Stjarnan - 01.11.1942, Síða 2

Stjarnan - 01.11.1942, Síða 2
90 STJARNAN Kristi krossfestur. Eg lifi, þó ekki framar eg heldur lifir Kristur í mér, en það sem eg nú lifi í holdinu, það lifi eg í trú Guðs sonar, sem elskaði mig og gaf sig sjálfan út fyrir mig.” Gal. 2:20. Sumir ímynda sér að trú á Krist sé alt, sem krafist er, og að trúin komi í stað hlýðninnar, en því fer svo fjarri. Trú án hlýðni er aðeins játning varanna þar sem hjartað er ekki undirgefið Guði. Sönn trú á Krist veitir oss kraft til að hlýða Guði. Guð eri óumbreytanlegur og hann breytir aldrei skilyrðinu fyrir eilífu lifi, sem er fullkomin hlýðni við lögmál Guðs. “Hver sem réttvísina gjörir er réttvís eins og hann er réttvís.” I. Jóh. 3:7. “Réttsýn eru öll hans boðorð, þau eru óbifanleg um aldur og eilífð, gjörð með sannleika og einlægni. “Orðskv. 111:7. Þúsundir manna bera þungar byrðar, sem þeir álíta að Guð hafi á þá lagt, þegar sannleikurinn er sá að okið sem þeir bera er takmörkuð hlýðni og ófullkomin undir- gefni undir Guðs vilja. Jesús á engan þátt í slíku. Hann verður að hafa öll yfirráð í lífi mannsins. Að vera nærri frelsaður er að vera alveg glataður. Jesús heimtar fullkomna undirgefni, það er, að vera af öllu hjarta með Guði. Sál konungur er dæmi upp á hvað það þýðir að hlýða Guði að mestu leyti en ekki fullkomlega. Vera má hann hafi fylgt Guðs vilja 9 tíundu vegarins, en ákvæði Guðs honum viðvíkjandi er þetta: “Þrjóska er galdraglæpur og einþykkni skurðgoða- dýrkun; þess vegna fyrst þú hefir burt snarað Drottins orði, þá hefir hann burt snarað þér að þú sért ekki framar kon- ungur.” I. Sam. 15:23. Sál hafði heiðursstöðu í sögu Guðs þjóðar. En hver varð ávöxturinn af sæði óhlýðninnar í lífi hans? Það svifti hann gleði lífsins. Hann varð óhamingjusam- ur. Skýin byrgðu himin hans, í hjarta hans var enginn friður, engin ánægja, enginn gleðisöngur á vörum hans. Hann varð grunsamur og geðvondur. Hinn illi andi öfundarinnar kvaldi hann dag og nótt. Hans eigin ímyndanir skelfdu hann. Angistarfullur hrópaði hann: “Guð hefir yfirgefið mig og svarar mér ekki lengur.” I. Sam. 28:15. Slík er uppsker- an, sem menn hljóta fyrir óhlýðni sína við Guð. Að vísu geta þeir, sem óhlýðnast Guði haldið áfram að fylgja ytri siðum guð- rækninnar, en líf þeirra er snautt af kær- leika, friði og hamingju. Viljandi óhlýðni gegn einni einustu skipun Guðs hindrar áhrif Guðs anda í lífi mánnsins, hún gjör- ir bænina að andstygð fyrir Guði, og allar guðræknisiðkanir árangurslausar. Orðskv. 28:9. Jes. 1:10-19. Sönn hlýðni sprettur af kærleika til Guðs fyrir kraft Krists, sem dvelur í hjarta mannsins. Kristindómurnin er líf og kraftur. Það er Jesús, sem lifir sínu lífi í oss, og líf hans var fullkomin hlýðni, já, hlýðni alt fram í dauðann á krossin- um. Fil. 2:8. Ekkert gat snúið honum frá hlýðni við vilja föðursins. Siguróp hans var: “Mig langar til að gjöra þinn vilja, minn Guð, og þitt lögmál er inst í mínu hjarta.” Sálm. 40:8. Hlýðni við Guð veitir manninum svo mikið af friði, fögnuði, réttlæti og kær- leika í samfélaginu við Guð, að í stað þess að vera byrði og sjálfsafneitun, veit- ir hún manninum óútmálanlega dýrðlega gleði. Heimur þessi er í uppreisn gegn guði og lögmáli hans svo sumir í honum tala um hlýðni við Guð sem þrældómsok. Slíkir menn vita ekki hvað þeir tala um, því það er einmitt óhlýðni, sem skapar þrældómsokið. Það eru lagabrotin, sem gjöra menn að þrælum og föngum, en Guðs boðorð eru lögmál frelsisins, (Jak. 1:25.) oss til verndar. Það sem Guð skip- ar er ávalt oss til góðs. Guðs börn spyrja ekki: “Hvers vegna verð eg að gjöra þetta?” Heldur segja þau: “Tala þú, Drottinn, því þjónn þinn heyrir.” Vér getum ekki dýrkað Guð meðan vér óhlýðnumst boðum hans. Vér getum ekki umbætt eða breytt áformum Guðs. Það er hættulegt að fylgja vorum hug- myndum í stað Guðs boðorða. Guð er ennþá nákvæmur með að boðum hans sé hlýtt. Þegar Guð minnist á hinn síðasta söfn- uð segir hann að þeir “varðveittu boðorð Guðs og höfðu Jesú vitnisburð.” Op. 12:17. Fyrri hlutinn af þessu versi segir að drekinn eða Satan sé reiður þessum söfn- uði, sem varðveitir boðorð Guðs. Hlýðni

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.