Stjarnan - 01.11.1942, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.11.1942, Qupperneq 3
STJARNAN 91 hefir ætíð verið kennimerki Guðs barna í þessum spilta heimi. Hlýðnin er hinn sýnilegi vottur þess að þau elska Guð. “Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann elskar mig.” Jóh. 14:21. Jesús segir enn fremur: “Þér eruð mínir vinir ef þér gjörið það, sem eg hefi boðið yður.” Jóh. 15:14. Óhlýðni við Guðs boðorð er kenni- merki eftirfylgjenda satans, þeir eru kall- aðir “vantrúarinnar synir.” Hlýðni við öll Guðs boðorð mun einkenna hinn síð- asta söfnuð Guðs. í 14. kapítula Opinber- unarbókarinnar er talað um uppskerutíma jarðarinnar, þar er bent á hlýðni sem eiginleika þeirra er eilíflega munu njóta dýrðar með Guði: “Hér reynir á þolgæði heilagra, sem varðveita boðorð Guðs og trúna á Jesúm.” Nú á þessari óhlýðnis öld þegar bæði Guðs og manna lög eru einkisvirt þá getur Guð bent á menn, sem “varðveita boðorð Guðs.” Á vorum dög- um þegar lögleysi og glæpir kosta þessa einu þjóð, Bandaríkin, 15 biljónir dollara á ári, nú, þegar fjöldinn af fólkinu einkis- virðir lögmál Guðs, og jafnvel margir, sem eiga að flytja Guðs orð eru svo blindaðir af hleypidómum móti sumum af Guðs boð- orðum, að þeir vilja negla þau á krossinn, einmitt nú, hefir Guð það fólk, sem varð- veitir boðorð Guðs og trúna á Jesúm. Þeir, sem ekki þekkja Guð geta ekki hlýtt honum. En satan er reiður við þá sem varðveita Guðs boðorð. Hvar sem þú finnur einhvern, sem mótmælir Guðs boðorðum, þá getur þú gengið að því vísu að sá maður að svo miklu leyti vinnur fyrir óvininn jafnvel þó hann hafi brugð- ið yfir sig blæju kristindómsins. “Af því þekkjum vér, að vér elskum Guðs börn, þegar vér elskum Guð og höldum hans boðorð, því að í því sýnir sig elskan til Guðs að vér höldum hans boðorð og hans boðorð eru ekki þung.” Hvers vegna eigum vér að rannsaka Daníel °g Opinberunarbókina? Eítir D. H. Kress, lækni I bréfi, sem eg fékk fyrir nokkru, segir bréfritarinn: “Presturinn minn sagði mér, að eg skyldi ekki kæra mig um þó að eg skildi ekki Daníels- og Opinberunar- bókina, því að þær væru þýðingafminni en guðspjöllin og aðrar bækur Biblíunn- ar.” 1 svari mínu sagði eg: “Það er erfitt að gjöra greinarmun á bókum Biblíunnar cg að segja að eins sé annari fremri. Satt er það, að í sumum þeirra er boðskapur, sem á hinum ýmsu tímum gildir þáver- andi kynslóðir, en er þýðingarminni fyrir vora tíma. Tökum til dæmis aðvöruniná um að flóðið væri í vændum og hvatning- una til mannanna um að leita hælis í örk- inni, það er aðeins sögulegur viðburður fyrir .vora tíma, en það varðaði líf og dauða fyrir þá. Á ýmsum tímabilum mannkynssögunnar hefir sérstakur boð- skapur verið sendur til að benda á rang- læti þess tíma. Alt hefir það lærdómsríkt gildi fyrir oss. En það eru samt sem áður ritningar- staðir, sem tala um vora daga og þeir ættu að vera sérlega þýðingarmiklir fyrir oss. Mest er talað um þá í Daníels- og Opin- berunarbókinni. En þótt undarlegt megi þykja eru það aðeins fáir, sem reyna að rannsaka þær. Margir halda jafnvel að það sé ógjörningur að skilja þær. Sú af- staða er mjög hættuleg. Hefði fólk á Krists dögum skilið þá spádóma, sem töluðu um fyrri komu hans, þá hefðu þeir kannast við hann, eins og þar stendur: “Hann kom til eignar sinn- ar, og hans eigin menn tóku ekki við honum.” Ef þeir hefðu skilið það, sem spámað- urinn Daníel sagði um hann, þá hefðu þeir ekki hafnað honum þegar hann kom. Les. Dan. 9, 24-27. Daníelsbók skýrir greinilega frá, á hvaða tíma Jesús myndi byrja á kennimanns-embætti sínu og verða smurður af Gu.ði. Hann sagði einnig fyrir um krossfestinguna.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.