Stjarnan - 01.10.1943, Page 2
82
STJARNAN
sami sem skapðai vatnsmelónuna og sem
framkvæmdi kraftaverkið með hinum 5
brauðum og tveimur fiskum.
Eru kristnir menn allir vesalmenni?
Langt frá því. Það þarf mikinn kraft og
hugrekki til að vera kristinn. Biblían
áminnir oss um að íklæðast alvepni Guðs:
“íklæðist Guðs alvepni svo þér staðist
getið djöfulsins vélabrögð, því vér eigum
ekki í stríði við hold og blóð, heldur við
höfðingja og maktarvöld, við heimsdrotna
þessa myrkurs, við vonskunnar anda í
himneskum efnum.
Takið því Guðs alvepni, svo þér getið
veitt mótstöðu á hinum vonda degi og
getið að öllu yfirunnu staðist. Standið því
gyrtir sannleika um lendar yðar. Verið
íklæddir brynju réttlætisins, og útbúið
fætur yðar svo þér séuð reiðubúnir að
flytja fagnaðarboðskap friðarins. En um
fram alt grípið skjöld trúarinnar, sem þér
munuð geta slökt með öll aldleg skeyti
hins vonda, og takið hjálm hjálpræðisins
og sverð andans sem er Guðs orð.
Biðjið á sérhverri tíð í anda með alls-
konar bænum og beiðni, og verið árvakrir
í hinu sama og sífeldlega stöðugir í fyrir-
beiðslu fyrir öllum heilögum.” Efes. 6:11
—18.
Kristinn maður á í stríði við synd,
nautnasýki, geðvonsku, ógirnd, afbrýðis-
semi, dramblæti, lostagirnd og sjálfselsku.
Hann hefir voldugri óvin að berjast við
heldur en nokkur hermaður á orustuvell-
inum. Hann verður að fá hjálp hjá þeim
sem honum er meiri til að geta sigrað.
Vinur minn, án Krists megnar þú ekkert.
Jesús var freistaður á allan hátt eins Qg
vér, en hann sigraði djöfulinn. Og þegar
þú fyrir trúna meðtekur Jesúm í hjarta
þitt, þá er sá sterkari sem er með þér
heldur en sá sem er á móti, og þú hefir
kraft til að vinna sigur.
Mér finst svo barnalegi að biðja. Bæn-
in er þó það volduga afl sem kemur því
til leiðar sem um er beðið. Ritningin segir
oss frá að englar heimsóttu menn sem
svar upp á bæn. Regn hefir komið frá
himni sem svar upp á bæn. Fyrir bæn
hafa menn verið reistir frá dauðum, fang-
elsisdyr verið opnaðar, sjórinn skift sér
til beggja hliða og stormur lægt, alt þetta
sem svar upp á bæn.
Bæn flytur ekki Guð niður til vor, en
hún lyftir oss upp til hans.
Hvað er iðrun? Er hún nauðsynleg?
Öll hrygð er ekki iðrun. Fangelsin eru
full af mönnum sem eru hryggvir, ekki
yfir því að þeir hafi brotið Guðs eða
manna lög, heldur yfir því að þeir urðu
uppvísir. Iðrun er ekki hræðsla. Ef eg
miðaði byssu á þig og skipaði þér að iðr-
ast, eða eg skyldi skjóta þig, og þú lof-
aðir að iðrast. Það væri engin iðrun. Sum-
ir verða hryggvir og iðrast þegar iHa
gengur, en þegar erfiðleikum léttir
byrja þeir aftur sitt gamla syndalíf. Eg
hef heyrt sögu um mann sem vann við
að fleyta timbri niður fljót. Einn dag
féll hann af bjálka ofan í vatnið. Hann
vissi hann var ekki viðbúinn dauða sínum
svo hann bað Guð að frelsa sig. Hann
leit til lands og sá að maður var að
kasta .til hans kaðli, svo hann sagði: “Þu
þarft ekki Guð minn því Bell er að rétta
mér kaðal.”
Kona á skipi einu kom til skipstjórans
og spurði: “Heldur þú við komumst af?’
Skipstjórinn svaraði: “Mrs. Ef þú heíir
nokkurn tíma beðið til Guðs þá gjörðu
það nú.” Þá sagði hún: “Ó, skipstjóri, er
svona komið?”
Yfirbótarverk eru ekki iðrun. Þó menn
þjái líkama sinn á ýmsan hátt þá er það
ekki iðrun. Tilfinning syndar, eða ásökun
samviskunnar er ekki iðrun. Felix skelfd-
ist er hann heyrði talað um komandi dóm,
því hann vissi hann var syndari, en það
var ekki iðrun. Það er ekki iðrun þó menn
leggi af einhvern vondan vana, eða betri
sig að einhverju leyti. Iðrun er skilyrðis-
laus undirgeíni undir Guðs vilja. Iðrun
er ekki einungis sorg yfir syndinni, held-
ur alger skilnaður frá synd. Iðrun kemur
fram í því að menn hafna synd, en snúa
sér alvarlega til Guðs. Þeir taka nýja
stefnu, snúa baki við syndinni til að þjóna
lifandi og sönnum Guði.
Er skírn nauðsynleg íil sáluhjálpar?
Guðs orð tekur því skýrt fram að “sá
sem trúir og verður skírður mun hólpinn
verða”. Þess vegna þurfum vér að iðrast
og láta skírast. Jesús sagði: “Sá sem elskar
mig hann mun varðveita 'mitt orð, og
faðir minn mun elska hann og til hans
munum við koma og taka okkur bústað