Stjarnan - 01.02.1942, Blaðsíða 7
STJARNAN
15
það mundi vera nokkur vegur að komast
í burtu, en hann heyrði altaf til þeirra
fyrir utan. Svo eins og Pétur postuli í
fyrri daga lagði hann sig til svefns og fól
sig Guði.
Um nóttina vaknaði hann við manna-
mál. Hann hrökk við fyrst er hann heyrði
sagt: “Statt upp og flýðu. Mr. Liu hugs-
aði isig hefði ef til vill dreymt, svo hann
lagðist út af aftur. Nú heyrði hann aftur
skipun um að flýja. Þetta kom fyrir fleiri
skifti svo hann hélt að Guð hlyti að hafa
talað til sín. Hann klæddi sig í ytri fötin,
lét á sig skóna og læddist fram að dyr-
unum. Hann sneri dyrahnúðnum með
hægð og fann að hurðin var ólokuð. Þegar
hann opnaði sá hann að verðirnir voru
sofandi. Strax þegar hann var kominn
fram hjá þeim fór hann að hlaupa, en
hávaðinn vakti þá svo þeir fóru að hrópa
og hlupu út í myrkrið, og skutu af skamm-
byssum í áttina, sem hann hafði farið.
Eftir að hann hafði hlaupið dálitinn spotta
kom hann að á og hugsaði með sér að
ef hann gæti komist yfir hana, væri hann
nokkurn veginn óhultur. En hvernig gat
hann komist yfir, hann var ekki syndur?.
Þegar hann óð út í ána gat hann heyrt
til þeirra, sem voru að elta hann. Nú var
um að gjöra að hraða sér. Vatnið náði
honum í hné, svo up í mitti, upp undir
höndur svo upp á háls. Líka heyrði hann
að óvinirnir voru að nálgast.
Rétt i þessu heyrði hann skvamp í vatn-
inu og sneri sér við. Hann bjóst nú við
að verða dreginn að landi sem fangi eða
þá drepinn. Maðurinn, sem kominn var
til hans þarna út í ána, spurði hvað hann
væri að gjöra þar um miðja nótt. Mr. Liu
sagði honum í fáum orðum kringumstæður
sinar og maðurinn bauðst til að hjálpa
honum yfir og tók hann því með þökkum.
Þegar þeir voru komnir upp á árhakk-
ann varð Mr. Liu léttara fyrir brjósti. En
hann var ennþá í vandræðum því hann
vissi alls ekki hvar hann var eða hvert
halda skyldi, svo ókunni maðurinn bauðst
til að fylgja -honum til næsta þorps, sem
var fleiri milur í burtu. Þegar þangað
var komið sneri Mr. Liu sér að fylgdar-
manni sínum til að þakka honum fyrir
hjálpina. Hann gat ekkert borgað, þvi
ræningjarnir höfðu tekið alla peninga
hans. En maðurinn var h-orfinn.
Já, Guð er jafn reiðubúinn að frelsa
sína trúu þjóna nú eins og á dögum Péturs
og Páls postula. Mr. Liu er sannfærður
um að velgjörðamaður hans var engill frá
himni.
R. H.
Þegar ekki var hœgt að kveikja
á gasolíni
Hefir þú nokkurn tíma heyrt um
gasolín, sem ekki var hægt að kveikja í?
Flestir hafa heyrt eða lesið um reynslu
Elía þegar eldurinn þurkaði upp vatnið.
Hér fer á eftir frásögn um reynslu, sem er
alveg eins umdraverð, sem sýnir kraft og
varðveislu Guðs einnig á vorum dögum.
Þegar óvinahrinn kom til Nanking fyr-
ir fleiri mánuðum síðan í Kina-stríðinu,
þá rændu þeir búðir og heimili og brendu
það sem þeir gátu ekki notað. Á leið
þeirra bjó gamall Kínverji, sem.vér skulum
nefna Chen. Hann hafði haft hvildardaga-
skóla á heimili sínu. Mr. Chen fanst
•hann vera of gamall til að flýja, og auk
þess vissi hann ekki hvert hann gæti farið,
svo hann féll á kné og bað Guð að varð-
veita sig og lofa sér að halda áfram að
kenna hans orð þar sem hann var. Þegar
hermennirnir komu börðu þeir að dyrum
og skipuðu honum að ljúka upp. Með
bæn í hjarta sínu lauk hann upp dyrun-
um og bauð þeim inn.
Þeir spurðu hver vinna hans væri.
Hann kvaðst vinna fyrir Guð. “Hann er
einn af þeim kristnu,” sagði einhver í
óvinahópnum. Þeir skipuðu honum að
fara út, en hann neitaði því. Þegar þeir
sáu hann var ákveðinn í að vera kyr, skip-
aði foringinn mönnum sínum að hella
gasolíni á húsið og kveikja í því. Gamli
maðurinn vissi að þeir ætluðu að brenna
húsið svo hann fór inn í innra herbergið
og féll á kné fyrir Drotni sínum og skap-
ara, og bað hann um varðveislu og leið-
beiningu hvað hann skyldi gjöra. Hann