Stjarnan - 01.12.1941, Page 8
104
S TJA RNAN
Til umhugsunnar
Hefir þú athugað hvað Jesús varð að
leggja í sölurnar til að frelsa þig? Hann
yfirgaf hásæti sitt á himnum, sem með-
stjórnandi Föðursins yfir alheiminum.
Hann hafði á hendi yfirstjórn englanna,
sem tignuðu og tilbáðu hann. Þín vegna
slepti hann þessu. Hann dó fyrir menn-
ina og lagði á hættu eilífan aðskilnað frá
sínum elslcandi Föður. Hér á jörðinni
barðist hann móti synd og freistingum og
vann sig'ur, Hann leið þá smán að vera
misþyrmt af vondum mönnum og líða fyr-
irlittegan dauða á krossinum. Alt þetta
leið hann fyrir þig og mig.
Nú biður hann þig svo innilega: “Son-
ur minn, gef mér hjarta þitt.” Hverju
svarar þú? Er ekki þetta umhugsunar-
vert? “Þar sem þinn fjársjóður er þar
mun og þitt hjarta vera.” Ef fjársjóður
þinn er á himnum, þá mun löngun þín og
áhugamál vera að flýta komu Guðs ríkis.
Það er að leiða sálir frá dauðanum til lífs-
ins, fyrir trú á Jesú forþénustu og full-
komna undirgefni undir Guðs vilja. Þá
munt þú setja þér það markmið að vera
verkfæri í Guðs hendi til að flytja fagnaðar-
erindi frelsisins til hinna glötuðu hvai
sem þú fer. E. S.
Rétta svarið
f fornöld var konungur einn, sem
spurði þrjá vitringa hvað væri hin mesta
óhamingja í heiminum.
Hinn fyrsti svaraði: “Mesta óhamingja
er að ná hárri elli, bilaður á sál og lík-
ama, sjúkur og fátækur.”
Sá næsti svaraði: “Það er að vera fá-
tækur og vonlaus, og óþolinmóður yfir
kjörurn sínum. Óþolinmæðin er hin mesta
óhamingja.”
Hinn þriðji sagði: “Það er þó ennþá
skelfiLegra að horfast í augu við dauðann,
og vita að maður hafi lifað gagnslausu
lífi og ekkert gjört til að búa sig undir
eilífðina.”
“Þetta er rétta svarið,” sagði konungur-
inn.
Engisprettur geta flogið um 15 mílur
á dag.
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Publishers: The Canadian Union Con-
ference of S. D. A., Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Smávegis
Fyrsta bréf, sem sent var með loftfari
var til Benjamín Franklin þegar hann bjó
á Frakklandi árið 1785, það var sent með
loftbelg yfir sundið frá Englandi.
4-4-4-
Svíþjóð heldur í ár 400 ára minningar-
hátíð þess er öll Biblían var i fyrsta skifli
prentuð á sænsku. Sænskar biblíuþýðing-
ar voru til fyrir árið 1541 en “Vasa Blbían”
er svo var nefnd, var sú fyrsta, sem gefin
var lit í heilu lagi.
4-4 4
Appelsínur hafa ekkert sykurefni í sér,
svo þær þroskast ekki eftir að þær eru
teknar af trénu.
4 4 4
Landstjórinn í Bermuda hefir nú vald
til að bjóða hverjum sem honurn sýnist
að flytja burt úr eyjunni ef hann álitur
það nauðsynlegt fyrir velfierð þjóðarinnar,
landvörn eða framgang stríðsins.
4 4 4
Columhia University álítur að þegar
nemandi, sem fengið hefir mentun sína á
slíkri stofnun sé orðinn 60 ára, þá hafi
hann unnið ,sér inn að meðaltali 72 þús-
und dollurum meira beldur en sá, sem að-
eins hefir gengið gegnum miðskóla eða Í2
bekki. Eftir því er hvert ár á University
18 þúsund dollara virði.
4 4 4
Skýrslur frá 1. ágúst sýna að þjóðar-
skuld Bandaríkjanna er stigin upp í rúrnar
50 biljónir dollara, það er aðeins 15 biljón
dollurum minna heldur en lögin leyfa að
skuldirnar megi verða í hæsta lagi.
4 4 4
4>að er áætlað að fo.ssar fslands gætu
frainLeitt hálfa þriðju miljón hestöfl, en
þessi vatnskraftur er að mestu leyti ónot-
aður.