Stjarnan - 01.12.1943, Side 3
99
STJARNAN
fegursti meðal tíu þúsunda, vér hyilum
uann framar öllum öðrum.
Hann er ljómi föðursins dýrðar og ímynd
hans veru, vér leitumst við að endurspegla
hans hugarfar. Hann stjórnar öllu með
0rði síns máttar, vér reiðum oss á hann.
Hann er vort réttlæti. Hann er sá sem
helgar oss. Hann er vinur vor sem upp-
fyllir allar þarfir vorar. Hann er bróðir
Vor sem hughreystir oss í erfiðleikunum.
Hann er vor etirþráði komandi konungur.
1 gegn um alla óvissu og erfiðleika lífsins
bíðum vér hans með þolinmæði. Vér get-
um aldrei sýnt honum of mikla lotningu.
Hann verðskuldar miklu meiri kærleika,
betri þjónustu, fullkomnara traust, og hjart
næmari lofgjörð og þakklæti, heldur en vér
getum í té látið. Vér getum aldrei gjört of
mikið af því að elska hann, þjóna honum
og hlýða, treysta honum og vegsama hann.
Dýrð vald varðing og vegsemd hæst,
vizka magt, speki og lofgjörð stærst, sé
þér á Jesús herra hár, og heiður klár, amen,
amen um eilíf ár. H. P.
Jólagleðin
Hað var fyrsta vikan, sem Rut North
§°kk á Cedardale skólann. Móðir hennar
vissi að henni leið ekki sem best, en hún
spurði hana ekki um orsökina.
Á föstudagskvöldið sagði Rut við móður
sina: “Stúlkurnar á skólanum vilja ekki
hafa mig með sér”. Móðir hennar spurði
hvers vegna hún héldi það. Þær standa
saman í hóp. Einu sinni þegar eg fór yfir
H1 þeirra, þá heyrði eg Mary Leu segja:
“Lítið á mjóu leggina hennar, þau hljóta
að vera ósköp fátæk. Eg vissi þær voru að
tala um mig. Erum við fátæk?
“Nei, barnig mitt. Þeir einir eru fátækir
sem ímynda sér þeir séu það. Við höfum
ekki eins mikla peninga eins og áður en
læknirinn sendi föður þinn suður sér til
heilsubótar. Eg get ekki gefið ykkur börn-
unum eins gott fæði eins og eg vildi. En
við erum rík af kærleika. Kærðu þig
ekkert um hvað stúlkurnar segja. Þær eru
svona við ókunnuga. Ver þú kurteis og glað-
ieg og svaraðu vingjarnlega, Guð mun
endurgjalda þér.”
“Það er þungt þegar þær tala um jólin
°g segja frá hvað þær vonast eftir að fá
°g hvað þær ætla að gefa, þær eru svo
glaðar yfir því. Edna spurði mig hvað
eg ætti að fá. Eg sagðist ekki vita það fyr
en að því kæmi, það væri miklu meira
gaman að fá það óvænt”.
“Þú svaraðir vel”, sögðu þær og hlógu.
Svo bættu þær við: “Eg skal veðja að hún
fær ekkert nema brjóstsykurmola í tánni
á sokknum sínum”.
“Jólin eru ekki aðeins tími til að gefa
°§ þiggja gjafir. Það er kærleikur Krists
í hjörtum vorum sem leiðir oss til að gleðja
aðra. Kom þú hingað og sittu hjá mér og
eg skal segja þér sögu. Þegar eg var lítil
stúlka voru fiestir fátækir í kring um okk-
ur. Við vorum sjö systkinin og foreldrar
okkar áttu fult í fangi með að fæða okkur
Pabbi hafði dálitla verzlun. en hann lán-
aði vörur, og þeir voru margir sem aldrei
borguðu skuldir sínar. Læknirinn skuldaði
okkur 400 dollara”.
“Var það verzlun Sheldons afa míns?”
“Já, pabbi vissi að fólk átti erfitt með
að fá peninga, og hann var of hjartagóður
til að geta gengið eftir skuldunum. Margir
fleiri skulduðu honum og það alt upp að
600 dollurum.”
“Afi var altaf svo góður og skemtilegur
maður”, sagði Rut.
“Mömmu þótti ósköp vænt um okkur og
langaði til að við hefðum skemtileg jól.
Aðferð hennar til þess var að gefa með
sér þeim sem fátækari voru. Pabbi fór
á veiðar og náði ef til vill í fáeina héra,
svo matreiddi mamma og sendi mig með
einn þeirra til gömlu blindu negrakon-
unnar, sem bjó í útjaðri þorpsins.”
“Eg vildi eg gæti gefið litlu systkinum
mínum eitthvað til að gleðja þau.”
“Það er oft í lífinu, elskan mín sem við
verðum að treysta Guði til að gefa okkur
það sem best er fyrir okkur. Eg man eftir
því einu sinni það leit svo út sem við
mundum ekkert fá. Mamma sagði okkur að
biðja Guð að gefa okkur, ekki það sem
okkur helst langaði til, heldur það sem
við þyrftum. Jólakvöldið bakaði hún fáein-
ar smákökur. Við hengdum upp sokkana
okkar, og um nóttina kom Ben móður-
bróðir okkar sem við höfum ekki séð í mörg
ár. ó hvað skemtileg jól við höfðum”.
“Eg vildi eg hefði eitthvað að gefa”.