Stjarnan - 01.06.1945, Side 3

Stjarnan - 01.06.1945, Side 3
STJARNAN 43 um fyrirheitna heilaga anda.” Að trúa, og að treysta, hefir sömu merkingu. Að treysta Jesú er að trúa á hann og elska hann, og þá, einungis þá, getur maðurinn orðið innsiglaður með heilögum anda. Það er einungis fyrir þá sem trúa að fagnaðar- erindið getur orðið kraftur Guðs til sálu- hjálpar, eins og vér lesum í Róm. 1:16. “Eg fyrirverð mig ekki fyrir Krists fagn- aðarerindi, því að það er kraftur Guðs til sáluhjálpar sérhverjum sem trúir, Gyð- ingum fyrst og Grikkjum einnig.” Ef vér viljum öðlast frelsun þá verðum vér að trúa því skilyrðislaust að Jesús dó fyrir oss á krossinum, að hann bar vorar syndir á sínum líkama upp á tréð, svo vér skyldum skilja við syndirnar og lifa rétt- lætinu, fyrir hans benjar eruð þér lækn- aðir IPét. 2:24. Laun syndarinnar er dauði. Vér lesum það í Róm. 6:23. Svo hversu vel sem vér breytum, ef vér höfum drýgt eina synd, þá erum vér glataðir og þurfum frelsun. Góðverk geta ekki frelsað oss, því hegn- ingin fyrir synd — skuldin sem á oss hvílir er dauði en ekki verk. Ef vér eigum að frelsast þá verður það ekki fyrir verk, heldur af Guðs náð fyrir trúna á Jesúm Krist. “Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trúna og það er ekki yður að þakka heldur er það Guðs gjöf. Ekki af verkunum svo enginn stæri sig ” Efes. 2:8.9. Það eru ekki tilraunir þínar, vinur minn, sem frelsa þig, heldur trúin á Jesúm Krist. Ef þú óskar að fá fyrirgefningu synda þinna þá er hún fúslega veitt ef þú vilt trúa á Jesúm. Tilfinningar þínar geta verið hinar sömu en þér er fyrirgefið ef þú trúir. Vér erum fullvissaðir um þetta í IJóh. 1:9. “Ef vér viðurkennum vorar syndir þá er hann trúfastur og réttvís, svo hann fyrir gefur syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” Þú getur treyst honum af því hann elskar þig. Það er ætíð örugt að treysta þeim sem í sannleika elskar oss, eins og vér lesum í IJóh. 4:18. “Ótti er ekki í elskunni heldur útrekur fullko'min elska óttann því að óttinn hefir kvöl, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni Guð hefir sýnt elsku sína til vor í því að hann gaf oss soninn. En ef vér elskum hann þá treystum vér honum og hlýðum. Það eru fjögur atriði sem þú þarft aö muna: Guð elskar þig. Jesús elskar þig. Guðs orð er sannleikur. Hver sem vill er velkominn. Það er sagt um Napoleon að þegar hann einu sinni reið framhjá röð hermanna sinna til að líta eftir, þá fældist hestur hans, rykti taumnum úr höndum hans og æddi áfram. Óbreyttur hermaður einn, sem stóð í röð hermannanna, slepti byssu sinni, hljóp út úr röðinni og vogaði lífi sínu til að grípa tauminn á stjórnlausum hestin- um. Þegar keisarinn tók við taumnum sagði hann: “Þökk fyrir, herforingi”. “Fyrir hvaða herdeild, herra minn?” spurði hermaðurinn. “Lífvarðar míns”, svaraði Napoleon. Hermaðurinn fór nú húfulaus og 1 ein- kennisfötum óbreyttra hermanna þangað sem yfirmennirnir stóðu í hóp sér. Þegar þangað kom spurði einn þeirra hann: “Hvað ert þú að gjöra hér?” “jEg er yfirmaðuir líívarðanna, herra minn.” “Þú lítur ekki út fyrir það. Hvenær varst þú gjörður að yfirmanni?” Hermaðurinn benti á Napoleon og svar- aði: “Hann sagði það.” 'Napoleon stóð við orð sín. Það var orð keisarans, en ekki fatnaður hermannsins, tilfinningar hans, ætterni né mentun, sem gjörði hann að yfirmanni líf- varðanna. Þannig er það orð Krists en ekki vor verðskuldun, sem veitir oss fyrirgefn- ing og frelsun. Vér verðum að treysta hon- um. Taka hann á orðinu. Vér þurfum að treysta Jesú í öllum. áform um og ákvörðunum lífsins, því góði hirð- irinn kallar sína sauði með nafni og leiðir þá. Jóh. 10:3. Hann mun stýra fótum vor- um á friðarins veg. Lúk. 1:79. Hann vill gefa oss sinn heilaga anda til að leiða oss í allan sannleika. Jóh. 16:13. Svo vinur minn, treystum Jesú frelsara vorum. Þegar vér erum reyndir og freistaðir, þá mun Jesús gæta vor, því hann “megn- ar að varðveita yður frá hrösun og láta yður mæta fyrir sinni dýrð, óflekkaða í fögnuði.” Júd. 24. Vér megum reiða oss á orð hans, þau geta ekki brugðist, þó alt breytist í þess- um hverfula heimi þá getum vér treyst orðum hans, Jesús sagði: “Himinn og jörð

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.