Stjarnan - 01.09.1943, Síða 4

Stjarnan - 01.09.1943, Síða 4
76 STJARNAN yfir eignirnar á einhvern hátt, þó það sé með sigurvinningum og ofbeldi. Guð er höfundur kristnu hugmyndar- innar um eignarétt. Hann segir: “Öll jörð- in er mín”. “Landið er mitt.” 2Mós. 19:5 og 3Mós. 25:23. Davíð sagði: “Alt sem er á himni og jörð er þitt.” Þegar ísraels- menn gáfu til musterisbyggingarinnar sagði Davíð enn fremur: “Frá þér kemur alt og frá þinni hendi er það sem vér höfum þér gefið.” lKron. 29:11.14. “Jörðin er Drottins og hennar fylling.” Sálm. 24:1. Guð segir: “Öll dýrin á mörk- inni heyra mér til, og dýrin á fjöllunum þúsundum saman.” Mitt er silfrið, mitt er gullið.” Sálm. 50:10 og Haggaí 2:8. Þetta er Guðs skoðun á eignarétti og hann bauð sínu fólki að laga líf sitt í samræmi við það. ísrael í fornöld viðurkendi að þeir væru ekki eigendurnir. Landið, og alt sem þeir framleiddu var Guðs. Svo á hverju ári sem viðurkenning um þetta fluttu þeir tíunda hluta afurða sinna til prestanna og Levít- anna isem voru Guðs fulltrúar meðal þeirra. Þetta var ævarandi viðurkenning og sönnun þess að þeir voru leiguliðar en ekki eigendur. Lögmál þeirra heimtaði aðra tíund til að halda upp þjóðhátíðum þeirra. Auk þessa voru tólf tegundir fórna. ísraelsmenn litu eftir fátæklingum sín- um. Það mátti ekki tína tvisvar sama árið ávöxtinn af olíutrjánum, og ekki mátti gjöra eftirleit í víngörðunum. Bindi sem féll niður hjá uppskerumönnunum mátti ekki tína upp. Alt þetta átti að vera handa hinum fátæku. Svo þriðja hvert ár var þriðja tíundin handa hinum fátæku. Á þennan hátt gekk einn fjórði til einn þriðji af öllum tekjum Israelsmanna til þess sem Guð beinlínis fyrirskipaði. Þeir höfðu þannig íengið nákvæma kenslu um eignarétt og meðferð fjár síns, svo Jesús þurfti ekki að kenna þeim þær grundvallarreglur þegar hann kom heldur aðeins skýra þær fyrir þeim, og það er undravert ef maður veitir því eftirtekt hve oft Jesús talar um peninga eða eignir Sjötta hvert vers að tiltölu hjá Matteus, Markús og Lúkasi viðkemur peningum, og 16 af hinum 36 dæmisögum Jesú hljóð- ar upp á rétta eða ranga notkun fjár og eigna. Það er algengt að heyra fólk kvarta um að prestarnir tali of mikið um peninga, það vill fá “gleðiboðskapinn”. Ef peningar hafa ekkert samband við gleðiboðskapinn, þá hefir Jesús tekið mikinn tíma til að prédika um annað en gleðiboðskapinn, og þá er líka mikið af Nýja Testamentinu um annað efni heldur en gleðiboðskap- inn. Heiðna hugmyndin um eignarétt ræður í heiminum í dag. Að fara út og leggj'a undir sig, taka alt sem hönd getur á fest og telja það sitt. Þessi meginregla er bölvun mannkynsins á vorurn tíma. Það er heiðni. Trú hins kristna viðvíkjandi eignarrétti er gagnólík. Alt sem vér höfum er frá Guði. Jafnvel líkamskraftarnir til að afla sér brauðs, og alt sem vér vinnum oss inn tilheyrir Guði. Yér viðurkennum þennan eignarrétt Guðs, þegar vér borgum honum það sem hann hefir sérstaklega áskilið sér, það er tíundina. Afstaða vor gagnvart tíundinni er hin sama og Adams var gagnvart skilnings- tréinu góðs og ils. Yér eigum ekki að snerta hana. Þegar vér notum tiundina til eigin þarfa, þá drýgjum vér sömu synd- ina og vorir fyrstu foreldrar, vér tökum það sem vér eigum ekki, og vér getum ekki búist við öðru en að sama bölvunin hitti oss. Guð vill að öll börn sín borgi tíund. Þessi regla var gefin Guðs fólki, ísraels- börnum, Jesús og postular hans viður- kenna hana í Nýja'Testamentinu, og hún helst við hjá Guðs fólki enn í dag. Tíund- in er kend í 3Mós. 27:30—32. Einn tíundi af tekjum vorum tilheyrir Guði. Svo full- komlega er það hans að það er heilagt. Það var aldrei vort, það er hans og er heilagt fyrir drottni. Ef vér notum sjálfir tíundina þá ræn- um vér því sem heilagt er. Þetta ætti enginn að gjöra, sá sem það gjörir snýr því í bölvun sem átti að vera honum til blessunar. Hjá ísraelsmönnum var tíundin notuð þeim til lífsuppeldis sem unnu við musterið. 4Mós. 18:20—24. 1 Nýja Testa- mentinu er því skýrt tekið fram að tíund- in á að vera til lífsuppeldis fyrir þá sem flytja fagnaðar erindið. lKor. 9:13.14. Jes-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.