Stjarnan - 01.02.1942, Side 4
12
STJARNAN
Hann uppgötvaði leyndardóminn
í þorpi einu bjuggu tvær fjölskyldur,
sem voru kunningjar. Feðurnir höfðu
verið skólabræður á æskuárum. Önnur
fjölskyldan var vel efnuð, en hin var fá-
tæk. Heiinili fátæka mannsins var rólegt
og hamingjusamt, en það var alt öðruvísi
á efnaða heimilinu. Varla kom sá dagur
að ekki væri misklíð og sundurlyndi milli
fólksins þar.
Eitt kvöld fór ríki maðurinn að heim-
sækja kunningja sinn og ætlaði hann sér
að finna út leyndardóminn um það hvern-
ig allir voru svo hamingjusamir þar á
heimilinu.
Hann var svo heppinn að finna vin sinn
einan heima. Hann sat á gólfteppinu fyr-
ir framan eldstæðið, ætlaði að fara að
hressa sig á kaffisopa. Riki maðurinn
byrjaði formálalaust á erindi sínu og
sagði:
“Heyrðu, vinur minn, hvernig getur
heimili þitt verið svo hamingjusamt?”
Rétt í þessum svifum kemur 12 ára
gömul dóttir húsbóndans inn til að láta við
á eldinn, en hún tók ekki eftir kaffiboll-
anum, ,sem stóð á teppinu, svo hún steypti
honum um koll. Um leið og faðirinn leit
á kaffið, sem rann ofan í teppið, sagði
hann: “ó, María, þvílíkt flón eg gat ver-
ið að setja fullan kaffibolla á mitt gólfið
svo fólk dytti um hann. Það væri ekki
nema mátulegt handa mér þó mamma
kæmi inn og —”. María lét hann ekki
enda setninguna, því hún sagði: “Pabbi,
eg er slíkur klaufi og svo fljótfærin, að eg
felli alla hluti. Eg gái aldrei hvar eg stíg.”
María tók gólfteppið og fór út með
það, en faðir hennar tók bollapörin og
setti þau yfir á borð.
“Nú sé eg ástæðuna fyrir því að þú
hefir hamingjusamt heimili,” sagði ríki
maðurinn. “Eg hefði skammað stúlkuna
og kaltað hana asna, en hún hefði ásakað
mig fyrir alt saman.
Ríki maðurinn fór heim með þeim á-
setningi að ásaka atdrei aðra fyrir það,
sem gæli verið eins mikið hans eigin sök.
X. X.
Guði er enginn hlutur ómáttugur
“Sjáið hvilíkan kærleika Faðirinn hefir
oss auðsýnt, að vér skulum Guðs börn
kallast.” I. Jóh. 3:1.
Guð hefir útvalið oss í Iíristi “áður en
veröldin var grundvölluð, til þess að vér
skytdum vera heilagir og flekklausir fyrir
hans aagliti, og af elsku fyrirhugað oss
barnarétt hjá sér fyrir Jesúm Krist.”
Efes. 1:4,5. “Kristur elskaði söfnuðinn
og gaf sig sjálfan út fyrir hann, svo hann
helgaði T:ann og hreinsaði hann með vatns-
lauginni í orðinu, til þess hann útvegaði
sjálfum sér dýrðlegan söfnuð sem ekki
hefði blett né hrukku, heldur væri heilag-
ur og lýtalaus.” Efes. 5:25-27.
Jesús sagði uc lærisveinana í Jóh.
15:3. “Nú þegar eruð þér hreinir fyrir
það orð, sem eg hefi talað til yðar.” Páll
postuli skrifar til Filippíborgarmanna:
“Gjörið alt án mögts og þráttunar, svo að
þér séuð óaðfinnanlegir og prettalausir,
flekklaus Guðs börn mitt á meðal þessarar
rangsnúnu og gjörspiltu kynslóðar, skínið
á meðal þessara eins og ljós í heiminum.”
Fil. 2:14. 15.
Ó, hversu háleitt og dýrðlegt takinark
Guð hefir sett börnum sínum og bezt af
öllu er að hann framkvæmir það í lífi
þeirra ef þau vilja leyfa honum það. Því
miður eru margir sem halda því fram, að
menn geti ekki lifað eina stund án þess að
syndga, en þetta sýnir að þeir annað hvort
ekki þekkja Guðs orð og kraft þess, eða
þeir trúa því ekki, og á meðan geta þeir
ekki notið í sínu eigin lífi þeirrar dýrðlegu
reynslu, sem Guð bæði getur og vill veita
þeim sem á hann trúa. “Honum sem
megnar að varðveita yðu-r frá hrösun og
láta yður mæta*fyrir sinni dýrð óflekkaða í
.fögnuði . . . sé dýrð og hátign, kraftur
og veldi.” Júd. 24. 25. F.uð getur varð-
veitt frá hrösun alla, sem vilja leyfa hon-
um fyrir sitt orð og anda að stjórna lífi
sínu.
Vér verðum að meðtaka Jesúm fyrir
trúna, sem frelsara vorn frá synd og kost-