Stjarnan - 01.07.1946, Blaðsíða 3
STJARNAN
51
Fagnaðarerindið flutt út um alla jörðina,
og um leið auglýsingin um að tími Guðs
dóms er kominn; hugsið yður hið víðtæka
verk að flytja gleðiboðskapinn um allan
heiminn. Oss er sagt að ef Kínverjar komnir
á herskyldualdur gengju fjórir hlið við
hlið í fylkingu fram hjá einhverjum punkti,
þá mundi fylkingin aldrei taka enda, því
svo margir fleiri ungir menn mundu ná
lögaldri jafnótt og ganga í fylkinguna,
svo fylkingin gæti haldið áfram endalaust.
Kínverska þjóðin er svo fjölmenn, að
þeir gætu altaf haldið áfram að berjast,
því fleiri ungir menn ná herskyldu aldri
á ári hverju heldur en óvinirnir geta eyði-
lagt. Svo eru miljónirnar á Indlandi,
Burma, Evrópu, Afriku og Vesturheimi.
En fagnaðar erindið verður að boðast öll-
um þjóðum sem 1 heiminum eru. Allir
verða að heyra aðvörun Guðs, og nú er
tíminn til þess.
Þörfin fyrir kristindómsstarf í Amer-
íku hefir aldrei verið meiri en nú. Oss
er sagt að 81 af hundraði allra mótmæl-
enda kirkna séu nú lokaðar á sunnudags-
kvöldum, og að 7 börn af hverjum tíu viti
ekkert um Guð, hafi ekki fengið neina
kristilega fræðslu, og 'hafi aldrei haft tæki-
færi til að meðtaka Jesúm sem frelsara
sinn. Vér megum ekki gleyma því að
framtíð og forlög manna eru að miklu
leiti ákveðin í æsku.
Ameríka þarfnast boðskapar Guðs.
Allur heimurinn þarfnast hans, og heim-
urinn mun heyra hann því Guð segir:
Boðskapurinn skal vera fluttur, og það
nú í þessari kynslóð. Gegn um orðið talað,
í miljónum bóka, blaða og smárita, með
víðvarpinu frá hafi til hafs, frá heim-
skauti til heimskauts, gegn um bréfa við-
skifti, og fyrir bein áhrif Guðs heilaga
anda, hljómar boðskapurinn þegar út um
allan heim. Aðvörun Guðs hljómar um
að tími 'hans dóms er kominn.
Bróðir minn og vinur, ert þú tilbúinn
að mál þitt sé tekið fyrir? Hvernig mundi
þér verða við ef nafn þitt væri kallað í
kvöld og þú vissir það? Er nokkuð sem
þú þyrftir að setja í lag? Hefir þú nokkra
gremju í huga þér, gamlar yfirsjónir, sem
ættu að vera fyrirgefnar og gleymdar,
afmáðar fyrir blóð Krists? Minstu þess
að vér höfum aðeins daginn í dag. “Nú er
sú æskilega tíð, nú er dagur hjálpræðis-
ins.” 2 Kor. 6: 2.
Aðvörun Guðs er til þín. Vekjara
klukkan hans hringir og kallar þig nú.
Hann hefir nóg pláss fyrir alla. Það er
pláss til reiðu fyrir þig. “Því svo elskaði
Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn
son, til þess hver sem á hann trúir, ekki
glatist heldur hafi eilíf líf.” Jóh. 3:15-16.
Voice of Prophecy.
XVIII. ~J esús fyrir Annasi, Kaífasi
og öldungaráðinu
Nú fór þessi æpandi skríll með Jesúm
úr grasgarðinum Getsemane. Hann átti
erfitt með að hreifa sig, því hendur hans
voru fast bundnar og hans var stranglega
gætt.
Fyrst var farið með hann til Annasar,
sem áður hafði verið æðsti prestur, en sem
nú var búinn að láta embættið ef hendi
við tengdason sinn Kaífas. Hinn óguðlegi
Annas hafði heimtað að verða sá fyrsti, er
fengi að sjá Jesúm frá Nazaret, sem bund-
inn fanga, Hann vonaðist eftir að geta
fundið einhverja sök hjá honum, svo hann
yrði dæmdur.
í þessu augnamiði spurði hann frelsar-
ann, um ýmislegt viðvíkjandi lærisvein-
unum og kenningu hans Jesús svaraði hon-
um:
“Eg hefi talað opinberlega fyrir heim-
inum; eg hefi ávalt kent í samkundunum og
helgidóminum, þar sem allir Gyðingar
koma saman, og ekkert hefi eg talað í
leyni. Hví spyr þú mig? Spyr þú þá, sem
heyrt hafa hvað eg hefi talað við þá”. (Jóh,
18, 20. 21).
Prestarnir höfðu sent út njósnara til
þess að hafa gætur á Jesú og komast að
öllu, sem hann segði. Gegnum þessa
njósnara urðu þeir kunnugir öllum hans
orðum og gjörðum, hvar sem hann var. Þeir
höfðu ávalt reynt að fá eitthvað til að
kæra hann fyrir, svo hann yrði dæmdur.
Því sagði frelsarinn: “Spyrjið þá, sem
heyrt hafa, hvað eg hafi talað við þá.”
Látið njósnarana svara. Þeir hafa heyrt
það, sem eg hefi talað. Þeir geta gefið
yður upplýsingar viðvíkjandi kenningu
minni.