Stjarnan - 01.08.1942, Síða 6

Stjarnan - 01.08.1942, Síða 6
70 STJARNAN vakandi og viðbúin, og varðveita >einingu andans, annars munum vér líða þann skaða sem vér aldrei getum náð oss eftir. Biðtíminn verður liðinn áður en oss varir, og hinn mikli dómari, mun ákveða endir náðartímans: “Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti og hinn saurugi saugri sig áfram.” Já, og þeir sem eru vantrú- aðir og óviðbúnir munu vera það áfram. Hið alvarlegasta við þetta ákvæði er að það er óumbreytanlegt. Það er ómögulegt að áfrýja þeim dómi. Þá er enginn tími leng- ur til iðrunar og afturhvarfs. Ef skelfing- ar nútímans kenna oss ekki þær Lexiur, sem Guð ætlast til, þá höfum vér lifað til einliis. Minnumst ástandsins og afleiðing- anna á Pearl Harbour og drögum þaðan hina nauðsynlegu lexíu bæði fyrir tima og eilífð, R. H. Sjálfsfórn höfðingjans Nálægt Great Smoky Mountain slcemti- garðinum er heimilisréttarland þrjú þús- und og itvö hundruð Indíána. Flestir Indíána þessara eru bændur og búa á fjall- lendi Appalachíufjallanna. Af hinum 338 kynlívislum Indiána í Ameríku eru Chero- kees Indíánarnir sagðir hinir bezt siðuðu. Einu sinni voru þeir stærsta og voldugasta kynkvislin, en síðan flestir þeirra voru fluttir til Oklahoma árið 1838, þá eru þeir fámennir. Það var fyrir 103 árum síðan að Tsali, liinn hrausti höfðingi þeirra og tveir synii' hans fúslega gáfu líf sitt til þess að þeir, sem eftir voru af þessari frægu kynkvís! mættu halda áfram að búa meðal fjallanna sinna, sem þeir unnu hugástum. Innflytjendur voru að setjast að á land- inu, svo stjórnin ákvað að Cherokee kyn- kvíslin yrðí að flytja til að ryðja til rúms fyrir hvíta fólkið Loks voru 15 þúsund Cheroliees reknir saman eins og skepnur undir forustu Winfeld Scott. En það var eftir að smala saman nokkrum hundruðum ennþá áður en byrjaður yrði reksturinn til Oklahoma. Nú komu hermennirnir til kofa Tsali, hölðingjans. Þessi fjölskylda var meðal hinna seinustu, sem kallaðar voru áður en ferðin yrði hafin vestur. “Kom þú með lionuna og þrjá syni þína ofan á herstöðv- arnar,” var honum skipað. Hljóð og róleg lagði þessi hugrakka fjölskylda af stað. Leiðin var löng, veg- urinn vondur og ógreiður, svo kona höfð- ingjans varð þreytt, svo þreytt að hún drógst aftur úr. Hermaður einn tók eftir þessu svo hann stakk hana í bakið svo hún hljóðaði af sársauka. Tsali og synir hans sneru nú á móti hermönnunum, tóku vopn þeirra, og í þessu stímabraki var einn hermaðurinn drepinn. Tsali og synir hans flúðu inn í skóginn. Brátt fréttist þetta meðal hinna tvö þúsund Indíána, sem ennþá ekki höfðu gefist upp, og þeir strengdu þess heit að þeir skyldu aldrei gefa sig á vald hvíta mannsins. Svo stjórn- aði Tsali þessum mönnum frá felustað sínum nálægt Clingmans Dome. En hvað varð um þessa 15 þúsund Indiána, sem smalað hafði verið saman til að reka vestur? Getið þér imyndað yður sorg og þjáningar þessa fólks, sem varð að yfirgefa lönd sín og heimili, og fara gang- andi ellefu hundruð mílur inn í ókunnugt land. Fjórar þúsundir dóu á leiðinni. Þetta ferðalag hefir með réttu verið kall- að “Tárabrautin,” en nú skulum vér snúa os'S að hinni hrifandi frásögn um fórn- ‘fýsi, sjálfsafneitun, göfgi og hetjulund höfðingjans Tsali. Útlagar þessir bjuggu ennþá í fjöllun- um þegar Zachary Taylor, sem seinna varð forseti Bandaríkjanna, réði yfir hernum, og hann ásetti sér að binda enda á mót- stöðu þeirra. Taylor. sendi mann upp krókótta stíg- inn, sem lá upp að fylgsni höfðingjans nálægt Clingmans Dome með þessa orð- sendingu: “Ef þú vilt gefa upp líf þitt og sona þinna, ef þú vilt líða dauðahegningu fvrir að drepa hermanninn, sem særði konu þína, þá mega þessir tvö þúsund þegnar þínir halda áfram að búa til eilifðar meðal fjallanna sinna.” Höfðinginn leit yfir fjöllin og dalina, gjárnar, vötnin og vatnsföllin, það var fögur sjón. Hann virti fyrir sér fegurðina

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.