Stjarnan - 01.12.1943, Side 1
STJARNAN
DESEMBER 1943.
LUNDAR, MAN.
“Hann er vor faðir”
Rétt áður en flugskipið “Akron” féll nið-
nr í Atlantshafið hrópaði yfirmaðurinn:
Verið viðbúnir slysi”. Siðmenning heims-
lns er að liðast sundur. Eyðilegging hennar
ryllir hjörtu manna hvarvetna með ótta og
skelfingu.
^að er sorgardagur nú í heiminum fyrir
Pá sem elska frið. Stríðið hefir geysað svo
^rum skiftir og mannkynið lifir í sífeldum
otta fyrir því að sá eldur aukist og út-
weiðist.
Hvað er rangt við íbúa heimsins? Hvað er
°rsök og undirrót allra þeirra svika, glæpa
undirokunar, sem nú á sér stað í heim-
urum? Hvað hefir steypt mönnunum niður
1 slíkt siðleysi og villimensku?
^eir sem alvarlega hafa rannsakað sögu
ruannkynsins segja oss að á síðari áratug-
Urn hafi hugsunarháttur manna verið eitr-
uður af efnishyggju, svo þeir hafi vanrækt
síua eilífu velferð. Menn hafa gleymt Guði
Vér höfum reynt að komast af án grund-
vallaratriða réttlætisins. Og ástand heims-
ms er eins og það er af því vér höfum
vikið frá mælisnúru réttlætisins, Biblíunni.
Tíu boðorðin eru einkis virt nú á tímum.
Eitt þeirra segir: “Þú skalt ekki ljúgvitni
kera”, og annað segir: “Þú skalt ekki girn-
ast”. Mós. 20:16.17. Menn og þjóðir fótum-
troða þessi áríðandi boðorð, þannig er alt
siðferðislögmál lagt til hliðar, svo ekkert
er örugt eða óhult lengur.
Öruggleikinn er farinn þegar menn hafa
gleymt Guði því hann einn getur veitt
frið og öruggleika. Menn tala um nýtt fyrir-
komulag í heiminum eftir yfirstandandi
stríð. Menn töluðu þannig eftir 1918, og
reyndu einlæglega að bæta úr ástandinu,
en það mishepnaðist. Án Guðs verða allar
umbótatilraunir manna alveg árangurslaus-
ar: “Ef Guð ekki byggir húsið erfiða smið-
irnir til einkis”. Sálm. 127:1. Þessa setningu
má heimfæra upp á siðmenningu, þjóðir
og einstaklinga.
Þegar menn ekki taka Guð með í áform-
um sínum og vonum, þá villast þeir af
leið, lenda í vandræðum og eyðileggingu.
Hin brýnasta þörf vor nú er iðrun fyrir
syndir vorar sem einstaklingar og þjóð, og
afturhvarf til Guðs, til að ganga á hans
vegi, eins og hann kennir oss í sínu orði,
Biblíunni.
Einungis á þennan hátt getum vér öðlast
frið -Og öruggleik jafnvel mitt í þessum
friðlausa heimi. Já, þó þjóðir geti farist á
einni nóttu, miljónir manna, kvenna og
barna verið drepið, eða það sem verra er,
hrakið alslaust burt frá heimilum sínum
í allar áttir, þá geta menn fyrir samfélag
við Guð haft öruggleik í gegn um alla
erfiðleika.
Vér lifum einmitt á því tímabili sem
Jesús talar um er hann segir: “Menn munu
deyja af angistarfullri eftirvænting þess er
yfir allan heiminn mun koma”. En jafn-
vel á þessum skelfingartímum getum vér
haft frið og öruggleika, eini vegurinn til
þess er að hafa Jesús í hjörtum vorum,
hann er friðarhöfðinginn. Orð hans, sem
vér finnum í Biblíunni eru oss gefin til
þess vér getum haft “hans frið” stöðugan
í oss mitt í öllum erfiðleikum. “Þetta hef
eg talað til yðar svo þér mættuð hafa frið.
í heiminum munuð þér hafa þrenging en
verið öruggir, eg hef sigrað heiminn”. Jóh.
16:33. Rómverska ríkið á Krists dögum var
siðspilt. Einstaklingar og þjóðir gengu á
bak orða sinna. Kristnir menn voru of-
sóttir. Þeim var kastað fyrir óargadýr, þeir
voru brendir á báli, en þetta kristna fólk