Stjarnan - 01.06.1945, Side 7

Stjarnan - 01.06.1945, Side 7
STJARNAN 47 “Eg er ekki viss um það. Hvernig byrjar það?” Litla stúlkan söng fyrstu hendinguna. “Þetta er ljómandi fallegt, lofaðu mér að heyra það alt,” bað læknirinn. Litla stúlkan söng meðan læknirinn var að sauma saman sárið. Einu tárin sem runnu voru frá augum móðurinnar. Sagt er að það dragi úr sársauka ef maður á einhvern hátt lætur í ljósi til- finningar sínar. Grátur og andvörp hryggja vini vora, svo það væri miklu betra fyrir oss að syngja. Jesús hjálpar börnum sín- um að syngja þrátt fyrir reynslu og þján- ingar. O. L. F. Vakið og biðjið “Óttist Guð og gefið honum dýrð, því tími hans dóms er kominn, tilbiðjið hann, sem gjört hefir himininn, jörðina, hafið og uppsprettur vatnanna.” Bráðum verðum vér allir að mæta fyrir Krists dómstóli, þá mun hverjum einum verða endurgoldið eftir því sem hans verk verða.” Þegar menn mæta fyrir jarðnesk- um dómstóli þá er dómurinn uppkveðinn samkvæmt lögum landsins. Fyrir dómstóli Drottins verðum vér dæmdir eftir hinu óumbreytanlega lögmáli Guðs, tíu boðorð- unum, sem ná yfir alla breytni vora bæði gagnvart Guði og meðbræðrum vorum. Foreldrar, prestar, sunnudagaskólakenn- arar, þér, sem eigið að kenna öðrum krist- indóminn, bendið þér þeim á að Jesús kom til að frelsa sitt fólk frá þess syndum, frá yfirtroðslu Guðs boðorða. Minnið þér fólk- ið á, að sá sem brýtur eitt af Guðs boðorð- um, verður sekur við þau öll (Jak. 2:10), og að laun syndarinnar er dauði.” Eða fyllið þér flokk þeirra, sem Guð tal- ar um og segir að þeir “hafa brjálað lög- máli mínu og vanhelgað helgidóma mína, þeir hafa engan mun gjört á því sem er heilagt og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir hvíldardögum mínum, svo eg vanhelgaðist meðal þeirra.” Ez. 22:26. Ef menn vildu rannsaka spádóma Biblí- unnar og bera þá saman við mannkynssög- una þá mundu þeir geta skilið að vér lif- um á síðasta tímabili þessa heims, og' þeir fáu spádómar sem ennþá ekki eru upp- fyltir geta komið fram á svo örstuttum tíma, “því að Drottinn mun gjöra upp reikning sinn á jörðunni, binda enda á hann og ljúka við hann í skyndi.” Róm. 9:28. Einn af þeim spádómum sem enn eru ekki framkomnir er um sjö síðustu plág- urnar, þær eru ennþá ekki fallnar. En það alvarlegasta við þær er, að þá verður náðartíminn á enda og þær falla aðeins á þá, sem hafa merki dýrsins eða tilbiðja þess líkneski. Op. 16:2. Ó, að bæði lærðir og leikmenn vildu í auðmýkt og einlægni rannsaka Guðs orð með bæn um gjöf heilags Anda til að leiða þá í allan sannleika. En um leið verða þeir líka að vera fúsir til að meðtaka það ljós, sem Guð gefur þeim, þó það kosti að slíta sig lausan frá heiminum eða gömlum sið- venjum, sem slæðst hafa inn í kristnina án þess að hafa nokkra undirstöðu í Guðs orði. “Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.” Sumir kvarta undan að það sé ekki hægt að sklija Ritninguna. En ert þú fús til að hlýða því sem Guð býður þér svo skýrt og skiljanlega í orði sínu? Guð gefur sinn heilaga anda þeim sem hlýðnast hon- um. Post. 5: 32. Þeir sem ekki vilja hlýða Guði, loka sjálfa sig úti frá ljósi og leið- beiningu Guðs heilaga orðs og anda. Guð forði oss frá slíku. S. Johnson. Hvernig mundir bú nota tímann Kona nokkur spurði John Wesley einu sinni: Setjum svo þú vissir þú mundir deyja um miðnætti annað kvöld, hvernig mundir þú þá verja tímanum þangað til? “Alveg eins og eg hefi þegar ásett mér að nota hann”, svaraði Wesley. “í kvöld prédika eg í Gloucester, og aftur klukkan 5 í fyrramálið. Svo verð eg að keyra til Tewksbury og prédika þar um eftirmið- daginn og mæta sóknarnefndinni að kvöld- inu, svo fer eg heim til Martins vinar míns,

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.