Stjarnan - 01.11.1942, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.11.1942, Qupperneq 8
96 STJARNAN umst vér yfir á eyju þar sem engir óvinir voru fyrir. En það var rétt með naum- indum að vér komumst þangað, og það var nauðsynlegt að losa sig í flýti við alt sem menn höfðu meðferðis til að frelsa líf sitt. Þetta minnir á burtför Lots og fjöl- skyldu hans frá hinum dauðadæmdu borgum á sléttunum. Þeim var skipað: “Takið yður upp og farið úr þessum stað. Frelsa líf þitt lít ekki aftur og nem hvergi staðar á öllu þessu sléttlendi. Bjarga þér á fjallinu að þú ekki týnist.” Þau flýðu og komust aðeins burt í tíma. Nú í dag sendir Guð oss aðvörun svo vér megum “umflýja hina tilkomandi hegningu,” meðan ennþá að náðin er framboðin. Ó, að vér vildum gefa gaum að táknum tímanna, sem ótvírætt sýna að endir allra hluta er í nánd. Innan skamms munu hinar 7 síðustu plágur íalla yfir þá sem hafnað hafa Guðs náð, dauf- heyrst við aðvörunum hans og slegið á frest að snúa sér til hans sem einn getur frelsað frá eyðileggingu og dauða. Tíminn er þegar liðinn. “Nóttin er umliðin en dagurinn er í nánd, leggjum því af verkin myrkranna og íklæðumst herklæðum ljóssins.” Róm. 13:12. Fljótt, fljótt, er skipun leiðtoga vors. Líf vort og hamingja er undir því kom- in að vér hlýðum honum. X. X. Smávegis Japan flutti inn 25,000 hunda frá Þýzkalandi til að standa vörð við strend- ur landsins. + + + Áður en stríðið byrjaði notuðu Banda- ríkin fyrir bifreiðar helming af öllum “rubber” sem framleiddur var í heim- inum og 89 hundruðustu af þessari vöru var innflutt frá Austurálfunni. + + + Wisconsin framleiddi 135,475,000 pund af osti á einum mánuði nýlega. + + + Innfluttar vörur frá Belgin Congo tii Bandaríkjanna stigu frá 1,500,000 dollara virði 1939 til 35 miljón dollara árið 1941. + + + STJ'ARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can Ullin af Angora kanínum (rabbits) er 5 dollara virði pundið. Fullvaxnar kan- ínur gefa um 14 lóð af ull að meðaltali yfir árið, svo það borgar sig að ala þær. + + + 1800 pund af smjöri, sem ekki var á- litið hrein fæða, samkvæmt heilbrig'ðis- lögum landsins, var send til úrgangs nefndarinnar í New York. Það verður notað til þess að búa til glycerin fyrir sprengingar. + + + Amerískar konur nota svo mikinn lit á varir sínar, að hann mundi nægja tiJ að mála 40,000 heyhlöður. Það er einkennilegt fólk, sem talar um bæn en biður aldrei. Sem viðurkennir, að menn eigi að borga tíund, en borgar aldrei tíund sjálft. Sem vill tilheyra söfnuði en fer aldrei í kirkju og gefur ekki til kristilegrar starfsemi. Sem vinnur fyrir háu kaupi en gefur aðeins 5 eða 10 cent á viku til eflingar Guðs ríki. Sem kannast við að Biblían sé boð- skapur Guðs til mannanna, en les hana aldrei. Sem segist trúa á verðlaun á himnum, en gjörir aldrei neitt til að öðlast verð- launin. Sem segir að eilífðin sé meira áríð- andi heldur en yfirstandandi tími, en lifir þó eingöngu fyrir þennan heim. Sem setur út á hjá öðrum það sem það gjörir sjálft. Sem heldur sig burtu frá söfnuði krist- inna manna en syngur þó: “Eg elska þig Jesús.” Sem þjónar myrkrahöfðingjanum alt sitt líf, en væntir þó að komast til himins þegar það deyr. —“Baptist Standard.”

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.