Stjarnan - 01.04.1944, Blaðsíða 8
32
STJARNAN
Viðhald starfsins
“Verið orðsins gjörendur, og ekki ein-
ungis heyrendur”, segir Jakob postuli. Það
er ekki nóg að vér sjálfir þekkjum fagn-
aðarboðskapinn, vér verðum líka að flytja
hann öðrum.
Starg Guðs ríkis í heiminum útheimtar
samvinnu. Almættiskraftur Guðs er sam-
einaður mannlegum tilraunum. Bóndinn
verður að plægja jörðina, sá í hana og
líta eftir gróðrinum, svo Guð geti gefið
uppskeruna. Sömuleiðis verða menn og
konur að prenta Biblíur, byggja kirkjur og
skóla og stofna sjúkrahús. Vér verðum að
undirbúa lækna og hjúkrunarkonur, kenn-
ara og prédikara. Stofnanir settar á fót
þurfa að hafa öll nauðsynleg áhöld, og það
verður að halda þeim við. Starfsmenn verða
að ferðast þangað sem þeir eiga að starfa.
Alt þetta tekur mikið fé, og hér er það
sem þú og eg getum komist að. Guð leyfir
oss að vera hluthafar í starfi hans með
því að gefa honum nokkurn hluta þess,
sem vér eignustum.
Sjöunda dags Aðventistar hafa trú á
kenningum Biblíunnar viðvíkjandi tíund
og fórnum. Einn tíundi hluti af tekjum
vorum tilheyra Guði. Þessi tíund á að vera
til þess að fæða og klæða þá, sem prédika
fagnaðar erindið, bæði nær og fjær. Eng-
inn hefir leyfi að nota tíund sína til ann-
ars. Tíund fyrir árið 1942 var 12,137,713
dollarar.
Tíundin er aðeins partur af því fé sem
með þarf. Stórar upphæðir koma inn sem
fríviljugar gjafir. Tíundin er aðeins að
borga til Guðs það sem hann á sjálfur.
Hann áskilur sér það eins og húseigand-
inn ákveður um húsaleikuna. Þegar vér
höfum borgað það sem hans er, þá er tæki-
færi til að gefa, ekki af því vér verðum
að gjöra það, heldur af því oss langar til
að láta í ljósi þakklæti vort og eisku til
hans, sem gefur bss alla góða hluti, og
gaf sjálfan sig út fyrir oss. Árið 1942 gáfu
Sjöunda dags Aðventistar heiminum yfir
sjö miljónir dollara auk tíundarinnar.
Trúmenska í að borga tíund og fórnir
veitir gefandanum mikla andlega blessun,
því á þann hátt verður hann hlutahafi í
alheims starfi kristniboðsins, honum sjálf-
um og öðrum til tímanlegrar og eilífrar
blessunar, slíkt tækifæri er ekki bundið
STJARNAN kemur út einu sinni á
mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist
fyrirfram. Publishers: The Canadian
Union Conference of S. D. A.,
Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can.
við neinn sérstakan flokk manna. Fjöldi
almennings er hrifinn af starfi Sjöunda
dags Aðventista og vér meðtökum með
þakklæti það sem þeir óska að leggja fram
til eflingar starfsins. Innsöfnunarblaðið er
árleg skýrsla sem minnir lesarann á, að
ennþá er nýtt tækifæri til að leggja fram
fé til hjálpar nauðbeygðu mannkyni. Árið
1942 gaf almenningur yfir eina og hálfa
miljón dollara. Það getur glatt þig, að það
sem þú gafst hjálpaði til að fylla þessa
tölu. Nú er enn tækifæri fyrir þig ásamt
öðrum að njóta þeirrar blessunar sem veit-
^ ist með því að senda sannleika, ljós, lækn-
ing og uppörfun í enn stærri stíl út um
heiminn, sem nú þarfnast þessa svo mjög.
Slík framlög bera mikinn ávöxt. Þau
safna fjársjóð á himni fyrir gefandann, þar
sem mölur og ryð getur ekki grandað, né
þjófar eftirgrafist. Það hjálpar til að fram-
kvæma skipun Biblíunnar um að flytja
fagnaðar erindið út um allan heiminn.
Roger Altman.
Smávegis
Þegar sjómenn sem bjargað er koma á
land og njóta aðhlynningar hjá Rauða
krossinum þá hafa þeir mesta löngun í egg
og ávaxtavökva.
Hermenn nota helmingi meiri sápu held-
ur en almenningur, eða tvö og hálft pund
á mánuði. Sjóherinn hefir keypt 45 milj-
pund síðastliðin tvö ár.
Fræin af sólarblóminu (Sunflower) eru
í Þýzkalandi notuð sem sælgæti.
♦ ♦ ♦
Innlendu hermennirnir á Gold Coast
Vestur-Afríku undir stjórn Breta hafa
leyfi til að hafa konur sínar með sér 1 her-
búðunum. Þeir sem lægst standa mega
hafa eina konu með sér, sargents mega
hafa tvær og sargent majors mega hafa
fjórar.