Stjarnan - 01.12.1943, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.12.1943, Qupperneq 2
98 STJARNAN hafði frið í hjarta sínu, þann “Guðs frið”, sem yfirgengur allan skilning. Það er hann sem “heldur hjörtum yðar og hugsunum stöðuglega við Jesúm Krist”. Fil. 4:7. Jesús veitir oss þann frið og rósemi, sem vér óskum og þráum. Þótt ríki þessa heims rísi eða falli, þá er þó einn, sem aldrei breytist. “Jesús er sá sami í gær og í dag og um aldir”. Ef vér erum eitt með Jesú þá njótum vér hans friðar og öruggleika, og eilífrar til- veru með honum. Sá sem hefir Jesúm í hjarta sínu er varðveittur frá hræðslu og kvíða. Roosevelt forseti og Mr. Churchill nefndu fjögur atriði sem væru nauðsynleg svo menn gætu notið rósemi lífsins. Það var að geta verið óhultur og óhræddur, hafa trúfrelsi, málfrelsi, og nauðsynjar lífsins. Guð hefir ætíð verið athvarf barna sinna. Þegar Davíð fyrir 3000 árum síðan var umkringdur af óvinum, sagði hann: “Sá sem dvelur í skjóli hins hæsta hvílir óhult- ur í skugga hins almáttuga Drottinn er mitt athvarf og mitt vígi, minn Guð á hvern eg treysti”. “Þú skalt ekki óttast næt- urinnar skelfingu, né þær örvar sem fljúga á daginn”. Sálm. 91:1—5. Þetta seinasta vers hljómar eins og verið væri að lýsa árásum óvinanna dag og nótt. Návist Guðs rekur óttann í burtu. Sá maður sem hefir líf sitt falið með Kristi í Guði hefir örugg- an frið í hjarta sínu. Salómon segir: “Hver sem hlýðir mér, sá mun óhultur búa og ekki hræðast hið illa.” Orðskv. 1:33. í stríðslöndunum er fjöldi fólks sem lifir í sífeldri hræðslu og hefir taugar sínar alveg eyðilagðar vegna endurtekinna loft- árása. En þó undarlegt megi sýnast þá virðist sem lifandi trúaðar manneskjur styrkist í trú sinni gegn um hætturnar sem yfir vofa. Þær vita af eigin reynsiu að kristna trúin er verulegleiki og að ávöxt- ur hennar er friður guðs í hjartanu. Kona ein var spurð hvernig hún hefði getað afborið hinar stöðugu loftárásir á Lundúna borg. Hún svaraði að hún hefði skrifað með stóru letri á vegginn á neðanjarðar- skýlinu tvo eftirfarandi Biblíutexta: “í friði legst eg fyrir, í friði sef eg, því þú einn Drottinn, ert það sem lætur mig búa óhultan”. “Drottins englar setja herbúðir kring um þá sem hann óttast og vernda þá.” Sálm. 4:8 og 34:7. Þessi guðs fyrirheit nægðu henni svo hún svaf rólega. Á sama hátt og þessi guðrækna kona fann frið og rósemi þannig geta aðrir fund- ið hann og notið hans. Hjartað verður fyrst og fremst að vera í samræmi við hans heil- aga vilja, og þá gætir maður allra hans boðorða og breytir eftir þeim og grund- völlur þeirra er kærleikur — kærleikur til Guðs og kærleikur til meðbræðra vorra. Ef menn hlýddu orðum Krists: “Elska hver annan eins og eg hef elskað yður”, þá mundi greiðast fljótt og vel úr öllum vandamálum. Hernaður og ofbeldi getur ekki sigrað heiminn. Napóleon komst að raun um það eftir að hann hafði lagt alt sitt fram til að ná Evrópu undir sig. Það er haft eftir honum þegar hann var útlegi á eyju í Atlantshafinu: “Alexander, Júlíus Caesar og eg stofnuðum ríki með hernaði og hvers erum við metnir nú? En Jesús Kristur stofnaði ríki sitt með valdi kær- leikans og miljónir manna, enn þann dag í dag mundu fúslega leggja niður líf sitt fyrir hann”. Vinur minn, lít til J(>sú. Athugaðu hvað hann hefir gjört fyrir þig, hvað hann býður þér, hvað hann vill gjöra fyrir þig. Hvað er hann fyrir þig? Hvernig snýr þú þér gagnvart honum? Miðpunktur fagnaðarerindisins er Jesús Kristur. Fagnaðar erindi frelsisins er inni- falið í persónu, lífi, starfi, þjáningum, stöðu og dýrð Krists. Jesús er vegurinn, vér fylgjum honum. Hann er sannleikurinn, vér meðtökum hann og trúum honum. Hann er vort líf, vér liíum fyrir hann og í hon- um. Hann er Drottinn vor, vér kjósum hanri til að stjórna oss. Hann er húsbóndi vor vér hlýðum og þjónum honum. Hann er kerinari vor sem kennir oss veg sáluhjálp- arinnar. Hann er spámaður vor sem sýnir oss framtíðina. Hann er frelsari vor sem úthelti blóði sínu oss til friðþægingar. Hann er æðsti prestur og talsmaður vor, sem æ lifir til að biðja fyrir oss. Hann forlíkar oss við Guð. Hann er frelsari vor sem frelsar til hins ítrasta “alla sem koma til Guðs fyrir hann”. Hann er stofninn, vér erum greinarnar. Hann er lífsins brauð fyrir oss. Hann er dyrnar sem vér göngum gegnum inn í himininn. Hann er hinn sanni vínviður, vér erum í honum, sem lifandi greinar. Hann er vort lífsins vatn. Hann er hinn

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.