Stjarnan - 01.11.1942, Síða 6
94
STJARNAN
Sérhver lifandi vera ber orðum 1. Móse-
bókar vitni. Trúmaðurinn þarf tkki að
óttast opinberanir vísindanna, því að sér-
hver vísindaleg sannreynd vitnar um
sannleika Orðsins. Það er engin þörf á að
vera hræddur við heilabrot hemispekinn-
ar, sem hefir yfirskin vísindanna og
klæðnað lærdómsins, en býður oss að til-
biðja sköpunina í stað Skaparans. Guðs
orð er áreiðanlegt og vitnisburður náttúr-
unnar er áreiðanltgur. Viðurkennum því
sannleikann en höfnum getgátum, jafnvel
þó að ósannindi séu sögð sannleiki.
Það er annar þýðingarmikill liður
þessu viðvíkjandi, sem vér megum ekki
ganga fram hjá. Allsstaðar umhverfis
oss ríkir synd og dauði. Heimurinn er
dauðadæmdur. í blóma lífsins horfumst
við í augu við dauðann. Hver lifandi vera
verður að deyja. En vér höfum í Kristi
þá sælu von — upprisuna eftir dauðann.
Oss hefir verið lofað í fagnaðarboðskapn-
um lífi og ódauðleika. Yfirnáttúrlegan
kraft þarf til að endurfæða þann mann,
sem er fæddur í synd, lifir í synd og
næstum virðist elska að syndga, — gera
hann nýjan skapnað sem elskar réttlæti
en hatar ranglæti, og yfirnáttúrlegur
kraftur er nauðsynlegur til að reisa mann
frá dauðum og krýna hann ódauðleika.
Hvernig vitum vér, að Guð er gæddur
slíkum yfirnáttúrlegum krafti? Hlustið á
Ritninguna: “Svo segir Guð Drottinn sá
er skóp himininn og þandi hann út, sá er
breiddi út jörðina með öllu því er á henni
vex, sá er andardrátt gaf mannfólkinu á
jörðinni og lífsanda þeim, er á henni
ganga: Eg Drottinn hefi kallað þig tii
réttlætis.” Jes. 42, 5. 6.
Án þess að tilbiðja Guð sem skapara
getum vér ekki haft tiltrú til hans sem
frelsara. Er þá að undra þó að nútíðar-
vísindi skilji eftir örvæntingu í stað von-
ar, myrkur í stað ljóss? Myrkur eilífrar
nætur grúfir yfir sálum þeirra manna,
sem hafa mist trú á Guði fyrstu Móse-
bókar. Þeir eru án “vonar og án Guðs í
heiminum. í tilverubaráttunni sjá þeir
þá veiku ofurliði borna af þeim sterku
og þá sterku beygða af hinum harðbrjósta
dauða. Þeir kunngjöra kenninguna “þeir
hæfustu lifa,” og samt kannast þeir við,
að jafnvel þeir hæfustu munu ekki eftir-
lifa. Sá Guð, sem þeir tilbiðja hefir ekki
vald til að ge;fa líf í staðinn fyrir dauða.
Þessvegna er heróp þeirra, sem steypt
hafa Skaparanum úr völdufn í hjarta sínu,
hið eldgamla óp örvæntingarinnar. “Et-
um og drekkum, því að á morgun deyj-
um vér.”
Trúmaðurinn viðurkennir að þessi
heimur hafi ekki og geti ekki skapað
sjálfan sig. “Fyrir því skiljum vér heim-
ana gjörða vera með Guðs orði á þann
hátt, að hið sýnilega hefir ekki orðið til
af því er séð varð.” Hebr. 11, 3. Trú-
maðurinn neitar að setja í staðinn sann-
leika Biblíunnar neins konar þokufullar
tilgátur eða það sem lýtur að framþróun
eða yfirleitt aðra kenningu. Hann lýsir
því yfir að það sé óskynsamlegt, já, óvís-
indalegt að trúa því að jörðin hafi komið
fram af sjálfri sér úr kólnandi gasi, sem
komið hafi upp einhversstaðar, sem eng-
inn veit um. Hann fullyrðir að til meist-
arasköpunar þurfi Meistara hugvit. Hann
tilbiður þann Guð sem skapaði himin og
jörð. Þessvegna samþykkir hann og vill
þiggja líf og ódauðleika, sem opinberað
er í gegnum Guðs orð.
Trúin á Guð er öruggari en trúin á til-
gátur, sem fyr eða síðar verður neitað af
öðrum tilgátum. Vér samþykkjum sköp-
unina, holdtekjuna, endurlausnina og
önnur undirstöðuatriði Guðs orðs. Af
trú? Já, en trú sem bygð er á vitnis-
burði, trú vor er sanngjörn en ekki blind
trú á ótal getgátur. Þessi trú opnar fyrir
oss fjársjóð vísdóms og þekkingar. Slík
trú færir oss von um eilíft líf.
Eilífur fagnaðarboðskapur
Jesús kemur aftur. Þess er skamt að
bíða að ástvinir hans og lærisveinar fái
að sjá hann eins og hann er og verða
ummyndaðir eftir hans mynd.
Jesús vissi hvað eftirfylgjendur hans
mundu verða að líða og hann sá um að
þeir hefðu alla þá hjálp og hughreystingu
sem þeir þyrftu til að komast sigrandi
gegnum lífið. Hann gjörði þeim aðvart
um erfiðleikana svo þeir væri viðbúnir
og slíkt kæmi þeim ekki á óvart. Hann
segir: “í heiminum munuð þér hafa
þrenging, en verið öruggir, eg hefi sigrað
heiminn.” Jóh. 16:33. Hann fullvissar þá
ennfremur með þessum orðum: “Mér er