Stjarnan - 01.11.1944, Side 5
STJARNAN
85
þá er eg hræddur um að eg hefði gefist
upp. En eg sagði við sjálfan mig: “Mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga vinn eg
fyrir skuldheimtumenn mína, en hina dag-
ana fyrir sjálfan mig.” Þetta hljómaði
miklu betur í eyrum. Loks borgaði hann
upp allar skuldir sínar og var sinn eigin
herra aftur, fær um að mæta heiminum
og sigra hann.
L. E. C.
Guð svarar bœn
Guð gefur börnum sínum náð og kraft
til að standast ofsóknir fyrir sakir Krists
og náðarboðskaparins. Hann sýnir líka
kraft sinn til að hjálpa þeim gegn um
margvíslega erfiðleika. '
Guð heyrír hróp barna sinna er þau á-
kalla hann í neyðinni. Á fundi einum sern
nýlega var haldinn hér í Poona, sagði einn
af bókasölumönnum vorum frá hvernig
Guð einu sinni verkaði á hjarta heiðins
manns. Plann sagði að bækur hefðu komið
á járnbrautarstöð og bóksölumanninum
þar var tilkynt um þetta og sagt hann
yrði að taka bækurnar. En hann var pen-
ingalaus og vissi ekki hvað hann átti að
gjöra. í von um að vinna sér dálítið inn
fór hann út snemma næsta morgun til að
selja bækur. Hann vann af kappi allan
daginn og seldi ekki eina einustu bók og
fékk enga pöntun. Rétt fyrir sólarlagið kom
hann á síðasta heimilið sem hann ætlaði
að heimsækja, maðurinn þar sagði hann
kærði sig ekki um bókina, en það væri
maður fimm mílur þaðan, sem mundi að
líkindum kaupa af honum ef hann færi
þangað.
Með hryggum hug og tár í augum fór
bóksölumaðurinn af stað þangað á reið-
hjóli sínu. Hann kom þar í rökkrinu og
sendi inn nafnspjald sitt. Maðurinn sem
var ríkur vildi ekki hafa fyrir að sjá hann,
en bað hann vildi senda bókina up’p til
sín, svo hann gæti litið yfir hana. Með
ótta og efa í hjarta sínu réð hann af að
senda bókina upp með þjóninum, og nú
bað hann til Guðs að hann vildi verka á
hjarta mannsins svo hann keypti bók af
honum. Brátt kom þjónninn ofan aftur
með 150 rupees í hendinni og sagði hús-
bónda sinn vildi fá 30 eintök af bókinni,
og afhenti honum verð þeirra fyrirfram.
Þetta var einmitt upphæðin sem hann
þurfti til að ná út bókunum frá járnbraut-
arstöðinni. Guð sannarlega heyrði bæn
þessa þjóns síns.
Þeir gjöra sitt bezta
Þegar fagnaðar erindið fær inngöngu í
hjarta mannsins fær hann löngun til að
láta aðra njóta þess. Hvort sem hann er
ríkur eða fátækur, hvort sem hann stendur
hátt eða lágt í mannfélaginu, þá gjörir
hann alt sem hann getur að útbreiða ljósið
til annara. R. J. Borrowdale segir eftir-
farandi sögu af fátækum manni, sem hafði
áhuga fyrir Guðs málefni:
í trúboðsferð sem eg fór fyrir nokkru
síðan tók eg eftir hvernig leikmaður einn
starfaði til eflingar Guðs ríki þrátt fyrir
erfiðar kringumstæður. Hann var burðar-
maður og hafði 90 punda bagga að bera
frá einu þorpi til annars. Hann tók með
sér pakka af bókum og sýndi /þær, þar
sem þeir staðnæmdust til að hvíla sig. Á
tveimur dögum seldi hann 5 bækur og
útbreiddi þannig gleðiboðskapinn um leið
og hann vann sér inn lítið eitt til viðbótar
við hið litla kaup sitt.
Annað skifti sendum vér þennan sama
mann til að flytja póst á pósthúsið, sem
var um 20 mílur í burtu, svo átti hann að
kaupa eitthvað um leið. Þegar hann kom
aftur fréttum vér að hann hefði selt tvær
bækur á þeirri ferð.”
Borrowdale bætti svo við þessarí at-
hugasemd: “Ef burðarmaður með þunga
byrði á baki getur haft tíma og kraft til
að selja bækur, sem flytja fagnaðar erind-
ið, þá ættum við hinir sem höfum minna
oss til hindrunar, en miklu meira oss til
uppörfunar, líka að geta gjört eitthvað.
Það var reiknað út 26. apríl 1944 að
yfirstandandi stríð kosti Bandaríkin dag-
lega 312,300.000 dollara, það er 3.37 fyrir
hvern mann og konu yfir 19 ára að aldri í
bandaríkjunum. Allur kostnaður við þetta
stríð upp til þess tíma var 168 biljónir og
600 miljónir dollara.