Stjarnan - 01.11.1942, Síða 5
STJARNAN
93
manna fyrir hinu mikla hlutverki trúar-
bragðanna, og eðlilegt er að heimfæra
þetta til þess tíma, er fagnaðarerindið átti
að boðast um alla heimsbygðina . . .
Engillinn virðist meina að á þennan hátt
mundi þekkingin aukast í öllum greinum
trúarbragðanna og sérstaklega á þeim
atriðum, sem hann benti á. Þetta átti að
vera eitt af einkennum þessa tíma og á
þennan hátt mundi það verða framkvæmt.
Það er merkilegt og þýðingarmikið að
veita því eftirtekt, hvað miklu hefir í
raun og veru verið til leiðar komið af
þeirri kirkju, sem skírskotað er til í Opinb.
12, 17, þeirri kirkju, hverrar markmið er
og hefir verið í mörg ár að vekja athygli
manna *á Daníels- og Opinberunarbókinni
og sérstaklega hversu nálæg endurkoma
Krists er og hversu nauðsynlegt það er
að undirbúa sig undir þann mikla við-
burð. Þetta fyrirkomulag er afleiðing af
mikilli endurvakningu og siðbót, sem byrj-
aði árið 1844. Það byrjaði smátt en óx
ört og nær nú umhverfis alla jörðina með
umboðsmönnum sínum og bókmentum.
Með þeim möguleikum, sem menn nú
ráða yfir, svo sem prentvélum, útvarpi og
fiugvélum þarf ekki mikla trú til að sjá,
hversu auðvelt það er að ná því ætlunar-
verki að prédika fagnaðarerindið um alia
heimsbygðina til vitnisburðar öllum þjóð-
um. Þegar það er búið, segir Jesús, “þá
mun endirinn koma.” Matt. 24, 14. Já,
það hefir ákaflega mikla þýðingu að lesa
og rannsaka Daníel og Opinberunarbókina
með nákvæmni og í innilegri bæn til
Guðs. Loforð Guðs er: “Þeir vitru munu
skilja það.”
Móse hafði rétt fyrir sér
FYRSTI KAFLI MÓSEBÓKA ER MJÖG ÁRÍÐANDI
Eflir Verner J. Johns.
Fyrsta Mósebók er upphaf bókanna.
Þremur aðalspurningum á verksviði guð-
fræði og heimspeki er svarað í fyrsta
kapítula. Þar höfum vér svar valdhafans
um 1) upphaf þessarar jarðar, 2) uppruna
iífsins, 3) og uppruna efnisins. Það er
aðeins Guð — skaparinn — sem af þekk-
ingu og valdi getur talað um þetta efni.
Það er ekkert lifandi vitni um sköpunina
á meðal manna. “Hvar varst þú þegar
eg grundvallaði jörðina?” spurði Drottinn
ættföður Job. Vér vorum ekki þar. Eng-
inn getur fært sannanir um það af þekk-
ingu. Hér eru tvær leiðir fyrir oss. Ann-
að hvort verðum vér að trúa vitnisburði
Guðs eða vér verðum að trúa heilabrot-
um heimspekinnar. ágizkunum nokkurra
manna, sem hafna Guðs orði en bjóða í
staðinn þeirra eigi hugmyndaflug.
Það getur ekki orðið neitt samkomu-
lag milli þessara tveggja aðilja. Bardag-
inn á milli þeirra hefir í sannleika verið
frá upphafi og hefir staðið niður í gegn-
um aldirnar. Það innilykur ekki aðeins
vísindi og heimspeki, en einnig guðfræði.
Ef bardaginn um fyrsta kafla Móse er
tapaður, eru allir spádómarnir tapaðir.
Ef hægt væri að sanna, að fyrsti kapítuli
Móse, grundvöllurinn, væri tilbúningur,
mundi hinn opinberaði sannleikur falla
um sig sjálfan. Ef fyrsta bók Móse er
ósönn, eru grundvallarkenningar, sem
byrjun syndar, friðþægingin og endur-
koman líka ósannar. Athugum þetta
greinilega. Ef fyrsti kapítuli í Mósebók-
um er ekki fullgildur og sannur, þá er
ekki til rödd nokkurs valdhafa, Biblían ó-
áreiðanleg og heimurinn án Frelsara. Að
hafna fyrstu Mósebók er að hafna Guði.
Ef hún er ekki áreiðanleg, þá var Móse
svikari og Jesús, sem staðfesti Móse, ekki
sonur Guðs. Ennfremur, Jesús var annað
hvort sonur Guðs eða sá mesti svikari sem
þekkst hefir á jörðinni. Jesús krafðist
þess að vera Messías spádómanna, hinn
mikli “Eg em,” Skaparinn. Hvaða sann-
anir færði hann til að réttlæta kröfu sína?
Hið undursamlega starf sitt? Já, en um-
fram alt með því að vitna í Ritninguna.
Móse og spámennirnir voru vitni hans.
Ritningarnar — “þær eru það sem vitna
um mig.” Ef vitnisburður Móse og spá-
mannanna í Ritningunni er rangur, þá
höfum vér engan frelsara né Guð.
Öll náttúran staðfestir orð Guðs. Allir
steinarnir hrópa. 1. bók Móse er sönn.