Stjarnan - 01.11.1943, Síða 8

Stjarnan - 01.11.1943, Síða 8
96 STJARNAN dagurinn er hvíldardagur drottins Guðs þíns”. Að Jesús hélt lögmálið og hafði löngun til þess að gjöra Föður síns vilja. Sáim. 40:8.9. IPét. 2:22. Að Jesús gjörði lögmálið stórt og veg- legt. Jes. 42:21. Að kristinn maður á að breyta eins og hann breytti. IJóh. 2:4—6. Að þú getur ekki í eigin krafti hlýtt lög- máli Guðs. Ef menn gætu það þá væri engin þörf á frelsara. Að Guðs lögmál er mælikvarðinn sem menn verða dæmdir eftir. Jak. 2:12. Að lögmálið er spegill, sem sýnir mann- inum hið verulega ástand hans. Jak. 1:23 —25. og að fyrir lögmálið kemur þekking syndar. Róm. 3:20 og Róm. 7:7. Að einungis með því að viðurkenna syndir vorar getum vér fengið fyrirgefn- ing fyrir trúna á Krist og verðum þá réttlættir og öðlumst frið við Guð. IJóh. 1:9. Róm. 5:1. og það er mögulegt að réttlætis- kröfur lögmálsins verði uppfyltar í lífi voru. Róm. 8:1—4. Að vér þá erum ekki lengur undir for- dæmingu, þegar vér lifum í samræmi við lögmál Guðs. Syndin hefir þá ekki lengur yfirráðin í lífi voru og þá erum vér ekki lengur undir lögmáli heldur undir náð. Róm. 6:14. Að alt þetta er náðargjöf guðs í Jesú Kristi, en ekkert sem vér höfum verð- skuldað. Efes. 2:10. Róm. 3:24. Að “Þetta er elskan til Guðs að vér höldum hans boðorð og hans boðorð eru ekki þung.” IJóh. 5:3. 2Kor. 5:14. Að lögmál Guðs er í hjarta hins réttláta. Sálm. 1:1—3. og hans gangur er stöðugur. Sálm. 37:31. Að mikinn frið hafa þeir sem varðveita Guðs lögmál og engin ásteyting vofir yfir þeim. Sálm. 119:165. Að “Sælir eru þeir sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir nái að komast að lífs- trénu, og megi innganga um borgarhliðin inn í borgina.” Op. 22:14. Smávegis Vinir mínir, ef þér vissuð hvað mikið mér ríður á að fá inn fé fyrir Stjörnuna þá er eg viss um að flestir ykkar mundu STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can. flýta sér að senda mér dollar til að halda henni uppi. Það mundi ekki vera eins tilfinnanlegt fyrir ykkur að senda einn ddllar eins og fytrir mig að ábyrgjast nokkur hundruð dollara. Hjartans þakk- læti til allra sem þegar hafa borgað og einnig til þeirra sem sent hafa gjafir til alheimsstarfs vors. Blessun Guðs og varð- veizla hans hvíli yfir ykkur öllum. S. Johnson. -f -f + Maurar geta borið byrði sem er 15 til 20 sinnum þyngri en þeir sjálfir. -f > -f Gúmmítré sem plöntuð höfðu verið a Hawaii fyrir 40 árum síðan og svo gleymst, eru nú farin að gefa af sér svo mikinn vökva eða gúmmí hráefni á mánuði að það er nóg til að búa til úr því fleiri þúsund gúmmihringi fyrir bifreiðar. -f -f -f Af hinum 135,832 læknum í Bandaríkj- unum hafa yfir 40,000 gengið í herinn. -f -f -f Meðan sambandsþjóðirnar voru að vinna Norður Afríku undir sig notuðu þær um 1,500.000 gallónur af gasolín á dag. -f -f -f Margir mundu lifa hamingjusömu lífi ef þeir væru eins hugsunarlausir uro annara skyldur eins og þeir eru um sínar eigin. -f -f -f Leifðu þér enga nautn eða skemtun sem veldur öðrum sorg. -f -f -f í Bergen veiddu menn 10 þúsund hrafna árið sem leið. Einn maður veiddi 800 af þeim. Kjötið var notað til fæðu en fiðr- ið selt. Svo það mátti heita að alt vseri notað nema nefið og klærnar. -f -f -f Það er þúsund. sinnum betra að eiga sannan kristindóm, heldur en einung’s að prédika um hann.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.