Stjarnan - 01.06.1945, Page 2
42
STJARNAN
ekki að hann tali inn í dauða, hljóðlausa
vél. Víðvarpið er alt bygt á trú
Útgáfa fréttablaða er líka bygð á trú.
Þeir sem gefa út blöðin og kosta prent-
unina verða að setja í fréttadálkinn við-
burði, sem eiga sér stað, en ekki uppgjörð-
ar skáldsögur.
Verðmæti peninga vorra er mikið komið
undir því, að vér berum traust til stjórnar
og viðskiftastofnana. Vér verðum innan
vissra takmarka að treysta hver öðrum,
annars gætum vér ekki lifað saman í
neinum félagsskap. Ef vér hættum að
treysta og trúa þá hættum vér að lifa.
Trú er almenn í daglegu lífi, en þegar
oss er sagt að vér ættum að treysta guði,
þá líta sumir öðrum augum á það, þvi
það er ekki eins alment að menn gjöri
það. Vér berum traust til manna, það er
nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, það er
engin sérviska. Það traust er bygt á næg-
um sönnunum. Hið sama má segja um
traust á Guði. Hinar tvær bækur Guðs,
náttúran og heilög Ritning eru í fylsta
samræmi hvor við aðra. Spádómar Bibl-
unnar, uppfyltir í sögunni benda á guð-
legan höfund og miljónir manna bera vitni
um það að trúin á Guð hefir veitt þeim
margfalda blessun. Ef Guð er til, sem
ómögulegt er að efast um, þá verðum vér
að taka einhverja afstöðu gagnvart hon-
um. Ef hann er góður Guð, og það getur
enginn efast um, sem þekkir hann, þá hlýt-
ur hann að opinbera sig fyrir mönnunum.
Þessi opinberun finst bæði í Biblíunni og
náttúrunni umhverfis oss.
Guðs heilaga orð segir oss að hjarta
mannsins, sem er óánægt og þráir það sem
betra er, sé veikt af sýki syndarinnar, og
hin eina verulega lækning finnist í trú á
Jesúm Krist. Þar er oss kent að syndin
ber með sér dauðahegninguna, en að Jesús
dó í vorn stað og tók á sig hegninguna,
sem vér réttilega áttum að líða. Þetta er
sett fram í fáum orðum í I Kor. 15:3. “Eg
kendi yður fyrst og frehist þann lærdóm,
sem eg hefi meðtekið að Kristur væri dá-
inn vegna vorra synda eftir Ritningunum.”
Og í I Joh. 2:2 stendur: “Hann er forlíkun
fyrir vorar syndir, þó ekki einungis fyrir
vorar, heldur líka fyrir allrar veraldarinn-
ar syndir.”
En nema vér treystum honum fyrir
frelsun vorri, og trúum persónulega kær-
leiksfórn hans fýrir oss, þá kemur fórn
hans ekki oss að notum.
Guð neyðir oss aldrei til að þiggja náðar-
gjöf sína. Það er alt komið undir trú vorri
hvort vér njótum hennar eða ekki. Miljón-
ir manna trúa á Jesúm og treysta honum,
þannig uppfylla þeir spádóminn sem gef-
inn var hundruðum ára áður en Jesús kom
í heiminn. Hann stendur í Jes. 11:10 og
Páll postuli rifjar hann upp í Róm 15:12.
“Rót Jesse mun haldast við og á þann
sem rís upp til að stjórna heiðingjum munu
heiðingjar vona.”
“Heiðingjar” var venjulega orðið sem
notað var fyrir “þjóðirnar”. Þetta er spá-
dómur um Krist, sem á mannlegu hliðina
var af ætt Davíðs sonar Jesse, að hann
mundi koma í heiminn, og að þjóðir heims-
ins, sem ekki voru Gyðingar mundu trúa
á hann. Ekkert gat sýnst ólíklegra á þeim
tíma sem Jessajas ritaði þennan spádóm.
Á þeim tíma voru Gyðingar að fara í út-
legð til heiðingjanna, og þeir höfðu ekki
mikinn. áhuga fyrir að leiðbeina undir-
okurum sínum í andlegum efnum. Hér var
spádómur sem var gagnstæður hugmynd-
um bæði Gyðinga og heiðingja á því tíma-
bili sem hann var fluttur. Þrátt fyrir það
hefir hann verið og er uppfyltur. Þúsundir
já, miljónir manna í öllum löndum trúa á
Jesúm, og fjöldi mundi fúslega deyja fyrir
hann.
Fagnaðar erindi Krists er boðað til ystu
endimarka heimsins. Það er prentað a
yfir þúsund málum. Sem ein grein af al-
heimsstarfinu flytur víðvarpið boðskapinn
alla leið frá nyrsta þorpi Alaska tii syðsta
odda S.-Ameríku Það hljómar á þremur út-
breiddustu málum heimsins, ensku spönsku
og portúgölsku. Vér vonum og biðjum að
það einnig bráðum hljómi á kínversku
og öðrum málum út um heiminn, því vér
lesum í Matt. 24:14. “Kenningin um Guðs
ríki mun um gjörvallan heim boðuð verða,
til vitnisburðar fyrir öllum þjóðum og þá
mun endirinn koma.”
Það sem leiðir oss til að trúa og treysta
Jesú er vitnisburður Guðs orðs, eins og
vér lesum í Efes. 1:1 . “í hverjum og þér
sem heyrt hafið lærdóm sannleikans, náð-
arlærdóm yðar sáluhjálpar, í hverjum og
þér sem trúið, eruð innsiglaðir með hin-