Stjarnan - 01.11.1944, Síða 7

Stjarnan - 01.11.1944, Síða 7
87 STJARNAN Ur og aðrir ávextir. Hundrað manns eru nu í óða önn að afferma skipið. Skipstjór- ®tlar að fara héðan eftir viku frá því í kvöld. Það þarf að fá aðgjörð við víðvarpið °g í vélarúminu.” “Þökk fyrir Filipp. Þetta er einmitt það sem eg þurfti að vita, þú mátt fara.” Svo sneri formaðurinn sér að föður Pét- urs og spurði: “Óskar þú eftir að fá frekari skýringar viðvíkjandi mismun á kauphæð drengjanna?” “Nei, alls ekki. En eg vildi gjarnan fá að vita hvar Pétur er og hvers vegna hann kom ekki aftur.” “Það vildi eg gjarnan vita líka,” svaraði formaðurinn. “Vera má þú getir komist eftir hvers vegna hann er svo kærulaus með verk sitt.” “Eg held þú getir treyst mér til þess,” svaraði faðir Péturs, og mátti heyra á mál- rómnum að honum var alvara, er hann sagði: “Eg skal líta eftir honum.” Og hann gjörði það. A. S. M. Áhrif góðra bóka f Dutch Guiana eins og víða annarsstaðar eru það bókasölumenn og Biblíusalar, sem byrja kristindómsstarfið. Eftirfarandi saga frá Paramaribo, Dutch Guiana ber vott um áhrif góðra bóka. í Paramaribo er svo heitt að búðum er lokað frá klukkan 12 til 3 á daginn. Mrs. H. B. Kent hefir svo árum skiftir selt þar blöð og bækur. Hún segir svo frá: “Einn eftirmiðdag kom ungur maður heim til mín og spurði hvort það væri eg sem seldi góðar bækur. Hann óskaði eftir að fá eina. Eg sýndi honum Deiluna Miklu og hann vildi undir eins kaupa hana fyrir föður sinn, sem var trésmiður. Hann hafði enga peninga en lofaði að borga bókina um næstu mánaðarmót. Þessi ungi maður var kennari. Hann efndi loforð sitt með borgunina. Einu sinni þegar eg var á hvíldardaga- skólanum þá kom faðir þessa unga manns að kirkjudyrunum og óskaði að sjá mig. Hann spurði hvort eg væri Mrs. Kent, sem seldi bækur. Eg kvað svo vera. Svo bað hann um fult nafn og utanáskrift, mína, hann vildi fá að sjá aljar þær bækur sem eg hefði. Við mæltum okkur mót heima hjá mér komandi mánudag. Hann kom á tilteknum tíma, fékk að sjá allar bækur sem eg hafði og keypti Daníel og Opinberunarbók, og virtist mjög ánægður þegar hann fór. Þessar tvær bækur, se;m hann nú hafði fengið hljóta að hafa haft djúp áhrif á hann, því næsta mánuð á eftir kom hann og keypti eitt eintak af hverri einustu bók sem eg hafði: Heimilislæknirinn;' Kristur Frelsari vor; Spámaðurinn á Patmos; Veg- urinn til Krists; þörf heimsins og frelsun hans; Hvíldardagur Biblíunnar; Sunnudags helgihaldið; Hvað á eg að gjöra til að eign- ast eilíft líf ?; Til ljóssins; Tákn upp á end- urkomu Krists; og Jesús kemur ertu til- búinn? Auk þessa keypti hann 12 eintök af blaðinu Tákn Tímanna og gjörðist á- skrifandi blaðsins fyrir árið. Hann varð svo hrifinn af þessum bókum að hann bauð nágranna sínum heim til sín og þeir lásu saman. Einn dag þegar þeir voru að lesa kom presturinn í heim- sókn og þetta var samtal þeirra: “Hvaða bækur eruð þið að lesa?” “Þetta eru sáluhjálplegar bækur, vér finnum í þeim sannleika, sem vér höfum aldrei séð né heyrt fyrri.” “Þið eigið ekki að lesa þessar bækur, þær eru ritaðar af falsspámönnum.” Vinur trésmiðsins stóð nú upp og sagði mjög alvörugefinn: “Guð hefir gefið höf- undum þessara bóka sama anda og hann gaf þeim sem rituðu Biblíuna. Þú dylur sannleikann fyrir oss og heldur oss þannig í myrkri.” Þegar skírnin kom til umtals, sagði tré- smiðurinn: “Áður en eg er skírður verð eg að kenna og prédika fyrir fólkinu hérna þann sannleika sem þessar bækur hafa að geyma.” Skömmu seinna, eftir hann sagði þetta fór hann að vinna við smíði á húsi á hvíld- ardaginn, en bjálki féll niður og meidd: hann svo mikið að hann varð að vera langan tíma á sjúkrahúsi. Þegar hann kom heim, spurði kona hans: “Manstu hvaða dagur það var sem bjálkinn féll og meiddi þig?” Nei, hann mundi það ekki. Þá sagði hún: “Það var á hvíldardegi. Þú kendir

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.