Stjarnan - 01.11.1944, Síða 4
84
STJARNAN
Njóttu gleði yfirátandandi tíma
Frederick Van Ryn var 25 ára að aldri.
Hann gekk félaus og svangur um götur
borgarinnar New York, þar, sem álitið var
hægðarleikur að fá vinnu. Hann vissi ekki
hvað hann átti að gjöra. Hann hélt hann
gæti skrifað en hann kunni ekki enska
tungu, ekki nógu vel til þess. Svo hann
gekk um göturnar til að verða ekki á vegi
konurnar, sei?i hann leigði hjá. Hann þáði
ókeypis matarbita þegar kostur var á.
Einn dag mætti hann stórum ljóshærð-
um manni. Hann kannaðist strax við að
það var Chaliapin. Hann hafði staðið svo
klukkutímum skifti og beðið eftir að kom-
ast inn og fá sæti til að hlusta á söng hans
í Moskva, og seinna þegar h'ann vann fyrir
fréttablað í París, þá heimsótti hann þenn-
an fræga mann. Auðvitað gat hann ekki
búist við að þessi heimsfrægi söngmaður
myndi eftir sér, óþektum ungling. En hann
ætlaði samt að láta það ráðast að tala til
hans. En Chaliapin mundi eftir honum og
heilsaði honum hjartanlega.
Chaliapin hefir að líkindum getið sér til
hvernig unga manninum leið, svo eftir
hann hafði talað við hann um stund stakk
hann upp á að hann kæmi með honum á
veitingahúsið þar sem hann dvaldi á 103.
stræti og Broadway. Það var komið nálægt
hádegi og Van Ryn hafði verið á gangi yfir
5 klukkustundir svo hann mótmælti þessu
og sagði það væri yfir 64. stræti. En Chal-
iapin greip fram í fyrir honum og sagði:
“Hvaða vitleysa, við göngum yfir 5. stræti
og skamt á milli þeirra.”
“Fimm stræti og skamt á milli þeirra,”
endurtók Van Ryn með undrun. “Já, en
auðvitað ekki ofan á veitin^ahúsið, heldur
ofan á sjötta stræti.” Van Ryn skildi ekki
þetta en fór með honum. Þar ,biðu þeir
um stund og horfðu á það sem fyrir augun
bar. Svo héldu þeir áfram göngu sinni og
Chaliapin sagði. “Nú eru það aðeins ellefu
stræti.”
Ungi maðurinn skildi ekkert í þessu en
hélt þó áfram, og næst staðnæmdust þeir
við Carnegie höllina. Chaliapin sagði hann
hefði gaman af að virða fyrir sér andlit
þeirra sem kæmu til að kaupa aðgöngu-
miða að skemtunum þeim sem þar væru
haldnar. Bráðum fóru þeir at stað aftur
og nú var farðinni heitið í skemtigarð mið-
borgarinnar, þar, sagði Chaliapin að væri
api, sem líktist söngmanni einum er hann
þekti. Hér um bil 12 strætum lengra í
burtu sáu þeir sykur og sælgæti í búðar-
glugga einum. Chaliapin, sem var undir
læknishendi andvarpaði og sagði að þetta
minti sig á æskudagana.
Van Ryn sagði frá seinna að oftast nær
hefði honum fundist hann vera hálfdauð-
ur eftir slíkt ferðalag, en honum til mestu
undrunar leið honum nú betur en marga
undanfarna daga. Næst litu þeir yfir á-
vaxta sölutorg á 90. stræti og skoðuðu ný-
máluð neðanjarðargöng á 96. stræti. Þegar
þeir loksins komu að veitingahúsinu hló
Chaliapin og sagði: “Það tók ekki langan
tíma. Nú skulum við fá okkur eitthvað að
borða.”
Að lokinni góðri máltíð játaði Chaliapin
fyrir gesti sínum að hann hefði haft vissan
tilgang með að fá hann til að ganga yfir
þessi 64. stræti. “Þú munt aldrei gleyma
því. Þetta er lexía til að kenna okkur að
lifa. Þú skalt aldrei vera áhyggjufullur
út af vegalengdinni milli þín og áfanga-
staðar þíns. Hafðu hugann á því sem næst
þér er. Láttu ekki fjarlægð eða framtíð
valda þér órósemi. Hugsaðu um alt sem er
til gleði og ánægju, hversu lítilfj örlegt sem
það er, sem þú getur notið á yfirstand-
andi stundinni.”
Þetta var fyrir meir en tuttugu árum
síðan. Þessi maður, Van Ryn, sem þá var
alslaus er nú vel fjáður. Hann segir að
lexían sem Chaliapin gaf honum hafi oft
haldið honum uppi.
Hið fyrsta sem hann ásetti sér að gjöra
var að læra ensku vel. En hann sagði ekki
við sjálfan sig að það yrðu mörg ár þangað
til hann næði því takmarki svo hann gæti
skrifað málið vel. Nei. Hann sagði: “í dag
er 38 orð á ritstjórnar blaðsíu New York
Times, sem eg skil ekki, á morgun verða
þau aðeins 30.”
Þetta hjálpaði honum líka þegar hann
varð fyrir fjármissi. “Hefði eg reiknað út,”
sagði hann sjálfur, “að það yrðu 208 vikur
sem eg varð að neita mér um öll þægindi,