Stjarnan - 01.06.1945, Qupperneq 1
= r- - =
STJARN IAN
JÚNÍ 1945 LUNDAR, MAN.
1- __ ■ "7 ... ■ ;;— :—:— 1
Treyátið frelsara vorum
Frá fyrsta andardrætti höfum vér orðið
að treysta öðrum Sem börn treystum vér
móðurinni eða öðrum að veita oss fæði og
aðrar nauðsynjar. Vér treystum fóiki sem
framleiðir og tilreiðir fæðuna fyrir oss,
annars þyrðum vér ekki að eta. Vér treyst-
um mönnum sem vinna við vatnsverkið,
eða vér gæ.íum aldrei drukkið vatnið. Vér
treystum nágrönnum vorum, annars vær-
um vér hræddir að leggja oss til hvíldar
án þess að halda vörð. Vér treystum póst-
þjónunum, sem vér höfum aldrei séð. Vér
afhendum póststjórninni peninga vora til
geymslu, sambandsstjórninni eða bankan-
um, þar fara menn með þá, sem oss eru
alveg ókunnugir.
Það er ekki venjulega, en aðeins kemur
fyrir að menn bregðast trausti voru. Að
jafnaði reynist það örugt að treysta öðrum.
Án trausts til annara gætu engin við-
skifti þrifist, enginn verksmiðjuiðnaður,
engir skólar, engin sjúkrahús, engin flutn-
ingstæki, engin stjórn. Siðmenning vorra
tíma er bygð á trausti, hún gæti ekki stað-
ist án þess. Hinn sjálfstæðasti maður í
heimi verður að treysta öðrum, eða deyja.
Vantrúarmaðurinn er engin undantekn-
ing, hann getur efast um sumtf en hann
trúir öðru, eða hann væri ekki hér á meðal
vor. Allir verða að hafa "traust og trú,
annars gætu þeir ekki lifað til að láta í
ljósi vantraust sitt.
Hvað lífinu hér viðvíkur þá er það blátt
áfram bygt á trausti eða trú. Bóndinn sáir
hveiti og trúir því að það muni vaxa og
veita honum ríkulega uppskeru af hveiti,
en ekki gulrófum.
Sá sem elur upp nautgripi væntir fjölg-
unar af nautgripum. Þegar vorið kemur
væntir hjarðmaðurinn, ekki að fá bjarn-
dýra húna heldur lömb. Þessir menn trúa
lögum náttúrunnar og þeir verða ekki fyr-
ir vonbrigðum.
Efnafræðingurinn trúir því að ef hann
blandar tveimur loftefnum (hydrogen og
oxygen) í vissum hlutföllum, þá komi fram
vatn, og það bregst ekki. Hann trúir því
að hin 92 frumefni, sem menn þekkja,
muni ætíð vinna á sama hátt undir sömu
kringumstæðum.
Hljómlistarmaðurinn byggir list sína á
lögum tónanna. Hann trúir að þau séu hin
sömu eins og á dögum Beethovens eða
þegar “morgunstjörnurnar sungu gleði-
söng allar saman og allir Guðs synir fögn-
uðu.”
Hugsið yður talnavísindin eða reiknings-
fræðina, nærri öll önnur vísindi eru bygð
á henni. Án hennar gætu skipin ekki ferð-
ast yfir höfin, loftskipin ekki flogið eða
bílarnir runnið, og þessi nákvæmasta af
öllum vísindum er bygð á trú. Menn reiða
sig á það blátt áfram að tvisvar tveir séu
fjórir, eins og ætíð hefir verið.
Vér trúum þessu öllu fyrir vitnisburð
annara og álítum það sjálfsagt. Vér lifum
daglega í trú og trausti til þeirra sem um-
hverfis oss eru, oss finst það alveg eðlilegt,
ef vér annars hugsum nokkuð um það.
Menn hafa trú á ráðvendni þeirra, sem
standa fyrir víðvarpinu svo þeir eyða þús-
undum dollara til að senda boðskap, sem
þeir trúa að heyrst geti landshornanna á
milli. Sá, sem talar í víðvarpið skrifar háa
ávísun til félagsins af því hann treystir
loforði þeirra að orð hans berist, svo
miljónir manna geti heyrt raust hans, en