Stjarnan - 01.10.1943, Side 6
86
STJARNAN
Þrátt fyrir ósköpin sem ganga á í heim-
inum, þá hefir hann yfirstjórnina í hmum
flóknu vandamálum þjóðanna þó vonlaust
sýnist með þau.
Einu sinni í stríðinu mikla 1914—1918
áður en Ameríski herinn lét til sín taka
var aðeins eitt fótmál milli Þýzkalands
og sigurs. En Þýzkarar vissu það ekki íyr
en það var of seini. Var það af hendingu?
Eða var það yfirstjórn Guðs, sem leyfði
þeim aðeins “hingað og ekki lengra?’
Guð stjórnar og hefir yfirráðin yfir ríkj-
um mannanna. Hann lítur eftir og hefir
hönd á stýrinu til að hegna eða frelsa.
Hvaða þjóð eða einstaklingur sem geng-
ur veg réttlætisins, getur reitt sig a
hjálp hans og umhyggju.
“Þeim sem Guð elska verður alt til
góðs.”
H. F. De Aih.
Gefið blómin, segið hughressingarorðin
í dag
Eg heimsótti stórt sjúkrahús nýlega og
tók eftir því að hjúkrunarkonan var að
laga blómvönd, tína burtu visnu blómin
og hagræða þeim fersku, til að taka þau
aftur inn til sjúklingsins.
“Fá sjúklingar þínir mikið af blómum?”
spurði eg. “Sumir fá blómin áður en þeir
deyja”, svaraði hún og lagði áhersluna á
áður.
Mér flaug í hug þessi athugasemd nokkr-
um dögum seinna. Eg var á heimili kunn-
ingja minna um morguninn þegar fólkið
var að búa sig til að fara í kirkju. Eins
og oft ber við hafði húsmóðirin meir en
sinn hluta af snúningunum. Maður hennar
tók eftir þessu, svo meðan hún var að
ljúka við eitthvað úti í eldhúsinu fór hann
inn í svefnherbergið. Þegar eg gekk fram
hjá dyrunum sá eg hann var að búa um
rúmið. Hann færði það frá veggnum og
með gleðibros á andlitinu var hann að
reyna að slétta rúmfötin sem best hann
gat. Þegar hann var búinn kom hann út
aftur og inn í stofuna. Hann bjóst víst
við að konan yrði glöð og hissa er hún
sá að rúmið var uppbúið.
Þegar hún hafði lokið starfi sínu í
eldhúsinu fór konan inn 1 svefnherbergið.
Eg heyrði hana færa rúmið og sá von-
brigða svipinn á andliti manns hennar.
Hann hafði reynt sem best hann gat að
hjálpa henni, en hún bjó upp rúmið
aftur og hann fékk ekkert þakklæti.
Eg hugsaði með mér, að hún hefði
getað látið rúmið vera, jafnvel þó ekki
væri eins vel búið um eins og ef hún
hefði gjört það. Hún hefði getað sagt:
“Eg er svo glöð þú bjóst um rúmið, Fred,
það flýtti svo mikið fyrir mér.” Eg reyndi
að ímynda mér hvað hann væri að hugsa
um og hvort hann mundi nokkurn tíma
aftur reyna að hjálpa henni í húsinu.
Á öðru heimili sem eg kom hafði konan
haft mikið fyrir að tilreiða góða máltíð
handa fjölskyldu sinni og gestunum. Allir
höfðu bestu matarlyst. Bæði hinn gestur-
inn og eg létum í ljós hve góður matur-
l,in var, kartöflurnar mátulega bakaðar,
skorpusteikin ein sú besta sem við höfðum
smakkað, og salatið var svo lvstugt og
gott.
Það glaðnaði yfir andliti húsmóðurinnar
er hún fékk þetta hrós. Mér virtist sem
eg gæti lesið út úr svip hennar þessi
ótöluðu orð: “Það er gleðiefni að fá viður-
kenning fyrir starf sitt. Eg er óvön við
það”.
Maður hennar eins og þúsundir annara
borðaði matinn með góðri list og líkaði
hann vel, en datt aldrei í hug að láta í
ljósi þakklæti sitt fyrir framreiðsluna.
Það eru mörg vingjarleg orð sem aidrei
eru töluð, þau eru svo mikils virði en
kosta svo lítið. Vér getum glatt aðra og
létt þyrði þe.irra með hughreystandi þakk-
lætisorðum, og sanngjörnu hrósi. Skeð
getur vér mætum ábyrgð fyrir að van-
rækja vingjarnleg hughreystandi orð.
Gefið blómin, segið hughreystingarorðin
nú, dragið það ekki þar til vinur vðar er
látinn.
C. L. Paddock.