons skólastjóranum og kenslukonunni til mestu undrunar: “Eg tek John Miller langt fram yfir Howard.” “Mér þætti gaman að vita hv.ernig þú hefir komist að þeirri niðurstöðu,” sagði skólastjórinn. “Eg spurði þá hvað þeir ætluðu fyrir sér þegar skólinn væri úti. Howard var ekki laus við eigingirni. Hann óskaði að fá vinnu, en það er mest til þess hann geti keypt sér það, s.em foreldrar hans hafa ekki getað veitt honum. Hann virðist vera ráðvandur, góður drengur, og finst hann vera ívominn á þann aldur, að hann ætti sjálfur að vinna fyrir nauðsynjum sínum, í stað þess að láta foreldrana sjá sér fyrir þeim. En hann virðist alls ekki skilja að foreldrarnir þurfi neina hjálp frá hon- um. Eg mintist þó á hve mikið þau hefðu lagt á sig, en hann áleit það aðeins eðli- legt og sjálfsagt, en hélt svo áfram að tala um hvað hann ætlaði að útvega sjálfum sér. Hann fór jafnvel svo langt að tala um hvaða tegund af reiðhjóli hann ætlaði að fá þegar hann hefði peninga til þess. En eg veit að móðir hans hefir oft neitað sér um ný föt, sem hún þó þarfnaðist, til þess hún gæti látið Howard hafa góð föt og sent hann á skóla. “John aftur á móti óskar að fá vinnu til þess að geta létt sem mest á foreldrum sínum, sem hann segir hafi frá því fyrsta lagt svo mikið á sig hans vegna. Hann talaði sérstaklega um móður sína og áleit að hún ætti ekki að þurfa að leggja á sig mikla vinnu lengur, hún ætti að geta notið meiri þæginda í lífinu en hún hefir haft. Mér geðjast að þeim manni, sem metur það, sem móðir hans hefir gjört fyrir hann. Vér viljum heldur hafa mann með því innræti. Vér gjörum það bezta, sem vér getum fyrir verkamenn vora, og auðvitað viljum vér gjarnan að þeir kunni að meta það.” S. J. S. Kjörkaup “Deilan mikla,” saga kristninnar og siðabótarinnar síðan eyðitegging Jerú- salemsborgar og niður til vorra tíma, 376 blaðsiður í ágætu bandi fæst nú í skraut- legu léreftsbandi $1.50, með leður á kjöl og hornum, $'2.00. Bók þessi ætti að vera lesin af öllum, sem kunna íslenzku. Hún er sérstaklega nauðsynleg og lærdómsrík íyrir oss sem nú lifum á þessum siðustu vondu tímum. Ágæt fvrir jólagjöf. i

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.