Stjarnan - 01.12.1942, Page 3
STJARNAN
99
ins, og biður fyrir þeim og talar máli
þeirra, sem hann elskar með eilífum kær-
leika.
Sannur kærleikur er knýjandi afl, hann
leiðir ætíð til fórnar og þjónustu. “Kær-
leiki Krists knýr oss nú er vér horfum
fram á ókomna tímann. Enginn veit hvað
hver nýr dagur ber í skauti sínu. Það
eru engin líkindi til að það sé blómum
stráð braut framundan. Vegur Guðs
barna hefir aldrei verið greiðfær. En
hann leiðir til framfara og sigurs. Engin
þjónusta hefir verið of erfið, enginn
skortur eða sjálfsafneitun of mikil, engin
ferð of löng, ekkert fjall of hátt, enginn
sjór of æstur, engin villidýr of grimm,
engin eyðimörk of erfið yfirferðar fyrir
sendiboða krossins.
Enginn þjóðflokkur hefir verið svo
djúpt fallinn, dýrslegur og spiltur, að
kærleikur Krists ekki hafi knúð einhvern
til að vinna fyrir þá. Þeir meta það ef
til vill ekki af því þeir vita ekki í hvaða
hættu þeir eru staddir. Þú fær að lík-
indum ekkertt þakklæti fyrir sjálfsfórn
þína þeim til handa, en kærleikur Krists
knýr þig engu að síður til að yfirgefa
heimili, ættingja og glæsilega framtíð í
heiminum, til þess að geta frelsað að
minsta kosti nokkra þeirra, sem Jesús lét
líf sitt fyrir.
Líf sem helgað er Guði í sjálfsfórnandi
þjónustu, og knúð af kærleika Krists, er
ennþá hin sterkustu áhrif, sem finnast í
heiminum. Þessi kærleikur leiddi Robert
Moffat upp á fjöll Afríku þaðan sem
hann sá leggja upp reykinn frá þúsund
þorpum, sem ennþá ekki höfðu heyrt nafn
Krists. Hann leiddi Davíð Livingstone frá
verksmiðjuþorpinu Blantyre á Skotlandi
inn í mðibik Afríku þar sem hann eyddi
lífi sínu til að vinna á móti þrælaverzlun-
inni. Það var þessi ósigrandi kærleikur,
sem leiddi William Carey til Indlands,
Adoniram Judson til Burma, Robert
Morrison til Kína og John G. Paton til
mannætanna á Suðurhafseyjunum. Hann
hefir haldið uppi hermönnum krossins í
öllum löndum, og veitt þeim sigur í alls-
konar erfiðleikum. Kærleiki Krists heldur
áfram að knýja hjörtu allra Guðs barna
þar til hinu mikla starfi er lokið að leiða
menn og konur til frelsarans. Guð gefi
að þetta knýjandi kærleiksafl megi stjórna
hjörtum vor gllra þangað til Jesús kemur.
R. Aliman.
Englar sendir í þjónustu Guðs barna
Að lokinni samkomu þar sem því var
haldið fram að englar Guðs væru sam-
verkamenn þeirra, sem ferðast um til að
selja kristilegar bækur og blöð til út-
breiðslu Guðs ríkis, þá kom fólk til mín
og sagði mér frá atvikum, sem það þekti,
er staðfestu það, sem sagt hafði verið um
þjónustu englanna. Eg skrifaði þetta nið-
ur og hér eru tvær þessara frásagna.
Fyrstu söguna sagði kona, sem ekki
var Aðventisti, eg vissi það á því að hún
bar svo mikið gullskart. Augu hennar
fyltust tárum er hún sagði mér frá
reynslu föður síns, sem nú var dái'nn:
“Faðir minn var bókasölumaður. Hann
elskaði starf sitt og hélt áfram með það
eftir að hann var orðinn gamall og lirum-
ur. Einn föstudag hafði hann fjölda
margar bækur, sem hann þurfti að af-
henda fyrir sólarlag. Hann bað Guð að
hjálpa sér til þess. Nú kom til hans ó-
kunnur maður og bauðst til að hjálpa
honum að afhenda bækurnar. Hann tók
því með þökkum og maðurinn gekk að
starfi eins og hann væri æfður bókasölu-
maður. Þeir afhentu bækurnar, tóku móti
peningunum og höfðu lokið allri afgreiðslu
stuttu fyrir sólarlag. Faðir minn hefði
aldrei getað gjört það einsamall á svo
stuttum tíma. Hann var þakklátur mjög
fyrir hjálpina og ætlaði að láta þakklæti
sitt í ljósi til mannsins, en hann var horf-
inn. Hvernig hann gat farið svona fljótt,
því skildi skildi faðir minn ekkert í. Hann
sagði okkur altaf að hann var sannfærður
um að það var engill.”
Það er alls ekki ótrúlegt að Guð hafi
sent engil til að hjálpa öldruðum þjóni
sínum, sem starfaði til eflingar hans ríkis.
Eg sagði við konuna: Systir, þú verð-
ur að vera viðbúin að mæta föður þínum
í upprisu réttlátra.” Með tárin í augunum