Stjarnan - 01.12.1942, Síða 8
104
STJARNAN
um geðjaðist vel að drengnum, því sá,
sem segir sannleikann hefir fleiri góða
kosti til að bera. Jackson var ekki rek-
inn, en húsbóndi hans gaf honum litlu
seinna betri vinnu með hærra kaupi.
Sannleikurinn er ætíð sagna beztur.
Smávegis
Eg votta hér með innilegt þakklæti
mitt öllum, sem þegar hafa borgað
‘ Stjörnuna”, sent inn gjafir til starfs vors
og á einn eða annan hátt létt mér erfiði
og áhyggjur í sambandi við starf mitt.
Eg gleðst í voninni um að fá fyrir ára-
mótin uppörfunarorð frá öllum þeim, seni
ennþá ekki hafa skrifað, og um leið dá-
litla hjálp til að standa í skilum með að
halda úti blaðinu. Alla trúaða vini mína
bið eg, að þeir ákalli vorn himneska föður
með mér og biðji um blessun hans í rík-
um mæli yfir blaðið og alla lesendur
þess.
S. Johnson.
>-4-4-
Þegar farið var að takmarka fram-
'leiðslu og notkun bíla í Bandaríkjunum
vegna stríðsins, voru þar 32,000,000 bílar,
sem árlega eyddu 20,000,000,000 gallónum
af gasolíu.
4-4-4-
í þessi 8 ár síðan vínbanninu var lyft
hafa Bandaríkjabúar keypt 14,858,617,041
gallónur af áfengum drykkjum og borgað
fyrir þá 25,534,717,339 dollara.
4-4-4-
Árið 1841 fæddustt 2,500,000 börn í
Bandaríkjunum, en giftingar sama ár
voru 1,500,000.
4-4-4-
Bandaríkin framleiddu 88,570,000 skip-
pund af stáli árið 1941 eða 4,418,000 skip-
pund meira en þau höfðu áður gjört.
4-4-4-
Bæði blaðamenn og mörg líknarfélög
safna fé til að kaupa tóbak fyrir menn í
Bandaríkjahernum. En Þýzkarar skilja
hin skaðlegu áhrif tóbaksins, og snemma
árið 1941 var haldinn fundur í Weimar
ar sem rætt var um reykingar. Þar
om mönnum saman um að ríkið ætti að
berjast á allan mögulegan hátt á móti
tóbaksnautninni.
STJARNAN kemur út einu sinni á
mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist
fyrirfram. Publishers: The Canadian
Union Conference of S. D. A.,
Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can.
Ef þeir, sem keyra bifreiðar minkuðu
liraðann um 10 mílur á klukkutíma,
mundu þeim' endast gúmmíhringirnir til
að keyra 6,300 mílum lengri veg.
4-4-4-
Bandaríkin og Alaska hafa yfir 28,000
mílna strandlengju á meginlandi og eyj-
um til að halda vörð yfir.
4-4-4-
Skegg og hár, sem rakarar sópa upp
af gólfinu er nú notað saman við annað
efni í fatnað, skó, hanska, hatta og hand-
töskur.
4-4-4-
í Noregi er farið að nota skó með tré-
sólum og pappír í stað yfirleðurs.
4-4-4-
Fleiri Ameríkumenn dóu af slysum í
nóvember 1941, heldur en drepnir voru í
áhlaupinu á Pearl Harbor.
4-4-4-
Sagt er að andir og gæsir geti flogið
55 mílur á klukkustund.
4-4-4-
Ríkið Louisiana er um 1 miljón fer-
hyrningsmílur að stærð, það nær yfir allan
Mississippi-dalinn frá Mississippi-fljótinu
vestur að Klettafjöllum, suður að Mexico-
ílóanum og norður að Canada. Árið 1803
keyptu Bandaríkin það af Frakklandi
fyrir 15 miljónir dollara.
4-4-4-
Rómversk-katólska kirkjan bætti við
263,141 nýjum meðlimum í Bandaríkjun-
um árið 1941.
Þjófnaður kemur varla fyrir meðal
Eskimóa. Hegning fyrir þjófnað er sú, að
þeir hlæja hvert skifti sem þeir heyra
hinn seka nefndan á nafn.
4-4-4-
Stjórn Bandaríkjanna hvetur umsjón-
armenn í hergagnaverksmiðjum til að
banna reykingar í verksmiðjunum.