Stjarnan - 01.11.1942, Qupperneq 1
STJARNAN
NÓVEMBER, 1942 LUNDAR, MAN.
Reynsla trúar vorrar
Hefir þú nokkurn tíma hugsað um
hvernig þú gætir fullvissað sjálfan þig
um að þú hefðir sanna kristilega reynslu?
Jóhannes postuli sýnir oss hvernig vér
getum mælt vorn andlega þroska og af-
stöðu vora til Guðs. I. Jóh. 2:3.4.
Fleiri atriði eru nefnd í Biblíunni, sem
benda á verulegleika trúar vorrar og
kristilegrar reynslu. Hér skulum vér at-
huga reynslu hlýðninnar. Heilbrigð trú-
arreynsla er ekki fólgin í tilfinningum
einum og geðshræringu, játning um lotn-
ing og kærleika, eða háværum gleðilát-
um. Sönn og lifandi trú sýnir sig í dag-
legri undirgefni undir Guðs vilja og
hlýðni við boðorð hans undir öllum kring-
umstæðum, hvort heldur í heilsu eða van-
heilsu, meðlæti eða mótlæti.
Það þýðir ekkert hve einlæglega vér
ímyndum oss að vér þekkjum Krist, eða
hve alvarlega vér gjörum kröfu til sam-
félags við hann. óhlýðni, sem vér sýn-
um mótmælir játningu vorri. Hvers
vegna? Af því að þekkja Guð er að
elska hann, og að elska hann er að hlýða
honum. Þér munið að Jesús sagði: “Sá,
sem elskar mig hann mun varðveita mitt
orð.” Jóh. 14:23.
Enginn hlutur getur komið í stað
hlýðninnar. Engin sjálfboðaþjónusta, fórn
eða sjálfsafneitun verður tekin gild í stað
hennar. Guð metur skilyrðislausa hlýðni
meira heldur en nokkra fórn, sem menn
geta fær thonum. Lesið söguna í I. Sam.
15. kapítula þar til kemur að 22. versinu
þar sem spámaðurinn segir: “Hlýðni er
betri en fórn og gaumgæfni betri en feiti
hrútanna.”
Hlýðni er hin fullkomnasta sönnun fyr-
ir lotning og tilbeiðslu. Sumir fasta og
biðja og fylgja vissum trúarbragðareglum.
En þetta er alt einkis virði ef vér höldum
við óhlýðni í hjörtum vorum. “Því kallið
þér mig herra, og gjörið þó ekki það, sem
eg býð yður?” er ávítun sem Jesús gefur
í Lúk. 6:46, svo bætir hann við þessari
sláandi dæmisögu: “Eg vil segja yður
hverjum sá er líkur, sem kemur til mín
og heyrir mín orð og breytir eftir þeim.
Hann er líkur manni þeim, er bygði sér
hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það
á kletti; nú er vatnsflóð kom skall straum-
urinn á þessu húsi, en fékk hvergi hrært
það, því það var grundvallað á kletti.
En sá, er heyrir mín orð og breytir
ekki eftir þeim, hann er líkur manni
þeim, er bygði sér hús á jarðvegi en hafði
enga undirstöðu; þegar straumarnir skullu
á því féll það þegar og þess hrun varð
mikið.”
Sú hlýðni, sem Guði er þóknanleg er
ekki fólgin aðeins í ytri siðum, heldur í
þjónustu kærleikans. Lögmál Guðs, sem
oss er boðið að hlýða er endurskin af
hans eiginlegleikum. Það eru grundvall-
aratriði stjórnar hans, sem öll eru bygð á
kærleika. Ef hjörtu vor eru orðin endur-
nýjuð eftir Guðs mynd, og kærleika Guðs
er úthelt í hjörtum vorum, þá mun líf vort
vera í fullu samræmi við lögmál Guðs.
Hlýðni, sönn hlýðni, heimtar verulegt
afturhvarf, menn verða að snúa baki við
mörgu, sem þeir áður festu hug sinn við,
meðan þeir voru óumventir. Að hlýða
Guði meinar að sá, sem stal steli ekki
framar, sá lýgni verði sannorður, sá sem
var ágjarn eða braut nokkurt annað af
Guðs boðorðum, gjöri það ekki framar,
heldur gjöri það sem rétt er. Þetta getum
vér aðeins fyrir kraft Krists, er sýnir sig
volduglega kröftugan í lífi þeirra, sem
elska Jesú. (Kol. 1:29).
Páll postuli lýsir hinum sanna anda
hlýðninnar er hann segir: “Eg er með