Stjarnan - 01.11.1942, Síða 7

Stjarnan - 01.11.1942, Síða 7
STJARNAN 95 gefið alt vald á himni og jörðu . . . og sjá eg er með yður alla daga alt til veraldar- innar enda.” Matt. 28:18-20. “Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því Föður yðar hefir þóknast að gefa yður sitt ríki. “Lúk. 12:32. Margir líta áhyggjufullir á fram- tíðina, en Jesús býður oss: “Spyrjið ekki hugsjúkir: Hvað fáum vér til matar? Hvað fáum vér að drekka og hvað fáum vér til fata, því slíka áhyggju hafa heiðn- ir menn, en yðar himneski faðir veit þér þurfið alls þessa við. Leitið umfram alt Guðs ríkis og hans réttlætis, þá mun og alt þetta veitast yður.” Matt. 6:31-33. Alt í gegnum sögu kristninnar hefir vonin um endurkomu Krists veitt hans trúu þjónum djörfung og hugrekki í bar- áttu lífsins. Spádómarnir benda skýrt á, að rétt áður en Jesús kemur aftur muni verða slíkir þrengingatímar, sem aldrei hefðu áður verið í heiminum. Sjá Dan. 12:1. 2. Vér, sem nú lifum getum ekki efast um að sá spádómur er að uppfyll- ast nú daglega eftir því sem fréttirnar berast að hvaðanæfa utan úr heiminum. Oss er líka bent á í Lúk. 21:26-28 að “menn munu þá deyja af angistarfullri eftirvæntingu þess er yfir allan heiminn mun koma.” “Og þá munu menn sjá mannsins son komanda á skýjunum með makt og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að' koma fram þá lítið upp og upp- hefjið yðar höfuð því að lausn yðar er í nánd. Uppfylling spádómanna á öllum svið- um bendir ótvírætt á að Jesús er í nánd og fyrir dyrum. Þá kemur hann í dýrð föður síns og allir englarnir með honum. Matt. 25:31. Þá mun hann endurgjalda sérhverjum eftir því sem hans verk verða. Op. 22:12. Þetta er álvarlegt mál. Það er nauð- synlegt að vita að Jesús kemur þegar minst varir, en hitt er engu síður nauð- synlegt að vita hvernig vér stöndum gagn- vart orði hans og honum, sem dæma mun lifendur og dauða. Hvers er af oss krafist svo vér getum verið þess fullvissir að vér munum finnast þess verðugir að mæta frammi fyrir mannsins syni og öðlast ríkið sem Guðs börnum var fyrirbúið frá upphafi veraldar? Hér kemur hinn eilífi fagnaðarboð- skapur til vor: “Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son til þess að hver sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eliíft líf.” Jóh. 3:16. Jesús kom til að frelsa sitt fólk frá þess synd- um, og synd er yfirtroðsla eða óhlýðni við Guðs boðorð. Vér játum trú á Jesúm, en til þess vér getum öðlast Guðs eilífa ríki og trúrra þjóna verðlaun, þá verður trú vor á Jesúm að sýna sig í verkinu, í fullkominni hlýðni við Guðs heilaga lög- mál, tíu boðorðin án þess að undanskilja nokkurt þeirra. Minnist þess að Jesús segir: “Ekki munu alir þeir,' sem til mín segja herra, herra, innganga í Guðs ríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja míns himneska föð- ur.” Matt. 7:21. “Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir megi hafa aðgang að lífsins tré og megi inn- ganga um borgarhliðin inn í borgina.” Op. 22:14. Reynið yður sjálfa hvort þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa. S. Johnson. Þörf á að hraða sér Vor flugvél var sú síðasta að komast burt frá Bataan. Hún hafði verið skotin niður eftir að stríðið byrjaði og var dreg- in inn frá Mariveles-flóanum og sett í stand með pörtum úr annari vél, sem hafði verið eyðilögð. Vél þessi var alls ekki hið ákjósanlegasta flutningstæki, en óvinirnir voru í nánd og þetta var sein- asta tækifæri til undankomu. Eftir ítrekaðar tilraunir flugstjórans komst vélin í hreyfingu kl. eitt um nótt- ina og loftbáturinn flaug af stað yfir vatn- ið aðeins 75 fet í loft upp. Óvinirnir skutu á eftir oss en hittu ekki markið. Flugstjórinn reyndi að komast hærra upp í loftið, en vélin var svo kraftlítil, að hann gat það ekki. Hann þorði ekki að snúa aftur og óttaðist fyrir að báturinn mundi falla niður svo hann hrópaði til farþeganna: “Kastið útbyrðis öllu, sem þið hafið meðferðis. Fljótt. Fljótt.” Farþegarnir voru þrír og þeir köstuðu strax útbyrðis farangri sínum, en það nægði ekki. Tinhöttum og fleiru var síð- an kastað út og vélin hóf sig smám saman 150 fet í loft upp. Þannig kom-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.