Stjarnan - 01.04.1944, Blaðsíða 4
28
STJARNAN
Dagsbrún friðarins
Menn þrá öruggleik, ró og frið. Þetta er
erfðaréttur mannsins. En alt umhverfis eru
sviknar vonir, sorg; neyð, sjúkdómar, skort-
ur og óvissa. Satan bindur og setur í þræl-
dóm þá sem hann getur náð, hlær og hlakk-
ar yfir eymd þeirra og rekur þá áfram
til vissrar glötunar. Ekkjur og föðurleys-
ingjar eru óteljandi, einnig aldurhnignir,
hjálparlausir særðir og vitskertir. Sorg-
bitnir feður, mæður og eiginkonur fá stöð-
ugt þennan boðskap um ástvini sína: “Lét
Hf sitt í þjónustu föðurlandsins.” Ó, hvað
vér þráum að yfirstandandi hörmungar
taki enda.
Er hvergi hjálp að fá? Er enginn til er
frelsa' kunni frá þrældómi og dauða? Jú,
vissulega. Frá hinum dimmu skuggum
Hausaskeljastaðarins, gegn um ofsóknir
Rómaveldis og eyðileggingar miðaldanna,
yfirgnæfandi hróp harðstjóra og hávaða
nútíans, hljómar gleðiboðskapur Friðar-
höfðingj ans:
“Verið öruggir. Hjörtu yðar skelfist ekki.
Eg mun koma aftur og taka yður til mín.”
“Sjá, eg gjöri alt nýtt.” “Guð mun þerra
hvert tár af þeirra augum og dauðinn mun
ekki framar til vera, hvorki harmur vein né
mæða mun framar til vera því hið fyrra er
farið.”
Hvílík gleði. Ó sá fögnuður. Friðarhöfð-
inginn mun vissulega koma. Hann mun
eyðileggja óvinina og stofna sitt eilífa
friðarríki. Þegar hann kemur verða engar
þjáningar framar, engar sóttir, engin veiki,
enginn dauði, enginn vinaskilnaður fram-
ar.
Þetta verður nýtt fyrirkomulag, sem
Jesús stofnar. Þráir þú að verða laus við
þjáningarnar, fátækt og áhyggjur? Mundir
þú ekki gleðjast yfir að geta í friði notið
félagsskapar ástvina þinna? Alt þetta og
miklu meira en vér getum hugsað oss, mun-
um vér öðlast þegar Jesús stofnar sitt
eilífa ríki.
En það er verk að vinna áður en þetta
ríki hefst. Lærisveinar Jesú verða að ljúka
við það verk sem hann fékk þeim að vinna
er hann sagði: “Farið út um allan heim
og kunngjörið gleðiboðskapinn allri
skepnu.” Þegar því er lokið þá mun endir-
inn koma. Endir á sorg og synd. Þá verður
ríki friðarins sett á stofn. Þar verður eilíft
líf, velgengni, nægtir og hamingja, óút-
málanleg dýrð og gleði.
í hlýðni við skipun Frelsarans starfa
trúboðar Sjöunda dags Aðventista á fleiri
og fleiri stöðum, og gjöra enga tilraun-til
að auðga sjálfa sig. Þeir yfirgefa heimili
og vini til að flytja boðskapinn, prédika,
kenna og lækna. Það sem hvetur þá til
starfs er kærleiki Krists og fullvissan um
að þegar fagnaðarerindið hefir verið flutt
til vitnisburðar öllum þjóðum að þá mun
endirinn koma.
Sjöunda dags Aðventistar sendu fyrsta
starfsmann sinn til útlanda 1874. Síðan
hafa þeir sent nærri 5,000 starfsmenn út
um heiminn, sem nú prédika á 810 tungu-
málum. Nýlega hafa þeir byrjað starf í
landi sem alt til síðustu tíma hefir verið
lokað fyrir öllu trúboðsstarfi. Það er Tíbet.
Nú eru dyrnar loksins opnaðar og trúboðs-
stöð er stofnsett í Lhasa, höfuðborg ríkis-
ins.
Vér lifum á “tíma endisins”, sem spá-
maðurinn sagði fyrir þegar nýtízku sam-
göngutæki, gnægð fjár, og guðelskandi
hjörtu þeirra, sem elska tilkomu Frels-
arans, er alt sameinað til að flytja í skyndi
fagnaðarerindi til allrar skepnu, út um all-
an heim. Það getur nú ekki verið langt
þangað til verkinu verður lokið, því ýið
höfum loforð um að “fljótan úrskurð mun
Drottinn gjöra á jörðinni.”
Þetta dimmasta tímabil í sögu heimsins
er rétt á undan dagsbrún friðarins, þegar
Jesús stofnar ríki sitt. Bráðum kemur
Lausnarinn ög þeir munu fagna honum sem
“elska tilkomu hans”, þeir sem bíða og
vænta hans. Vér getum flýtt fyrir komu
hans með því að hjálpa til að senda gleði-
boðskápinn út til yztu endimarka heims-
ins. Ef vér getum ekki sjálfir farið út sem
trúboðar, þá getum vér gefið af eigum vor-
um til að fæða þá sem sendir eru. Ó hví-
lík einkaréttindi að starfa fyrir konung
friðarins, elska tilkomu hans og gleðjast í
von Guðs barna.
Kæri lesari, elskar þú Frelsarann? Þekk-