Stjarnan - 01.02.1942, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.02.1942, Qupperneq 2
10 S TJARNA N inun öllu fólki, því í dag er yður frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs.” Jesús Guðs sonur gjörðist mannsins sonur, einungis á þann hátt gat hann sam- einað himin og jörð. Guðs sonur varð að verða maður til þess menn fyrir hann gætu orðið synir Guðs. Einungis fyrir sameinaðan guðdóm og manndóm Krists höfum vér í honum öðlast fullkominn frelsara. Hvílíkur óumræðilegur kærleik- ur, að Faðirinn, til þess að frelsa oss, gaf sinn eingetinn son. Og Jesús var l'ús til að yfirgefa tign sína og hásæti við hlið föðursins til að fæðast sem barn inn í þennan heim. Vér ættum á hverjum degi að þakka honum fyrir að hann vor vegna kom til þessarar jarðar, til að frelsa oss. “Það er sannur lærdæmur og í alla staði viðtöku maklegur að Jesús Kristur er kominn í heiminn ti'l að frelsa synduga menn, og er eg hinn helzti þeirra.” I. Tím. 1:15. Jesús er Guð frá eilífð. Takið eftir hvað hann sjállfur segir: “Gjör mig nú vegsamlegan, Faðir, hjá sjálfum þér með þeirri dýrð. sem eg hafði hjá þér áður en heimurinn var.” Jóh. 17:5. Hann sem lagður var barn í jötu hafði verið með Föðurnum áður en heiimurinn var skapaður Oss er opinberað það í Nýja Testamentinu að Jesús af Nazaret er skapari heimsins: “f upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Allir hlutir eru fyrir það gjörðir.” Jóh. 1:1-3. Hver er þetta Orð, sem skapaði alla hluti? Jóh. 1:14 skýrir frá því: “Og Orðið varð hold og bjó með oss.” Vér gætum eins vel lesið Jóh. 1:1-3 þannig: f upphafi var Kristur, og Kristur var hjá Guði og Kristur var Guð. Kristur skapaði alla hluti. Mika 5:2 segir fyrir að Jesús mundi fæðast í Betlehem, og þar er líka sagt að “Hans uppruni skal vera frá alda öðli í frá dögum eilífðarinnar.” Jesús sonur Guðs sem var ímynd Föðursins og hafði verið með honum frá eilífð, tók á sig lík- ingu og ímynd mannsins, svo hann gæti dvalið hjá mönnunum sem einn þeirra. Með holdtekju sinni byrjaði Jesús að hvggja brúna yfir hyldýpið, sem liggur milli hins dauðadæmda syndara og hins l'relsaða í Guðs dýrðarriki. En til þess að frelsa manninn varð Jesús að lifa syndlausu lifi i holdinu. Syndlaust líferni er því annar stólpinn í brú frelsunarinnar. Ef Jesús hefði drýgt eina einustu synd þá værum vér vonlaust glataðir. Biblían segir: “Syndin er laga- brot.” Ef Jesús hefði brotið 10 boðorðin þá hefði hann ekki igetað orðið frelsari vor. Hefði hann brotið eitt einasta af hin- um 10 boðorðum, þá hafði hann verið syndari og hefði þess vegna ekki getað frelsað oss frá bölvun lögmálsins. Ef hann hefði eitt einasta skifti látið sigrast af synd, þá hefði hann staðið undir dóini lögmálsins og þess vegna ekki getað liðið fyrir vorar yfirtroðslur. Hvað það gleður mig að hann vann fullkominn sigur. “Hann var freistaður á allan hátt eins og vér, þó án syndar.” Þar sem hinn fyrsti Adam féll þar sigraði hinn annar Adam. Hann lifði heilögu lífi. ó, hvað við ættum að elska hann heitt og þjóna honum trúlega. Jesús lifði syndlausu lífi og bygði með þvi annan traustan stólpa undir brú sáluhjálpar vorrar. En hann varð að gjöra meira, hann varð að deyja fyrir vorar syndir. Svo þriðji stólpinn undir brúnni er kross- festingin. Dauði Krists fyrir syndir vorar er miðpunktur fagnaðarerindisins. Sumir spyrja: “Hvers vegna þurfti Kristur að deyja til að frelsa mannkvnið? Gat hann ekki frelsað það án þess? Oss er sagt í I. Jóh. 3:4 að syndin er lagabrot, og dómur Guðs er sá, að “Sú sál, sem syndgar skal deyja.” Lögmál Guðs heimt- ar dauða syndarans. Lögmál Guðs dæmii alla menn í heiminum til dauða því “Allir hafa syndgað.” Lögmálið dæmir þig til dauða, af því þú hefir brotið Guðs boðorð. En Jesús elskaði þiig svo mikið að hann vildi ekki þú dæir. Hann bauðst til að deyja í þinn stað. Þín vegna vildi hann þola krossfestingu. Getur þú látið vera að elska hann, sem gaf upp sitt heilaga líf til að frelsa þig? Fyrst hann gaf sjálf- an sig út fyrir þig, vilt þú þá ekki gefa honum sjálfan þig? Vilt þú ekki lifa honum sem dó fyrir þig? Dauðadómur var uppkveðinn yfir öllu mannkyni, af því allir höfðu brotið Guðs lögmál. Þrír vegir voru hugsanlegir til að mæta þessu skélfingar ástandi. 1. Að láta manninn taka út gjöld synda sinna og deyja. 2. Láta hegninguna falla niður með

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.