Stjarnan - 01.07.1946, Qupperneq 8
56
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjóm og afgreitSslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can.
um börnunum gátu bjargað sér, en þá var
ómögulegt að frelsa fimta bamið, það
skildi að líkindum ekki skipun föður síns
að flýja. Hann gat heldur ekki bjargað
konu sinni því það leið yfir hana þegar hún
sá vatnsflóðið. Flóðið hreif með sér bílinn
með konunni og barninu, eins og væri það
lítill viðarkubbur.
Slíkar fréttir snerta hjörtu vor alvar-
lega, en lærum vér ætíð lexíuna sem í
þeim felst? Minna þær oss á að flýja á
óhultan stað áður en náðartíminn er á
enda og hegningardómur Guðs fellur yfir
þá sem lifa á láglendi syndarinnar? Hvetja
slíkar fréttir oss til að gjöra vort ýtrasta
líka til að bjarga öðrum?
Þegar um andleg mál er að ræða, eru
þá ekki margir meðal vor eins og strúts-
fuglinn, sem oss er sagt að byrgi höfuð
sitt í sandi til þess hann sjái ekki hætt-
una? Vér erum í hættu staddir að vér
sökkvum oss niður í störf vor, og látum
þau svo taka upp allan tíma vorn, að vér
höfum enga stund til að hugsa alvarlega
um það í lífinu sem mest á ríður. Það er
alt annað en skynsamlegt að hliðra sér
hjá að hugsa um það sem ekki verður hjá
komizt og búa sig sem bezt undir að mæta
því á réttan hátt. Meira að segja, það er
ihin fyrsta og helsta skylda kristins manns
í þessum heimi að frelsa þá sem eru í
hættu að farast umhverfis hann.
Margir meðal vor þrá að heyra hug-
hreystingarorð. Margt brosandi ' andlit
ber í brjósti sér brotið og blæðandi hjarta,
sem vér höfum enga hugmynd um. En
Guð sem þekkir allra hjörtu veit hvernig
þeim líður og hann talar til barna sinna
og býður þeim að flytja huggunarorðin
sem eru eins og græðismyrsl sundur-
krömdu hjarta. En stundum erum vér
svo fjarlæg að vér heyrum ekki rödd Guðs
tala til vor.
Jesús gjörði ætíð föðursins vilja. Hann
hefði getað aflað sér auðs og frægðar með-
al þjóðar sinnar. Skemtanir voru líka nóg-
ar á þeim dögum, sem heilluðu huga manna.
En Jesús snéri burt frá öllu þessu. Hans
helzta áhugamál, já, hið eina áhugamál
lífs hans, var að leita þess sem glatað var
og frelsa það. Hann sneri ekki hársbreidd
frá þeirri braut þó hann vissi hún lægi
til krossins, niðurlægingar og þjáninga.
Setjum svo, að þú sæir nágranna þinn
á sundi svo sem mílu fyrir ofan hættulegan
foss, og horfðir á hann leggjast á bakið til
að virða fyrir sér skýin í loftinu og fjalls-
hlíðarnar umhverfis, og léti þannig ber-
ast með straumnum. Hvernig yrði þér
innanbrjósts? Mundir þú láta hann ber-
ast áfram án þess að vara hann við hætt-
unni? Auðvitað ekki. Enginn vor á meðal
mundi vera svo kærulaus þegar líkam-
legt líf væri í veði. En hvernig er því
varið með andlega lífið? Hefir þú enga
ástvini, nágranna eða vini, sem hugsunar-
laust láta berast með straum heimsins, er
bráðum steypir þeim niður í hyldýpi ei-
lífrar glötunar.
Einu sinni var mér endursent bréf sem
ekki hafði verið opnað. Þvert yfir utaná-
skriftina var skrifað skýrt með blýant:
“Dáin.” Það lá mikið í því orði, það talar
til mín enn í dag. Eg lét bréfið lengi
liggja óuppbrotið á skrifborði mínu. E'g
vissi vel hvað í því stóð. Afmælisboð-
skapurinn hafði verið sendur of seint til
að geta glatt hjarta vinstúlku minnar. Eg
vildi það væri hægt að gjöra það sem van-
rækt var í gær, til að gleðja og hughreysta.
En alt sem endurhljómaði í huga mínum
var: “Það er of seint.”
Vinur minn, hefir þú komist á óhultan
stað uppi í fjallshlíðinni með Jesú? Og
hvað líður nágrönnum þínum?
Mrs. E. E. Andross.
Þrjátíu hundruðustu af þeim sem fluttir
voru á spítala í Virginia ríkinu gátu kent
áfenginu um sjúkdóm sinn. Drukknir
keyrslumenn voru orsök í 20 hundruðustu
af þeim sem dóu af slysum á þjóðvegun-
um. Og af þeim 104 þúsundum sem settir
voru í fangelsi var helmingurinn settur
inn fyrir drykkjuskap.