Stjarnan - 01.11.1944, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.11.1944, Blaðsíða 3
STJARNAN 83 Frá Suður-Asíu Þegar alt gengur öfugt í heiminum og menn eru áhyggjufullir yfir ástandinu, þá eru samtímis þúsundir manna, sem leita Ijóss og leiðbeininga. Skelfingarástand heimsins eins og það nú er leiðir menn og konur til að sækjast eftir einhverju betra heldur en þeir hafa. Aldrei í sögu starfs vors höfum vér haft eins mörg tækifæri eins og nú til að pré- dika fagnaðarerindið. Dunbar W. Smith prédikaði í borginni Colombo og eitt hundr- að manns tóku móti fagnaðar erindinu. Þetta var nokkuð nýtt í starfi voru í Suður Asíu. Besti árangur varð líka af starfi A. E. Rawsons í Caicutta og Rangoon. Ennþá œeiri árangur hefði þó eíalaust orðið af starfi hans hefði ekki innrás óvinanna kom- ið til hindrunar. Vér höfum einnig frétt að nú er fengið tækifæri til að starfa meðal fólks í Nepai. Það er land sem áður hefir verið lokað fyrir öllu kristindómsstarfi. Fólk sem komið hefir þaðan niður til Indlands í verzlunarerindum hefir kynst boðskapn- um lítið eitt í viðkynningu við starfsmenn vora þar, og nú biður þetta fólk bæði um bækur og' starfsmenn. Vér vonum bráðum að geta sent nokkra af þeirra eigin mönn- um til að flytja Nepals fólki boðskapinn. Sumir sem meðtaka fagnaðarerindið verða að líða ofsóknir fyrir trú sína. Það þarf sterka trú og mikinn Guðs kraft til að geta staðist það. E. D. Thomas sagði nýlega frá konu, sem hafði tekið kristna trú. Ættingjar hennar ofsóttu hana. Af því hún var ekkja varð hún að búa hjá dóttur sinni, sem var gift. Henni var bann- að að fara á hvíldardagaskólann og aðrar samkomur. Til þess að gjöra henni þetta ómögulegt var hún lokuð inni á hverjum hvíldardegi. Formaður hvíldardagaskólans kom einn hvíldardag til að sjá hana og fann þá að hún var lokuð inni, hann gat talað við hana aðeins gegnum gluggann.. Þegar hann spurði hvernig henni liði, svaraði hún: “Mér líður vel. Jesús er hér hjá mér og við höfum það svo ánægjulegt.” Ofsóknir hindra ekki Guðs börn frá að gjöra það sem þau vita rétt vera. Vitni Kriáts O. A. Skau var sá síðasti af útlendum starfsmönnum vorum, sem yfirgaf Burma þegar óvinirnir ruddust inn í landið. Hann segir frá reynslu nokkurra unglinga, sem urðu að flýja frá Meiktila skólanum. Það sýnir hvernig unga fólkið í Burma vitnar fyrir Krist á hættunnar tímum. Hann seg- ir svo frá: Oss var sagt að herstjórnin vildi fá skóla vorn, svo það varð að senda nem- endurna heim með mjög stuttum fyrir- vara. Hópur þeirra beið eftir lest á stórri járnbrautarstöð, og nú heyrðu þeir alt í einu til flugvéla óvinanna uppi í loftinu og þeim var skipað að flýja. Þetta var ný og þung reynsla, en unglingar þessir þó þeir yrðu hræddir voru hughreystir með ávarpi frá einum í þeirra flokki. Ein af stúlkunum sagði: “Verið þið óhrædd og hlaupið ekki í burtu. Mamma Skau og fólkið hennar biður fyrir okkur. Við skul- um biðja.” Svo féll hún á kné og hinir unglingarnir líka þarna við járnbrautar- stöðina og beiddu Guð um varðveislu sam- kvæmt loforðunum í bók hans. Hafði Guð ekki sagt: “Eg em Drottinn þmn Guð, sem held í þína hægri hönd og segi til þín: Ótt- ast eigi, eg hjálpa þér.” Es. 41:13. Var ekki þetta gott tækifwri til að æfa lexíur þær sem þau höfðu lært í Biblíunni. Rósemi þessara unglinga og bæn þeirra þarna við járnbrautarstöðina meðan flug- vélar óvinanna svifu uppi í loftinu hafði djúp áhrif á marga sem framhjá fóru, þeir voru stöðvaðir á flótta sínum og öðluðust hughreystingu. Hvílík ógleymanleg lexía þessi bænasamkoma hlýtur að hafa verið fyrir þá sem voru vitni til hennar. Þeir sem krupu þar þennan morgun hafa án efa fest í hug áhorfendanna þessa hugsun “Á Guð treysti eg og óttast ekki, hvaö geta mennirnir gjört mér?” Sálm. 56:4 “Drottinn er með mér eg mun ekki hræð- ast, hvað geta mennirnir gjört mér.” Sálm. 118:6. “Óttastu ekki því eg er þinn Guð, eg styrki þig eg hjálpa þér, eg held þér með minni trúfastri hægri hendi.” Es. 41:10. Enska biblían hefir verið þýdd eða end- urskoðuð fimmtíu sinnum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.